Mín eina færsla um mótmælin almennt

RÉTTIR MENN Á RÖNGUM STAÐ? 

Þetta eru svakalegar myndir sem okkur voru sýndar í sjónvarpinu í gær auk tilfallandi símamyndskeiða sem liggja á netinu. Ég er á því að þetta hafi farið úr böndunum hjá öllum aðilum sem þarna voru í gær. Lögreglan hefur eflaust löngu verið búin að marka sér hvað gert yrði við frekari aðgerðum bílstjóra enda hefur það sýnt sig að það er ekki vel staðið að þessum mótmælum þeirra og það vill lögreglan væntanlega ekki láta viðgangast. Lögreglan lendir svo óvart í því að beyta þessu fyrirfram ákveðna valdi sýnu á röngum stað sem svo fær bílstjóra til að finnast á þeim sé brotið. En ég tel lögregluna gera rétt í þessu í gær. Myndskeiðin sem okkur eru sýnd eru slitin út eitt og eitt og sýna allsekki hvernig málin þróuðust. Eitt steinkast á lögreglumann getur sett þessar aðgerðir lögreglu í gang eða bara það að hópur manna hlekkji sig saman og sýnast ætla að standa í vegi fyrir laganna vörðum, og þó ég nefni steinkast þá er ég ekki að tala um það steinkast sem kom seinna í ferlinu.

 EKKI SKPULÖGÐ MÓTMÆLI?

Þetta finnst mér vera einn stærsti þátturinn í þessu öllu. Annaðhvort eru bílstjórar að pakka sannleikanum inn í sellófón og þykjast aldrei hafa ætlað að loka þessum vegi heldur einungis verið í kaffi, eða þeir voru að plana þetta allann tímann sem mér finnst nú líklegra.  Þeir hafa nú ekki sýnt það í sýnum aðgerðum að þeir séu "stærstu trukkarnir á  bílastæðinu" (ef þið skiljið hvað ég á við) og verð ég að vera á móti skipulagningu þeirra aðgerða. Þessi hópur manna sem hefur það að atvinnu sinni að aka með vörur eða annað hlass þvert og endilangt um landið er hópur duglegra manna en þeir hafa ekki neina hæfileika til að skipuleggja svona mótmæli. Réttast hefði verið hjá þeim að ráða sér talsmann sem væri andlit þeirra útá við og sæi um skipulagningu aðgerða og passa að farið væri að lögum. Það er ekki ólöglegt að mótmæla en það er hægt að mótmæla ólöglega.  Sturla sem er skipaður talsmaður í hópnum mæti í viðtal í Kastljós í gær og verð ég nú að segja að hann kom nú ekki vel útúr því viðtali. Sat þarna einsog lítill krakki sem nýverið hafði gert eitthvað prakkarastrik en þorði ekki að viðurkenna það. Talsmaður verður að hafa þá yfirvegun að ræða ásakin á sig og sýna á málefnalegann hátt og virða það að fólk sé ekki endilega sammála.

Ég stóð nú við hliðina á nokkrum af þessum mönnum sem þarna voru á Reykjanesbrautinni snemma morguns þegar þeir lokuðu þar í rúman klukkutíma og flestir þeirra stóðu bara og biðu eftir hvað "foringi þeirra" myndi gera og allt var unnið í góðri samvinnu við lögreglu sem þá var mjög fáliðuð á svæðinu. Þar var þetta betur gert. Þeir töluðu um ákveðinn tíma og lögreglan beið og rabbaði við þá á meðan klukkan tifaði. Svo þegar tíminn var búinn þá hoppuðu þeir uppí bílana og óku burt og góð mótmæli voru yfirstaðin (þó fluginu hafi ef til vill seinkað hjá sumum)

 MÓTMÆLA HVERJU?

Þannig séð þá er stærstur hluti borgara að standa með atvinnubílstjórum án þess að vita hverju er verið að mótmæla eða hvað?. Þetta hafa bílstjórar aukið með því að hafa ekki of hátt um það hverju þeir mótmæla eða hafa þeir kanski breytt um málefni. 

Ég man þegar atvinnubílstjórar byrjuðu þá var talað um mótmæli gegn háu eldsneytisverði en einnig að því sem snerti atvinnubílstjóra meira en það er hvíldarreglur þær sem eru lögboðnar. Hátt eldsneytisverð fá atvinnubílstjórar svosem greitt fyrir því á sama tíma og rekstur þeirra hækkar þá hækkar gjaldskrá þeirra. En reglur um hvíldatíma snerta þá beint og það hélt ég að mótmælin snéru um í upphafi. Þeir geta ekki með góðu móti fengið fólkið í landinum með sér í þá baráttu og því pakka þeir mótmælunum saman við  hátt verð eldsneytis. Ég vill samt segja að ég er mjög sammála baráttu þeirra gegn þessum hvíldarlögum.

Það versta við þetta er að verð á eldsneyti er bara ekkert dýrar hér en annarstaðar í heiminum og ef eitthvað er þá er það ódýrara. Td Danmörk og Þýskaland hafa hærra verð á eldnseyti en kaupmáttur hér á Íslandi er bara verri. Kanski þeir ættu bara að byrja á að mótmæla kaupmættinum á Íslandi í staðin því þar gætu þeir gert eitthvað sem gagnast öllum. Matvöruverð myndi þá lækka fyrir íslendinga. 

Ég mæli með því að atvinnubílstjórar haldi áfram að mótmæla en geri það bara á annann hátt en í gær. Td leggji þeir bílum sýnum þannig að ráðherrar komist ekki ferða sinna og þeirra dagskrá raskist. En þetta þarf bara að gera með löglegum mótmælum. Geir H Haarde hefur sagt að svona mótmæli skili eingu og ég held nú að hann sé ekkert að fara að snúa þeim orðum neitt. Breytið því um strategiu strax og fáið helst einhvern sem kann að mótmæla með ykkur í lið... Td Stefán Pálson eða einhver álika reyndur mótmælandi þó svo að persónulega sé ég oft ósammála honum.

POWER TO THE PEOPLE 


mbl.is Boðaðir í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Ég verð nú bara að segja að þessi pistill er með þeim allra betri sem ég hef séð um þetta mál.

Ég afsaka líka að vera nafnlaus viljir þú ekki nafnlaus komment. Þú fjarlægir þetta þá bara.  

Flower, 24.4.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Krizzi Lindberg

Sammála Flower, vel orðað!

Krizzi Lindberg, 24.4.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband