Stórgóð skemmtun í Laugardalnum með skömm þó

Það var frábært að fara með soninn Loga og Oliver vin hans að sjá "þeirra" félag spila á móti FH. Leikurinn var stórkostleg skemmtun allt frá fyrstu mínútu þegar Hjörtur kom Þrótti yfir eftir eitthvert klafs í teignum. Leikurinn var jafn allann tímann og endaði svo á því að Eysteinn þjálfari drengjanna skoraði jöfnunamark í blálok leiksins og það eina sem gerðist markvert eftir þetta mark var að Þróttur gerðu skiptingu og maðurinn rétt náði að klöngrast inná völlinn áður en var flautað af.. 

Öll mörk Þróttar komu úr föstum leikatriðum Þ.e MIÐJA, AUKASPYRNA, HORN og AUKASPYRNA Smile

Ég gerðist laumufarþegi FH megin í seinni hálfleik og varð þar vitni af nokkrum fullorðnum karlmönnum hafa mjög mikið vit á fótbolta og þá sérstaklega hvað telst brot þegar brotið er á Fh-ingum.. Þessu fylgdu orð sem amma þeira hefði ekki verið stolt af að heyra mennina segja en verst af öllu var að með þessum mönnum var undantekningalaust börn þeirra með við hliðina.. Frábært fordæmi eða hitt þó heldur... Held að fullorðnir karlmenn ættu að hugsa aðeins hvað þeir láta útúr sér í hita leiksins.. Eitthvað er eflaust sagt ef börn þeirra nota svo þessi sömu orð í návist foreldra sinna... SKAMM SKAMM ALLIR SEM KANNAST VIÐ ÞETTA....

 

Hetja drengjanna sem ég fékk að fara með á völlinn í kvöld var þessi maður sem ég smellti mynd af...

Eysteinn Kapteinn þeirra röndóttur

Eysteinn 19.05.2008


mbl.is Eysteinn tryggði Þrótti stig með marki í uppbótartíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

já það er gaman að vera raddlaus Þróttari eftir svona leik

Gunna-Polly, 19.5.2008 kl. 22:39

2 identicon

Já, þetta var ekki leiðinlegt. Svo segir einhvers staðar í textanum " þar við saman munum standa, horfa á leikinn hönd í hönd" Gunna mín, svo þetta er bara alltílæ.

Solla (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 00:16

3 identicon

Sæll Stefán. 
Við feðgar hefðum gjarnan viljað vera á hinum glæsta Valbjarnarvelli í gær.  Fannar Máni brosti hinsvegar hringinn þegar hann fór í skólann í morgun í Þróttarbúningnum   "...spáðu í því pabbi, Eysteinn jafnaði á síðustu mínútunni" sagði gutinn áður en hann kvaddi.

Fannar Máni saknar Loga og Olivers og allra hinna félaganni í Þrótti mikið en verður að láta sér nægja að mæta í Þróttarbúningnum á æfingar hér í Svíþjóð í staðin.

 Kveðja frá Svíaríki

Fjalar "Þróttarapabbi" (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband