Færsluflokkur: Bloggar

Miðinn minn í strætó.

busticketBorgaði í morgunn með nýuppfærða strætóappinu á snjallsímanum mínum í strætó. Appið eða snjallsímaviðbótina sem leyfir mér að borga fargjaldið í gegnum farsímann minn. Algjör snilld ef þú spyrð mig.
Þurfti reyndar að útskýra þessa tæknivæðingu vinnuveitandans fyrir
vagnstjóranum sem fussaði og sveiaði í fyrstu eftir að hafa sagt "hvað
er þetta?" eftir að ég hafði sýnt honum flotta farsímann minn með nývirkjuðum farmiðanum á skjánum. Þetta var spurning sem ég svaraði honum vinsamlega, og spurði
hvort þeir væru ekki upplýstir um þessa nýjung.

Undir skiltinu "VIÐRÆÐUR VIÐ VAGNSTJÓRA BANNAÐAR") stóð ég hjá fróðleiksfúsum vagnstjóranum og fór yfir það hvernig ég keypti miða, borgaði með kreditkorti og svo loks virkjaði miðann þegar ég steig uppí vagninn. "þetta er nú bara fyrir einhverja tölvunarfræðinga" sagði hann krúttlega. En mér sýndist hann hafa séð ljósið og mun eflaust taka næsta farsímaveifandi strætónotenda fagnandi öllu fróðari um hvað tæknin er komin langt á veg.

Tökum strætó, því það er stuð, líka fyrir snjallsímanotendur. 

 


Hvað gerir mig að íslendingi ?

Hér er tæmandi listi yfir það sem gerir mig að íslendingi. 

Það er jú fullveldisdagur íslendinga í dag.  

Nr. 1

ég fæddist á Íslandi. 

Lista lokið

 

Að öðru leiti erum við öll eins og þessvegna skulum við hætta öllum fordómum og kjánalegheitum í garð hvors annars. 


Til hamingju Ísland !

Picture 1

í Fréttablaðinu í dag kom upp um kjánaleg misstök markaðsstjóra BL þegar auglýsing fyrir nýjan Land Rover er birt með fyrirsögninni "ÞAÐ GETA EKKI ALLIR VERIÐ GORDJÖSS"  og svo fylgt á eftir með "ÞAÐ ER MIKIÐ Í MIG LAGT". 

Þeir sem vel eru að sér í íslenskri tónlist (og jafnvel líka þeir sem eru allveg útá þekju í þeim efnum) áttuðu sig eflaust hvaðan þessi hending var fengið að láni. En þar virðist hnífurinn standa í kúnni, því Memfismafían hafði ekki gefið leyfi fyrir notkunn þessari og höfðu þeir því samband við lögfræðing sinn. BL gerði það eina rétta í stöðunni og tók auglýsinguna úr birtingu og auk þess afsaka þeir sig. Vel gert það. En svo er spurning afhverju markaðsstjóri BL vissi ekki að þetta mætti ekk? Hann lærði þú allavega af þessu og samþykkir næst ekki hvað sem er frá auglýsingastofunni sem í þessu tilfelli er ENNEMM

skaddadstyri

En svo fór að bera á svipuðum tilfellum í fjölmiðlum í dag og ljóst að mönnum í þessum bransa hefur þótt þetta viða skemmtilegt. mbl.is setti þessa frétt á vefinn í umfjöllun sinni um strand fluttningaskipsins Green Freezer við FáskrúðsfjörðMeð Skaddað stýri og laskaða vél.  

Vitna þeir þar að sjálfsögðu í lagið Syneta með Bubba Morthens sem hann samdi texta við erlent lag og fjallaði um strand Syneta sem strandaði á Skrúðnum við Fáskrúðsfjörð 2.jóladag 1986.

netflix

Og svo taka þeir snillingarnir sig til á facebooksíðu Nútímans að vitna líka í íslenskann texta í sinni frétt um Netflix og þær áætlanir stórfyrirtækja í skemmtanabransanum að láta loka á aðgang erlendis frá að Netflix veitunni í Bandaríkjunum. Það segja Nútíma menn Is it tue ?  Is it over  ? 

Það er greinilega gaman að vera blaðamaður á Íslandi í dag.. menn með tilvitnanir allveg hægri vinstri.  

 

Ég hlýt að finna fleirri svona fréttir. Þetta er stórskemmtilegt.

Að sjálfsögðu kom aldrei annað til greina að að vitna í eitt besta lag íslandssögunnar og texta Silviu Nótt í fyrirsögn við þetta blogg.  

 

 


Um Þjóðhátíð sem fjölskylduhátíð.

Þjóðhátíð.

Þjóðhátíð Vestmannaeyja, þessi stærsta útihátíð landsins sem í ár verður haldin í 140. skiptið er rétt handan við hornið. Það eru 66 dagar í þetta þegar þetta er skrifað.

Hátíðin í ár stefnir í að verða langstærsta þjóðhátíðin til þessa. Þetta þori ég að segja því að hljómsveitir sem bókaðar hafa verið í ár eru fjölbreyttari en áður hefur verið og trekkja að ólíka hópa. Margir listamannanna hafa komið áður, en sumir eru að koma í fyrsta skiptið sem sýnir einmitt að þjóhátíðarnefnd er að velta fyrir sér stefnum og straumum, þó gömlu andlitin skjóti líka þarna uppi kollinum. Nú er búið að kynna eftirfarandi.

Quarashi-Kaleo-Mammút-Skítamórall-Jónas Sigurðsson-Sverrir Bergmann-Fjallabræður-Sálin Hans Jóns Míns-Skálmöld-Skonrokk-Helgi Björnsson-Jón Jónsson-Friðrik Dór-Emmsjé Gauti-Retro Stefsson-Páll Óskar. Þannig lítur þetta út þegar þriðju kynningu hljómsveita er lokið. 

En að þessari upptalningu lokinni hlýtur maður að spyrja sig hvað með börnin ?

Á heimasíðu hátíðarinnar segir "Þjóðhátíð er fjölskylduhátíð í háum gæðaflokki."  Ég spyr mig því í ljósi þess, verandi alinn upp við það að vera nær oftast á þjóðhátíð, en verandi nú foreldri sem vænti þess að höfðað sé til mín jafnt sem barnanna á fjölskylduhátíð.

Ég man að það var alltaf stórskemmtilegt að fara á brúðubílinn. Þar sátum við börnin í þyrpingu og borðuðum popp og risavaxinn sleikjó og horfðum á Lilla apa og öll skemmtilegu dýrin hennar Helgu Steffensen. Og viti menn, þetta get ég sýnt börnunum mínum nú uþb. 30 árum seinna. Þetta sama atriði og gefið þeim eins sleikjó og popp. En svo get ég líka boðið þeim að horfa á barnaball á litla pallinum eða horfa á söngvakeppni barnanna, og einnig get ég boðið þeim uppá frjálsíþróttasýningu eða fimleikasýningu. En ef mig er ekki að skjátlast er þetta þar með upptalið og nær óbreytt ár frá ári öll þessi ár.

Það er nefnilega risavaxið skarð í uppfærslu dagskrár þjóðátíðar. Það er einsog viljinn til að halda við þessari hlið þjóðhátíðar, fjölskylduátið sé enginn. Allt púðrið fer í það að gera kvöldin sem stærst,mögnuðust og um leið trekkja sem mestan fjölda að hátíðinni, sem svo á móti skapar tekjur fyrir hátíðarhaldara. Það er nefnilega þannig að börnin skapa ekki neinar tekjur fyrir þjóðhátíðina, þau eru hálfgerð "viðhengi" foreldranna sem reynum að koma inní þau þessari stemmingu sem við munum öll eftir síðan í æsku.

En satt best að segja renna þessar minningar bara saman í eitt hvað mig varðar allavega. Ár eftir ár sá ég það sama á daginn brúðubílinn,frjálsar og barnaball. Annars hljóp maður um dalinn og reyndi að sníkja pening af hinum og þessum mönnum, sem maður kallaði róna til að kaupa nammi fyrir, eða jafnvel leikfangabyssur sem voru enn áhrifameiri til þess að ná peningum af fyrrgreindum "rónum". Þegar kvöldvakan kom settist fjölskyldan niður á teppi í brekkunni og horfði á einhver "leiðinleg lög með einhverjum leiðinlegum köllum" sem foreldrarnir voru voða spenntir fyrir. Á meðan beið ég eftir að unglingarnir sem drösluðust með ískassana kæmu til að fá ís (annar af hápunktum kvöldanna fyrir börnin) áður en ég svo sjálfum komst á þann aldur og ákvað að eyða tímanum með að vera svona íssölumaður í brekkunni.  Svo var brenna,flugeldar eða brekkusöngur lokapunkturinn á kvöldinu hvað mig varðaði einsog þumalputtareglan er svona að jafnaði með börn í dalnum, og haldið var með mig heim í bekkjabíl og heim að sofa. Og svona held ég bara að þetta sé svolítið enn.

Þessi samvera fjölskyldunnar er bara hugsuð í þessari gömlu uppskrift og ekkert breytist. Er ekki kominn tími til að uppfæra eitthvað dagskránna með tilliti til barnanna?  Færum td. það sem börnin eru hangandi allt kvöldið bíðandi eftir framar, gerum daginn að frábærri skemmtun fyrir börnin og hugsum til barnanna okkar og um þarfir þeirra. Ég hef nefnilega tekið eftir því að sorglega fá börn eru í raun og veru í dalnum á daginn sem skilur eftir þá leiðinlegu staðreynd að samveran með fjölskyldunni er svolítið mikið á forsendum foreldranna þarna um kvöldið allt þar til flugeldar,brenna eða brekkusöngur slútta kvöldi barnanna.  

Ef við horfum á krakka í Herjólfsdal þá eru margir þar hlaupandi um langt frameftir án fylgdar foreldra eða forráðamanns en samkvæmt barnaverndarlögum er útivistatími barna 12 ára og yngri til 22:00 en 13-16 ára til 24:00  frá 1.maí - 1.september.

Það sem kannski vakir helst fyrir mér í þessum skrifum er að benda á að þetta tvennt fer kannski ekki saman. Að auglýsa þetta sem fjölskylduhátíð, en um leið einblína nær eingöngu á ungt fólk í sem eru að stíga sín fyrstu skref á útihátíðum og flykkjast til Vestmannaeyja þar sem þau koma saman við heimamenn sem eru nú uþb. eingöngu 20% af heildarfjölda í Herjólfsdal. Kannski erum við smátt og smátt að gleyma barnadagskránni í öllum asanum að græða á aðkomufólki ?

Td. legg ég til að bætt verði hressilega við barnadagskrána og jafnvel fært eitthvað af henni framyfir kvöldmatinn og henni líka gerð meiri skil í auglýstri dagskrá. Það er lítið spennandi að flétta gömlum dagskrám og sjá að hún er nánast orðrétt ár frá ári. Þessi litli pakki sem að því er virðist þarf bara að vera þarna.. En sjón er sögu ríkari  dagskrá2010     dagskrá2011   dagskrá2012    dagskrá2013

 

En kannski er ég að sjá þetta alrangt og hef stigið inná "jarðsprengjusvæði" og þætti mér þá gaman að fá það að vita. Það er jú bleikur fíll í herberginu. 

 

 

  

 

 

 

 


Útboð um nýja ferju (Nýr Herjólfur)

Nú hafa Ríkiskaup farið af stað með útboð um smíði nýrrar ferju til siglinga milli Lands og Eyja, og hljótum við öll að fagna því. Útboðsgögn fást hér fyrir áhugasama.

Það er vissulega ákveðin endurtekning að heyra af þessu í ljósi frétta af þessu frá árinu 2013. Hér má svo sjá ummæli Ögmundar, þáverandi Innanríkisráðherra segja allskonar, td. "tilbúin eftir 2 ár".  

En ég tel nú reyndar einsog svo margir að vandinn liggji ekki eingöngu í þessari ferju. Það hlýtur að vera krafa um að þetta mannvirki sem farið var í að gera í Landeyjarhöfn verði fullhannað miðað við aðstæður sem við búum við hér á þessum hluta lands. Það var vissulega ekki gert held ég að við getum hæglega sagt.

En þangað til þá hef ég ákveðið að leggja þetta "farartæki" til sem frávikstilboð í núverandi útboði. Hugmyndin er sáraeinföld. Herjólfur siglir útúr höfninni í Vestmannaeyjum og siglir til Landeyjahafnar ef ölduhæð,straumar og sandmagn innan hafnar leyfir. Ef það er ekki hægt er ekkert annað að gera en að smella út vængjunum og hýfa sig á loft og nota Bakkaflugvöll til lendingar. Þarna er búið að leysa mörg vandamál við að hafa þessar tvær hafnir sem nú eru notaðar svona langt frá hvor annari. 

Vissulega fylgja þessari hugmynd minni einhver vandamál sem þarfnast úrlausna, en ég tel þau ekkert vera minni en þau vandamál sem liggja nú fyrir með núverandi aðstæður í Landeyjarhöfn, þó svo að ný ferja komi.  

Svo fyrir utan kostina fyrir siglingar milli lands og Eyja þá býður þetta uppá helling af öðrum kostum og gefur því sem nú kallast "flug og bíll" allveg nýja merkingu.  

 

Flyjolfur

Undarlegt Smartland Mörtu Maríu

Þykir Marta María nú ekkert koma sérstaklega sterk inn í umfjöllun sinni um þetta. Set nokkrar athugasemdir sem mér finnst koma illa út, Mínar athugasemdir eru feitletraðar og hefðu getað verið fleirri.  Hver er tilgangur MBL með þessu ?

------------

Í einu af betri hverfum borgarinnar AFSAKAÐU MIG, Í BETRI HVERFUM ???? býr fjögurra manna fjölskylda í huggulegri fjögurra herbergja íbúð. Íbúðin var byggð ATH AÐ ÍBÚÐIN VAR BYGGÐ. HÚS ERU BYGGÐ OG ÞAR ERU ÍBÚÐIR árið 2004 og völdu húsráðendur allar innréttingar inn í íbúðina. Á gólfunum er eikarparket og fataskápar og innihurðar í sama við SEMSAGT EIKARPARKET,FATASKÁPAR OG INNIHURÐIR Á GÓLFINU . Þegar fjölskyldan flutti inn var stofan, eldhúsið, borðstofan og herbergisgangurinn í einu rými HA, HVERNIG LÝSING ER ÞETTA. Húsmóðirin á heimilinu vildi ekki ákveða strax hvernig íbúðin yrði stúkuð niður og ákváðu þau að búa í íbúðinni í svolítinn tíma áður en framhaldið væri ákveðið.

Til að brjóta rýmið upp leituðu þau til Kristínar Brynju Gunnarsdóttur innanhúsarkitekts. Hún hannaði glæsilegan vegg HANNAÐI VEGG ER KANSKI SVOLÍTIÐ MIKIÐ Í LAGT sem stúkar rýmið af þannig að öll svæði njóti sín sem best og sem best nýting væri í öllum rýmum.

Veggurinn, sem er í T-laga, hefur þríþætta nýtingu. Við ganginn lét Kristín Brynja útbúa bekk með skúffum og svo var sett pulla ofan á. Á vegginn var settur spegill og veggljós.  Þetta er ekki bara fallegt heldur ákaflega praktískt. Á vegginn í svefnherbergisálmunni setti Kristín Brynja veglega skrifstofuaðstöðu með stóru skrifborði og efri skápum. Það er því hægt að loka alla pappíra inni í skáp. Í stofunni kemur veggurinn vel út því þar voru settar hillur sem fara vel á veggnum.

Húsmóðirin segir að veggurinn hafi gjörbreytt stemningunni á heimilinu.

----


mbl.is T-laga veggur breytti heimilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona færðu Stöð 2 áskiftir fyrir nánast ekkert !

Kæri Páll Magnússon.

Þú hefur boðiðst til að reiða fram 90 milljónir til að þjóðin sjái handboltann í beinni, opinni dagskrá. Að því er virðist er litið á þetta tilboð sem brandara hjá Ara og félögum í 365.

Hér er álíka góð hugmynd og þetta tilboð þitt, ef ekki betri

SJÓNVARPSLOTTÓ RÚV

Til sölu næstu dagana er lottómiði á 500 krónur.

Fyrir 90 milljónir fást rúmlega 14 þúsund áskriftir af Stöð 2 sport.

Vinningar eru alls 20000 áskriftir af stöð 2 sport
(14000 áskriftir kosta nánast það sama og tilboðið hljóðaði uppá )

Geri ráð fyrir að allavega 20 þúsund miðar seljist sem gerir sem skilar 10 milljónum inn. Geri ráð fyrir milljón í gerð heimasíðu sem sér um lottónúmerin. það skilar í þá 9 milljónum sem hægt er að kaupa aðra 1400 áskriftir.

Með þessu móti eru yfir 20 þúsund heimili til viðbótar komin með stöð 2 sport og eflaust búið þá að dekka handboltaþörf allra heimila í landinu (býst við að mikill fjöldi sé nú þegar búinn að kaupa sér áskrift.....

;)
En umfram allt munum að öskra
Áfram Ísland hvort sem það er í opinni dagskrá eða læstri...


mbl.is „Verið að læsa HM í kústaskáp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljómar ekki vel

Á morgun hækka fargjöld í Strætó úr 280 krónum í 350 krónur. Síðustu ferðum á kvöldin fækkar einnig og fjárframlög til Strætó minnka. Ég spyr því í hvaða átt er verið að fara með strætó ? Mér sýnist þetta vera afturför á þjónustu sem var ekki góð að mínu mati. Það er eitthvað ekki að passa inní þessa áætlanir strætó við þá staðreynd að þeir hljóta að vilja fá fólk til að nota strætó. Það að hækka fargjöld og minnka ferðir getur ekki skilað auknum farþegafjölda heldur þverrt á móti fækkað þeim sem telja þetta sem hyggilegan kost. Td þegar 4 ferðast saman þá er ódýrara í mörgum tilfellum að taka bara leigubíl sem skilar fólki frá stað A - B án auka króka og aukins ferðatíma.
Allir í strætó
mbl.is Dýrara að ferðast með strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu orðið tímabært að færa klukkuna í takt við sólina

Þetta hefur verið rætt svo oft en alltaf lítið fylgt á eftir umræðunni. Við værum þá í takt við önnur lönd sem færa sýna klukku fram og aftur eftir sumri eða vetri.

Þá þurfum við bara að læra þetta með garðhúsgögnin inn = klukkan aftur á bak um einn tíma og garðhúsgögnin út = klukkan færð fram um einn tíma.

Í framhaldi af refaumræðunni sem komin er með refi í Reykjavík er skemmtilegt að benda á að þegar klukkan er færð fram um einn tíma í Danmörku verða fleirri slys þar sem refir verða undir bílum en vikuna áður, enda refurinn ekki allveg að átta sig á því að allir skunda útá götu klukkutíma fyrr en venjulega. Þannig að svona klukkubreyting getur haft áhrif víða. 

Jill Stewart Clock. http://www.jillstewart.co.uk ath að myndin tengist ekki þessari færslu beint 


mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að horfa framhjá honum í vali Íþróttamanns ársins

Það verður erfitt fyrir íþróttafréttamenn að horfa framhjá Gunnari þetta árið í vali á íþróttamanni ársins líkt og gert var síðasta ár. En reglur keppninar bjóða reynda uppá það að horfa framhjá honum en krafan er orðin enn meiri en hún var í síðasta kjöri. Íþróttafréttamenn segja af þessu fréttir og ættu því að geta valið hann.... Skora á íþróttafréttamenn að kjósa rétt þetta árið..

 

536747B
mbl.is Gunnar Nelson á heimslistann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband