Fróðlegur samanburður á milli austur og vestur evrópu
26.5.2008 | 09:55
Stigagjöf Vestur Evrópu :
- Grikkland - 96 points
- Armenia - 93 points
- Noregur - 92 points
- Ukraína - 84 points
- Rússland - 83 points
- Tyrkland - 68 points
- Ísland - 62 points
- Portugal - 62 points
- Serbia - 60 points
- Lettland - 54 points
- Bosnia & Herzegovina - 51 points
- Spánn - 50 points
- Danmörk - 44 points
- Israel - 42 points
- Svíþjóð - 38 points
- Rúmenína - 33 points
- Frakkland - 25 points
- Azerbaijan - 23 points
- Finland - 22 points
- Albania - 21 points
- Georgia - 19 points
- Pólland - 14 points
- Bretland - 14 points
- Croatia - 8 points
- Þýskaland - 2 points
Stigagjöf Austur Evrópu:
1. Rússland - 161 points
2. Úkraína - 121 points
3. Grikkland - 104 points
4. Azerbaijan - 102 points
5. Serbia - 95 points
6. Armenia - 94 points
7. Noregur - 73 points
8. Israel - 66 points
9. Bosnia & Herzegovina - 56 points
10. Tyrkland - 52 points
11. Georgia - 50 points
12. Albania - 33 points
13. Croatia - 33 points
14. Lettland - 27 points
15. Frakkland - 18 points
16. Danmörk - 16 points
17. Finland - 13 points
18. Rúmenía - 12 points
19. Þýskaland - 12 points
20. Svíþjóð - 9 points
21. Portugal - 7 points
22. Spánn - 4 points
23. Ísland - 2 points
24. Pólland - 0 points
25. Bretland - 0 points
Fróðlegt að sjá hve mikið þetta breytist á milli austur og vesturs...
Íslenska lagið átti betra skilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vitað mál - Nýtt fyrirkomulag árið 2009 ?
25.5.2008 | 09:40
Þetta er hefur nú verið vitað og ekkert nýtt í þessu.. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að 2 undankeppnir eru nú haldnar í stað einnar og að lönd hvors kvölds um sig meiga aðeins kjósa í sínum riðli.. Þetta gekk vel í ár og verð ég að segja fyrir mitt leiti að næstum öll bestu lögin komust uppúr riðlunum en þau lakari sátu eftir.
En hvað er til ráða? Lítil hugmynd hér.
Það er ekki auðvelt mál að standa að keppni milli þessara þjóða og ætlast til að almenningur séu allir tónspekingar og kjósi eftir gæðum laga og flutningi þeirra.
Ég vill sjá íslendinga td hætta að gefa bara norðurlöndunum stig bara af því að þetta eru nágrannar okkar því að öll þessi lönd eru ekkert nágrannar okkar heldur bara þau lönd sem standa okkur næst í menningu eða ómenningu..
Við ættum öll að sameinast á næsta ári í að kynna fyrir alþjóð að við ætlum að gera vísindalega tilraun sem gæti í framtíðinni hjálpað keppninni..
Við eigum að gera sjónvarpsauglýsingar þar sem duglegir tónlistarmenn koma með lítil "tips" hvernig eigi að meta gæði laga. Td hvað fólk á að horfa á í flutningi laganna og þessháttar... Við erum lítil þjóð og getum því nýtt okkur það til góðs .... svo á lokakvöldi Eurovision á næsta ári þann 16.maí munum við öll sem eitt kjósa útfrá þessum forsendum.. Gaman verður þá að sjá hvað gerist þá..
Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábært ef við náum top 10 - Hér er mín spá
24.5.2008 | 18:49
1 | Þetta er svona nokkurnvegin það sem koma skal að mínu mati Vona nú samt að Grikkir taki þetta já eða bara við.. Úkranara |
2 | Grikkir |
3 | Serbar |
4 | Rússland |
5 | Svíar |
6 | Armenia |
7 | Portugal |
8 | VIÐ |
9 | Tyrkir |
10 | Nossarar |
11 | Israel |
12 | Bosnia & Herzegovina |
13 | Azerbaijan |
14 | Romania |
15 | Frakkar |
16 | Denmark |
17 | Finland |
18 | Pólverjar |
19 | Albanar |
20 | Spánverjar |
21 | Croatía |
22 | Latvía |
23 | Georgía |
24 | Þýskaland |
25 | Bretar |
Eurovision: Er okkar tími kominn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórgóð skemmtun í Laugardalnum með skömm þó
19.5.2008 | 22:31
Það var frábært að fara með soninn Loga og Oliver vin hans að sjá "þeirra" félag spila á móti FH. Leikurinn var stórkostleg skemmtun allt frá fyrstu mínútu þegar Hjörtur kom Þrótti yfir eftir eitthvert klafs í teignum. Leikurinn var jafn allann tímann og endaði svo á því að Eysteinn þjálfari drengjanna skoraði jöfnunamark í blálok leiksins og það eina sem gerðist markvert eftir þetta mark var að Þróttur gerðu skiptingu og maðurinn rétt náði að klöngrast inná völlinn áður en var flautað af..
Öll mörk Þróttar komu úr föstum leikatriðum Þ.e MIÐJA, AUKASPYRNA, HORN og AUKASPYRNA
Ég gerðist laumufarþegi FH megin í seinni hálfleik og varð þar vitni af nokkrum fullorðnum karlmönnum hafa mjög mikið vit á fótbolta og þá sérstaklega hvað telst brot þegar brotið er á Fh-ingum.. Þessu fylgdu orð sem amma þeira hefði ekki verið stolt af að heyra mennina segja en verst af öllu var að með þessum mönnum var undantekningalaust börn þeirra með við hliðina.. Frábært fordæmi eða hitt þó heldur... Held að fullorðnir karlmenn ættu að hugsa aðeins hvað þeir láta útúr sér í hita leiksins.. Eitthvað er eflaust sagt ef börn þeirra nota svo þessi sömu orð í návist foreldra sinna... SKAMM SKAMM ALLIR SEM KANNAST VIÐ ÞETTA....
Hetja drengjanna sem ég fékk að fara með á völlinn í kvöld var þessi maður sem ég smellti mynd af...
Eysteinn Kapteinn þeirra röndóttur
Eysteinn tryggði Þrótti stig með marki í uppbótartíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mín eina færsla um mótmælin almennt
24.4.2008 | 11:46
RÉTTIR MENN Á RÖNGUM STAÐ?
Þetta eru svakalegar myndir sem okkur voru sýndar í sjónvarpinu í gær auk tilfallandi símamyndskeiða sem liggja á netinu. Ég er á því að þetta hafi farið úr böndunum hjá öllum aðilum sem þarna voru í gær. Lögreglan hefur eflaust löngu verið búin að marka sér hvað gert yrði við frekari aðgerðum bílstjóra enda hefur það sýnt sig að það er ekki vel staðið að þessum mótmælum þeirra og það vill lögreglan væntanlega ekki láta viðgangast. Lögreglan lendir svo óvart í því að beyta þessu fyrirfram ákveðna valdi sýnu á röngum stað sem svo fær bílstjóra til að finnast á þeim sé brotið. En ég tel lögregluna gera rétt í þessu í gær. Myndskeiðin sem okkur eru sýnd eru slitin út eitt og eitt og sýna allsekki hvernig málin þróuðust. Eitt steinkast á lögreglumann getur sett þessar aðgerðir lögreglu í gang eða bara það að hópur manna hlekkji sig saman og sýnast ætla að standa í vegi fyrir laganna vörðum, og þó ég nefni steinkast þá er ég ekki að tala um það steinkast sem kom seinna í ferlinu.
EKKI SKPULÖGÐ MÓTMÆLI?
Þetta finnst mér vera einn stærsti þátturinn í þessu öllu. Annaðhvort eru bílstjórar að pakka sannleikanum inn í sellófón og þykjast aldrei hafa ætlað að loka þessum vegi heldur einungis verið í kaffi, eða þeir voru að plana þetta allann tímann sem mér finnst nú líklegra. Þeir hafa nú ekki sýnt það í sýnum aðgerðum að þeir séu "stærstu trukkarnir á bílastæðinu" (ef þið skiljið hvað ég á við) og verð ég að vera á móti skipulagningu þeirra aðgerða. Þessi hópur manna sem hefur það að atvinnu sinni að aka með vörur eða annað hlass þvert og endilangt um landið er hópur duglegra manna en þeir hafa ekki neina hæfileika til að skipuleggja svona mótmæli. Réttast hefði verið hjá þeim að ráða sér talsmann sem væri andlit þeirra útá við og sæi um skipulagningu aðgerða og passa að farið væri að lögum. Það er ekki ólöglegt að mótmæla en það er hægt að mótmæla ólöglega. Sturla sem er skipaður talsmaður í hópnum mæti í viðtal í Kastljós í gær og verð ég nú að segja að hann kom nú ekki vel útúr því viðtali. Sat þarna einsog lítill krakki sem nýverið hafði gert eitthvað prakkarastrik en þorði ekki að viðurkenna það. Talsmaður verður að hafa þá yfirvegun að ræða ásakin á sig og sýna á málefnalegann hátt og virða það að fólk sé ekki endilega sammála.
Ég stóð nú við hliðina á nokkrum af þessum mönnum sem þarna voru á Reykjanesbrautinni snemma morguns þegar þeir lokuðu þar í rúman klukkutíma og flestir þeirra stóðu bara og biðu eftir hvað "foringi þeirra" myndi gera og allt var unnið í góðri samvinnu við lögreglu sem þá var mjög fáliðuð á svæðinu. Þar var þetta betur gert. Þeir töluðu um ákveðinn tíma og lögreglan beið og rabbaði við þá á meðan klukkan tifaði. Svo þegar tíminn var búinn þá hoppuðu þeir uppí bílana og óku burt og góð mótmæli voru yfirstaðin (þó fluginu hafi ef til vill seinkað hjá sumum)
MÓTMÆLA HVERJU?
Þannig séð þá er stærstur hluti borgara að standa með atvinnubílstjórum án þess að vita hverju er verið að mótmæla eða hvað?. Þetta hafa bílstjórar aukið með því að hafa ekki of hátt um það hverju þeir mótmæla eða hafa þeir kanski breytt um málefni.
Ég man þegar atvinnubílstjórar byrjuðu þá var talað um mótmæli gegn háu eldsneytisverði en einnig að því sem snerti atvinnubílstjóra meira en það er hvíldarreglur þær sem eru lögboðnar. Hátt eldsneytisverð fá atvinnubílstjórar svosem greitt fyrir því á sama tíma og rekstur þeirra hækkar þá hækkar gjaldskrá þeirra. En reglur um hvíldatíma snerta þá beint og það hélt ég að mótmælin snéru um í upphafi. Þeir geta ekki með góðu móti fengið fólkið í landinum með sér í þá baráttu og því pakka þeir mótmælunum saman við hátt verð eldsneytis. Ég vill samt segja að ég er mjög sammála baráttu þeirra gegn þessum hvíldarlögum.
Það versta við þetta er að verð á eldsneyti er bara ekkert dýrar hér en annarstaðar í heiminum og ef eitthvað er þá er það ódýrara. Td Danmörk og Þýskaland hafa hærra verð á eldnseyti en kaupmáttur hér á Íslandi er bara verri. Kanski þeir ættu bara að byrja á að mótmæla kaupmættinum á Íslandi í staðin því þar gætu þeir gert eitthvað sem gagnast öllum. Matvöruverð myndi þá lækka fyrir íslendinga.
Ég mæli með því að atvinnubílstjórar haldi áfram að mótmæla en geri það bara á annann hátt en í gær. Td leggji þeir bílum sýnum þannig að ráðherrar komist ekki ferða sinna og þeirra dagskrá raskist. En þetta þarf bara að gera með löglegum mótmælum. Geir H Haarde hefur sagt að svona mótmæli skili eingu og ég held nú að hann sé ekkert að fara að snúa þeim orðum neitt. Breytið því um strategiu strax og fáið helst einhvern sem kann að mótmæla með ykkur í lið... Td Stefán Pálson eða einhver álika reyndur mótmælandi þó svo að persónulega sé ég oft ósammála honum.
POWER TO THE PEOPLE
Boðaðir í skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þjóðhátíðartjöld útum allan dal
14.4.2008 | 16:57
Í kjölfar athugasemdar minnar í bloggi Magga Braga um þjóðhátíðartjöldun vill ég setja mína hugmynd að breyttu legustæði fyrir þjóðhátíðartjöld eyjamanna hér á mitt blogg.
Maggi Braga segir eftirfarandi á vefsvæði sínu.
"Eitt stórt vandamál á Þjóðhátíðinni er að það fá ekki allir gott tjaldstæði fyrir hvíta tjaldið sitt. Sú þróun hefur átt sér stað að það hefur orðið fjölgun fjölskyldufólks sem mætir á Þjóðhátíð, sem er frábært. Hvítu tjöldin eru miklu stærri en þau voru á árum áður og landið sem boðið er upp á er ekki nægilegt.
Á þessu, eins og flestum vandamálum, er lausn og það er rétti tíminn að fara í þessi mál fljótlega. Það er að fylla upp í neðra svæðið og slétta úr tjaldsvæðinu. Þá fengist miklu meira og sléttara land. Sérstaklega þar sem göturnar á neðra svæðinu enda í snarpri brekku, en eftir sléttun myndu þær götur ná jafn langt í austur og þær á efra svæðinu."
Ég sé þessa hugmynd ekki ganga allveg upp þar sem landið liggur þannig að ekki er hlaupið að þessu nema með þeim mun stærri aðgerðum.Einfaldlega held ég að ávinningurinn sé ekki nægur til að réttlæta þá framkvæmd.
Mín hugmynd gengur útá það að snúa núverandi tjaldsvæði fyrir þjóðhátíðartjöldin aðeins til að vera í línu með veginum sem liggur framhjá vatnsbólinu. Þannig koma "göturnar" þvert á á þann veg. Við þetta verður að breyta brekkunni sem liggur við veltusund sem snúningnum nemur. Við þetta skapast mun betri nýting á efra svæðinu og einnig er stækkun á því neðra.
Ég tók mynd Frosta Gíslasonar af tjaldsvæðinu og sýni hér fyrir og eftir mynd til útskýringar.
Núverandi tjaldsvæði
Hugmynd mín að snúningi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björk á ekki rétt á þessu
21.3.2008 | 15:17
Hvar voru Björk og Megas?
Dr. Gunni gerir að umtalsefni á bloggsíðu sinni, en athygli vakti að hvorki Björk Guðmundsdóttir né Megas voru viðstödd til að taka á móti þeim verðlaunum sem þeim féllu í skaut.
Sigtryggur [Baldursson] og EÖB [Einar Örn Benediktsson] enn og aftur að sækja styttur fyrir Björk. Bjánalegt. Hætta að dæla þessu í kellu nema hún sæki sjálf. Henni er alveg sama þótt hún fái þetta ekki. Megas mætti auðvitað ekki heldur. Of kúl fyrir svona, skrifar doktorinn meðal annars.
Ég verð nú að standa með orðum doktorsins að hluta til.
Það að þau mæti ekki er nú af ágætis ástæðum í þessum tilfellum vona ég þó ég viti ekki ástæður þeirra. Megas sagði nú að hann færi of mikið frá fjöldskyldu sinni þó ekki væri bætandi á þetta hátíðahöldum en Bjork er á ferðalagi um asíu og lönd sem eru álíka langt í burtu og kanski bara þreyttur ferðamaður og nennir ekki að koma.
En Björk á bara í mínum huga ekki skilið að vera tilnefnd til þessara verðlauna nema ef upp yrði tekin sú hefð líkt og þekkist á mörgum öðrum verðlaunaafhendingum álíka þessarri að veita fyrir bestu erlendu plötuna og þessháttar. Björk er kominn í hóp erlendra platna í mínum huga að þeim forsendum að hún er gefin út af erlendu fyrirtæki.
Ég lít á að íslensku tónlistarverðlaunin séu uppskeruhátíð tónlistarmanna og útgefanda í íslandi.
Ég væri engu að síður til í að sjá verðlaun veitt fyrir þá tónlist sem er í dreyfingu á íslandi og þar gætu erlendir aðilar fengið verðlaun. BRIT verðlaunafhendingin veitir verðlaun fyrir besta international plötuna (sem reyndar bjork hefur fengið) og við gætm bara tekið þetta upp.. þá fær Bjork sín árlegu verðlaun frá íslandi.
Hér er samt hugmynd handa umsjónarmönnum íslensku tónlsitarverðlaunanna.
Árið 2010 verður hátíðin haldin 17.mars í nýju og fallegu tónlistarhúsi á hafnarbakkanum. Þetta er kjörið tækifæri til að gera hátíðina hina glæsilegustu en ekki vera þessi hallæris verðlaunaafhending sem hún var í ár þar sem salurinn var myndaður hálftómur eða hálffullur eftir því hvernig fólk lítur á það.
Árið 2010 væri hægt að verðlauna Bjork með heiðursverðlaunum um starf sitt til íslenskrar tónlistar fyrr og síðar og lokka hana í tilefni af því til að mæta og jafnvel taka eitt lag í lokin. Eftir þetta er hægt að líta á hana sem ofur verðlaunahafa og hætta í kjölfarið að tilnefna hana jafnt með litlum íslenskum nöfnum á borð við sprengjuhöllina, Hjaltalín og Pál Óskar sem virkilega vinna fyrir sýnum verðlaunum með blóð svita og tárum í stað þess að hafa möguleika að bæta sýna plötu með heimsklassa útsetjurum og þess háttar. Bjork tók sýna plötu upp að hluta til á bát sínum við bestu hugsanlegu aðstæður til letilífs í stað þess að liggja hér rétt fyrir sunnan land í 20 metrum og vinna við svipaðar aðstæður og "íslenskir" tónlistarmenn þurfa að vinna við.
Hvar voru Björk og Megas? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hraðar á vinstri akrein en þeirri hægri?
18.2.2008 | 17:46
Nú langar mig aðeins að rifja upp umræðu sem átti sér stað vegna hraða á götum bæjarins.
Það var verið að ræða hvort vinstri akrein ætti að vera sú hraðasta en það er líkt og fólk gleymi umferðareglum í því samhengi.
Sumir segja að vinstri akrein eigi allavega ekki að vera hægari en hægri akreininin... RANGT. Það hefur ekkert með hægri akreinina að gera hvað þú átt að keyra hratt á þeirri vinstri. Reglur segja til um það hve hratt má keyra. (það er hringlótta skiltið með tölunni inní)
En samt eru óskrifaðar reglur í þessu og þær eru nokkurn veginn svona
Sú akrein sem er lengst til hægri er sú hægasta og sú hraðasta lengst til vinstri. Á milli þeirra á þetta svo að vera að stigmagnast frá hægri til vinnstri..
Segjum að hámarkshraði sé 80 þá má sá sem er á akrein lengst til vinstri vera á 80... það meiga allir aðrir líka en ætlast er til þess að fólk velji sér akrein við hæfi. Gamli afi sem ekur þessa götu velur kanski að keyra á 50 og þá fer hann á þá akrein sem er lengst til hægri. Ef fólki mislíkar það beygir það einfaldlega á þá næstu til vinstri.
Svo eru apar sem hanga aftan í rassinum á þeim sem ekur um á hámarkshraða og ætlast til að hann fari til hægri þar sem jafnvel fólk er að aka á 70..
Ártúnsbrekkan er ágætt dæmi..
Held að hámarkið þar sé 80 og akreinarnar er 4 talsins
Þá ætti þetta að líta nokkurnveginn svona ! 80 ! 70 ! 60 ! 50 !
Með þessu formi kemst fólk vonandi heilt á milli A og B... Og um leið pössum við uppá hvort annað með að hægja á apanum sem vill bruna upp brekkuna á 110.
Sýnum skynsemi fólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skiptið um sand í sandkassanum krakkar!
21.1.2008 | 20:24
Það er allveg dásamlegt að fylgjast með þessum skoffínum þarna í ráðhúsinu.
Ætli það þurfi ekki bara að skipta um sand í sandkassanum þarna í bílageymsluhúsinu við Reykjavíkurtjörn.
Hver vill vera Borgarstjóri tímabilið Apríl - Júní?
Nýr meirihluti í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pínleg misstök í jólastressinu
17.12.2007 | 21:11
Já það var heldur en ekki pínleg staða sem ég lenti í fyrr í dag. Þannig er að ég hafði samið jólalag og langaði að deila því með nokkrum vel völdum einstaklingum sem ég þekki. Lagið er á myspace síðunni hjá Mekbuda og því auðvelt að senda bara link á alla á msn contact listanum mínum sem ég vildi að hlustuðu á lagið. Uþb 15 manns voru þegar þetta var online og ég klikkaði það fyrsta og skrifaði smá skilaboð um að ég myndi ekki senda jólakort í ár heldur senda jólalag til fólks. Í lokin á þessu skrifaði ég svo Hér er jólakortið mitt í ár (og eftir fylgdi hlekkur beint á myspace síðuna)
Þennan texta kóperaði ég svo í nokkra glugga og sendi jafnóðum. Svo þegar ég var búinn að kíkja á þetta þá klikkaði ég á linkinn og í sama augnabliki byrjuðu allar "línur" að loga neðst á skjánum mínum.. Ég hafði víst í byrjun tekist að skrifa mypsace.com í stað myspace og munurinn á þessu tvennu er afar einfaldur..
Eitt er einhver klámsíða og hitt er okkar ástkæra MySpace... Það þarf ekki að spyrja að því hvað fólk var að segja við mig næstu mínúturnar... Ég sat eldrauður í framan og skammaðist mín á meðan hugur minn fór í hendingskasti yfir það hvort ég hafi nokkuð sent þetta á mömmu eða einhverja ættingja sem ekki hafa aldur til að sjá svona fínheit.
Hér er svo réttur linkur á lagið sem ég svo stoltur vildi sýna fólki.. www.myspace.com/mekbuda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)