Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Pínleg misstök í jólastressinu

Já það var heldur en ekki pínleg staða sem ég lenti í fyrr í dag. Þannig er að ég hafði samið jólalag og langaði að deila því með nokkrum vel völdum einstaklingum sem ég þekki. Lagið er á myspace síðunni hjá Mekbuda og því auðvelt að senda bara link á alla á msn contact listanum mínum sem ég vildi að hlustuðu á lagið. Uþb 15 manns voru þegar þetta var online og ég klikkaði það fyrsta og skrifaði smá skilaboð um að ég myndi ekki senda jólakort í ár heldur senda jólalag til fólks. Í lokin á þessu skrifaði ég svo Hér er jólakortið mitt í ár (og eftir fylgdi hlekkur beint á myspace síðuna)

Þennan texta kóperaði ég svo í nokkra glugga og sendi jafnóðum. Svo þegar ég var búinn að kíkja á þetta þá klikkaði ég á linkinn og í sama augnabliki byrjuðu allar "línur" að loga neðst á skjánum mínum.. Ég hafði víst í byrjun tekist að skrifa mypsace.com í stað myspace  og munurinn á þessu tvennu er afar einfaldur..

Eitt er einhver klámsíða og hitt er okkar ástkæra MySpace... Það þarf ekki að spyrja að því hvað fólk var að segja við mig næstu mínúturnar... Ég sat eldrauður í framan og skammaðist mín á meðan hugur minn fór í hendingskasti yfir það hvort ég hafi nokkuð sent þetta á mömmu eða einhverja ættingja sem ekki hafa aldur til að sjá svona fínheit. 

Hér er svo réttur linkur á lagið sem ég svo stoltur vildi sýna fólki..   www.myspace.com/mekbuda

 

 

mypsace

 


Eyja Factory

Já það hafa í gegnum árin komið ágætis knattspyrnumenn frá eyjum og svo skemmir ekki að í ár er það eyjapeyjinn Hemmi Hreiðars og eyjaskvísan Margrét Lára sem hrepptu titlana Knattspyrnukona og Knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ .. Til hamingju með þetta bæði tvö

eyja factory


mbl.is Hermann knattspyrnumaður ársins 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólalagakeppni Rásar 2 (mitt álit)

Hér ætla ég að gefa lögunum í jólalagakeppni rásar 2 árið 2007 stjörnu frá 0-10

 Mörg lögin alveg ágæt þarna,sum betri en önnur

 

Jólalagakeppni Rásar 2

Gjöfin mín ert þú (Daníel Geir og Jólabandið)

Lag sem er í anda Blink 182 eða Sum41. Mér finnst nú ekki mikið varið í þá tónlist og líður þetta lag nokkuð fyrir það.   Textinn er ágætur og hjálpar það laginu uppí 5 stjörnur

Bréf til jólasveinsins (Hollendingarnir fljúgandi)

Jazz jólalag sem skilur ekki mikið eftir sig. Finnst lagið detta inní einhver önnur jólalög inná milli þó ég nái ekki að gera mér grein fyrir því hver þau eru. 4 stjörnur 

Manstu gömlu jólin (Ragnar Bjarnason)

Ágætt lag frá Ómari þarna en þó finnst mér söngurinn hjá honum Ragga Bjarna vera nokkuð misstækur. Þetta er lag sem er þægilegt í hlustun og fær 6 stjörnur 

Bernskunnar jól (Túpilakar)

Lag sem ég féll fyrir við fyrstu hlustun, Túpilakar eru nú hressir og skilar það sér bæði í lagi og texta. Mjög vel unnið lag og fær 8 stjörnur  

Jólagjafablús (Guðmundur I. Þorvaldsson)

Ég get ómögurlega skilið Rás2 að hafa valið þetta áfram. Hræðilegt að mínu mati þó svo að í þessu séu jákvæðir kaflar þá er þetta bara of einhæft og fær ekki nema 3 stjörnur 

Heill þér Jesú (Hraun)

Svavar Knútur er skrifaður fyrir þessu lagi og Hraun flytja. Ég sakna þess sem maður heyrir hjá Hraun venjulega. finnst þetta vera ágætt lag en einhvernveginn gleymist það um leið og lagið klárast. Þetta er of þungt en þjóðlegt er það og dettur inní stórskemmtilegann kafla . En lagið er 8 mínútur og það er of mikið. Lagið er gott en passar ekki þarna í þessari keppni   7 stjörnur fær lagið samt ef litið er framhjá því hvaða keppni þetta er. Ef þeir vinna keppnina þá er það eingöngu útá nafnið

Um þessi jól (Hrönn Sigurðardóttir)

Fallegt lag og vel sungið. Hátíðlegt lag og er nokkuð "save" jólalag 8 stjörnur 

Jól (Krossmenn)

Óttarlega dapurt lag og slöppur laglína. Textinn ágætur 4 stjörnur 

80 kvenna jól (Helgi og hljóðfæraleikararnir)

Ef textinn væri annar væri þetta frábært lag á barnaplötu. Ég er ekki neitt rosalega hrifinn af þessum texta og get ómögulega skilið hvað hann er að fara með því að syngja um fjölkvæni. Þetta er fyndið uppað vissu marki en þó ekki nóg til að heilla mig 5 stjörnur 

Frið á jörðu (Ólafur Þórarinsson)

Þarna er Óli í Mánum með lag sem minnir mig á papana og Mána. Stórgott lag og eitt af betri lögunum í keppninni. 8 Stjörnur

 

 

Mitt atkvæði dettur á Bernskunnar Jól með Túpilakar. 


Ágætur byrjendagítar til sölu á 500 þúsund

Fannst mjög fyndið að Gipson skuli hafa sagt þetta vera góðan byrjendagítar þar sem byrjendur eiga oft erfitt með að stillingar. Þetta held ég að sé kjánalegt, að sjálfsögðu þarf fólk bara að læra að stilla gítarana,( svo ekki sé talað um verðið á svona gítar) Það væri kanski bara hægt að hafa gítarinn meira sjálfvirkann því það verður nú að teljast algengt einnig að byrjendur eiga í erfiðleikum með að spila á gítarSmile.

 

Annars er þetta svona uppfinning sem maður hugsar "afhverju var manni ekki búið að detta þetta í hug fyrr".

Annars sé ég margt spennandi við þessa hugmynd og fagna henni..


mbl.is Sjálfstillandi gítar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veggjakrots gagnagrunnur á íslandi

Nú veit ég ekki hvernig lögreglan heldur þessu til haga hér á Íslandi en í Kaupmannahöfn Danmörku hefur um nokkurra ára skeið verið haldið úti gagnagrunnur sem heldur utanum veggjakrot sem gert hefur verið. Þarna er safnað saman öllu því veggjakroti sem tilkynnt er í formi mynda og því auðvelt mál fyrir lögreglu að sjá umfang skaðans þegar veggjakrotari næst. Með því einu að skoða gagnagrunninn er hægt að sjá hvar viðkomandi hefur áður verið og hægt er að dæma eftir því. Í þessum gagnagrunni dana sem Kaupmannahafnar kommuna í samstarfi við DSB (danska lestarkerfið) stendur að er talað um að því fleirri sem eru með í baráttunni á móti veggjakroti því betra.

http://systemgraffiti.dk/index.htm

Annað sem húseigendur geta gert er að hafa alltaf tilbúna málningu og mála yfir veggjakrot strax þegar það uppgvötast því ekkert kemur betur í veg fyrir áframhaldandi skemmdir ef að veggjakrotararnir sjá að það er til einskis og eingöngu sóun að eiða spreyi á viðkomandi hús. Gott væri kanski bara að taka fyrst mynd.

Svo má að sjálfsögðu reyna að virkja "löglegt veggjakrot" meira því það verður að segjast að þetta er mikil prýði ef vel er gert og á réttum stöðum.  



mbl.is Netvæðing veggjakrotsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eltast við að vera "mest, best og stærst"

Þessi frétt er dæmigerð smáborgarafrétt sem fjölmiðlar landsins haf svo gaman af.

Það virðist vera eitt af stærstu verkefnunum hjá fjölmiðlum á Íslandi að  ala upp í okkur íslendingunum þá smáborgaramennsku að þurfa vita í hverju við erum best í... og svo ef talan er ekki alveg nógu hagstæð þá bæta þeir hinu sívinsæla " miðað við höfðatölu" á eftir.

Það er orðin langur listinn yfir hluti sem við erum best í eða gerum hvað mest.   Ég þyrsti í að vita hvort þetta séu upplýsingar sem við höfum einhver not fyrir.

Áreitið er nóg með bara þeim fréttum sem rigna yfir mann á degi hverjum þó svo að ekki sé verið að bæta uppá það flóð með þýðingarlitlum fréttum sem aðeins auka á þjóðarstoltið sem svo brotnar með enn hærri hvelli þegar við þessi stóra og frábæra þjóð verðum undir í einhverju svosem íþróttum.

  Kanski mætti bæta við þessa frétt að á Íslandi er verð miðað við gæði einna hæst fyrir þessa þjónustu (netnotkun) og því íslendingar ein sú heimskasta þjóð í heimi fyrir vikið að enda svona hátt á þessum lista  Smile


mbl.is Netnotkun einna mest hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband