Þjóðhátíðartjöld útum allan dal

Í kjölfar athugasemdar minnar í bloggi  Magga Braga um þjóðhátíðartjöldun vill ég setja mína hugmynd að breyttu legustæði fyrir þjóðhátíðartjöld eyjamanna hér á mitt blogg.

 Maggi Braga segir eftirfarandi á vefsvæði sínu.

"Eitt stórt vandamál á Þjóðhátíðinni er að það fá ekki allir gott tjaldstæði fyrir hvíta tjaldið sitt.  Sú þróun hefur átt sér stað að það hefur orðið fjölgun fjölskyldufólks sem mætir á Þjóðhátíð, sem er frábært. Hvítu tjöldin eru miklu stærri en þau voru á árum áður og landið sem boðið er upp á er ekki nægilegt.

Á þessu, eins og flestum vandamálum, er lausn og það er rétti tíminn að fara í þessi mál fljótlega. Það er að fylla upp í neðra svæðið og slétta úr tjaldsvæðinu. Þá fengist miklu meira og sléttara land. Sérstaklega þar sem göturnar á neðra svæðinu enda í snarpri brekku, en eftir sléttun myndu þær götur ná jafn langt í austur og þær á efra svæðinu."

Ég sé þessa hugmynd ekki ganga allveg upp þar sem landið liggur þannig að ekki er hlaupið að þessu nema með þeim mun stærri aðgerðum.Einfaldlega held ég að ávinningurinn sé ekki nægur til að réttlæta þá framkvæmd.

Mín hugmynd gengur útá það að snúa núverandi tjaldsvæði fyrir þjóðhátíðartjöldin aðeins til að vera í línu með veginum sem liggur framhjá vatnsbólinu. Þannig koma "göturnar" þvert á á þann veg. Við þetta verður að breyta brekkunni sem liggur við veltusund sem snúningnum nemur. Við þetta skapast mun betri nýting á efra svæðinu og einnig er stækkun á því neðra.  

Ég tók mynd Frosta Gíslasonar af tjaldsvæðinu og sýni hér fyrir og eftir mynd til útskýringar.  

Núverandi tjaldsvæði                               

1068206839_tjodhatid_DSCF0401














Hugmynd mín að snúningi
hugmynd af tjaldsvædum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband