Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Rétt skal vera rétt - EKKERT SVINDL

Ég tel það vera rétt að hið sanna í þessu máli komi fram.

Ég þekki þetta mál vel og veit hvað var ástæða þess að þessi saga fór af stað.

Ég er faðir þessa barns sem talað er um í greininni og þekki einnig þessa "konu" sem kom þessum orðrómi af stað fyrir misskilning.

Hún vissi af mér í útlöndum en ég fór einmitt þennan laugardag til útlanda. Ég tók ekki son minn með mér heldur fór hann á keppnina í sjónvarpssal á laugardagskvöld. Hún vissi ekki betur en að hann hafi farið með mér til útlanda og vinur hennar var þess fullviss að svo hafi verið... Það var þá sem hún sendi umræddann póst til einhverra í sínum vinahóp.

Þegar hún svo komst að hinu sanna þá sendir hún bréf á alla og leiðréttir misskilninginn. En það er náttúrulega þannig að bréfið er væntanlega þá þegar komið í ágætist "forward" til vina vinanna og svo framvegis. En ég tel að leiðréttingarbréfið hafi ekki fengið sömu "forward" þjónustu og hið fyrra.

Ég þekki vel til keppninnar og er að jafnaði í sjónvarpssal þegar keppnin fer fram. Ég hef tekið þátt þarna bæði á sviði og sent inn lög í keppnina og veit að það er ekki neitt svindl í þessu öllu saman.

Ég vill því biðja fólk um að breiða ekki út þennan misskilning, því sá skaði sem nú þegar er kominn er nægur.

Kær Kveðja
Stefán Þór Steindórsson


mbl.is Símakosningin er í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að kjósa?

Fólkið sem kaus ráðamenn þjóðarinnar kaus þá ekki vitandi að allt myndi fara á þann veg sem nú hefur orðið raunin.

Þjóðin hefur síðan bankahrunið var ýtrekað sagt sína skoðun og óskað eftir kosninum. Við (þjóðin) höfum sagt ykkur upp og teljum að ykkar þriggja mánaða uppsagnafrestur sé liðinn. Það eru margi í þjóðfélaginu sem hafa þurft að yfirgefa vinnu sína eftir þá þrjá mánuði og reyndu ekki að sitja áfram í stól sínum enda skilar það eingu í fyrirtækjum landsins, annað virðist vera uppá teningnum hjá ríkisstjórninni. Takið þau nú ykkur til fyrirmyndar og víkjið.

Þið hafið möguleika á að fara í framboð og þá mun þjóðin kjósa ykkur ef hún telur ykkur vera best til þess fallin að ráða við þetta. Þið tönglist á því að þið séuð lýðræðislega kosin og í umboði þjóðarinnar. Það er rétt að þið voruð lýðræðislega kosin en nú er það sama fólk að segja ykkur mjög skýrt að hún vill ykkur burt. Lýðræði ætti að virka í þá áttina líka að mínu mati. Umboð ykkar er löngu þrotið og við skulum ekki fórna meiru en nú þ egar hefur verið fórnað í þessi átök. Þetta mun bara enda á einn veg og ég vona svo sannarlega að þetta stoppi núna. Mæli eindregið með að fólk skrifi undir á www.kjosa.is


Facebook

Það er ótrúlegt hvað maður getur sökkt sér í þetta facebook. En það er víst gott að hafa nretworkið í lagi.

 

 

Notendaupplýsingar Stefán Þór Steindórsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband