Útboð um nýja ferju (Nýr Herjólfur)

Nú hafa Ríkiskaup farið af stað með útboð um smíði nýrrar ferju til siglinga milli Lands og Eyja, og hljótum við öll að fagna því. Útboðsgögn fást hér fyrir áhugasama.

Það er vissulega ákveðin endurtekning að heyra af þessu í ljósi frétta af þessu frá árinu 2013. Hér má svo sjá ummæli Ögmundar, þáverandi Innanríkisráðherra segja allskonar, td. "tilbúin eftir 2 ár".  

En ég tel nú reyndar einsog svo margir að vandinn liggji ekki eingöngu í þessari ferju. Það hlýtur að vera krafa um að þetta mannvirki sem farið var í að gera í Landeyjarhöfn verði fullhannað miðað við aðstæður sem við búum við hér á þessum hluta lands. Það var vissulega ekki gert held ég að við getum hæglega sagt.

En þangað til þá hef ég ákveðið að leggja þetta "farartæki" til sem frávikstilboð í núverandi útboði. Hugmyndin er sáraeinföld. Herjólfur siglir útúr höfninni í Vestmannaeyjum og siglir til Landeyjahafnar ef ölduhæð,straumar og sandmagn innan hafnar leyfir. Ef það er ekki hægt er ekkert annað að gera en að smella út vængjunum og hýfa sig á loft og nota Bakkaflugvöll til lendingar. Þarna er búið að leysa mörg vandamál við að hafa þessar tvær hafnir sem nú eru notaðar svona langt frá hvor annari. 

Vissulega fylgja þessari hugmynd minni einhver vandamál sem þarfnast úrlausna, en ég tel þau ekkert vera minni en þau vandamál sem liggja nú fyrir með núverandi aðstæður í Landeyjarhöfn, þó svo að ný ferja komi.  

Svo fyrir utan kostina fyrir siglingar milli lands og Eyja þá býður þetta uppá helling af öðrum kostum og gefur því sem nú kallast "flug og bíll" allveg nýja merkingu.  

 

Flyjolfur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband