Færsluflokkur: Bloggar
Hraðar á vinstri akrein en þeirri hægri?
18.2.2008 | 17:46
Nú langar mig aðeins að rifja upp umræðu sem átti sér stað vegna hraða á götum bæjarins.
Það var verið að ræða hvort vinstri akrein ætti að vera sú hraðasta en það er líkt og fólk gleymi umferðareglum í því samhengi.
Sumir segja að vinstri akrein eigi allavega ekki að vera hægari en hægri akreininin... RANGT. Það hefur ekkert með hægri akreinina að gera hvað þú átt að keyra hratt á þeirri vinstri. Reglur segja til um það hve hratt má keyra. (það er hringlótta skiltið með tölunni inní)
En samt eru óskrifaðar reglur í þessu og þær eru nokkurn veginn svona
Sú akrein sem er lengst til hægri er sú hægasta og sú hraðasta lengst til vinstri. Á milli þeirra á þetta svo að vera að stigmagnast frá hægri til vinnstri..
Segjum að hámarkshraði sé 80 þá má sá sem er á akrein lengst til vinstri vera á 80... það meiga allir aðrir líka en ætlast er til þess að fólk velji sér akrein við hæfi. Gamli afi sem ekur þessa götu velur kanski að keyra á 50 og þá fer hann á þá akrein sem er lengst til hægri. Ef fólki mislíkar það beygir það einfaldlega á þá næstu til vinstri.
Svo eru apar sem hanga aftan í rassinum á þeim sem ekur um á hámarkshraða og ætlast til að hann fari til hægri þar sem jafnvel fólk er að aka á 70..
Ártúnsbrekkan er ágætt dæmi..
Held að hámarkið þar sé 80 og akreinarnar er 4 talsins
Þá ætti þetta að líta nokkurnveginn svona ! 80 ! 70 ! 60 ! 50 !
Með þessu formi kemst fólk vonandi heilt á milli A og B... Og um leið pössum við uppá hvort annað með að hægja á apanum sem vill bruna upp brekkuna á 110.
Sýnum skynsemi fólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skiptið um sand í sandkassanum krakkar!
21.1.2008 | 20:24
Það er allveg dásamlegt að fylgjast með þessum skoffínum þarna í ráðhúsinu.
Ætli það þurfi ekki bara að skipta um sand í sandkassanum þarna í bílageymsluhúsinu við Reykjavíkurtjörn.
Hver vill vera Borgarstjóri tímabilið Apríl - Júní?
Nýr meirihluti í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pínleg misstök í jólastressinu
17.12.2007 | 21:11
Já það var heldur en ekki pínleg staða sem ég lenti í fyrr í dag. Þannig er að ég hafði samið jólalag og langaði að deila því með nokkrum vel völdum einstaklingum sem ég þekki. Lagið er á myspace síðunni hjá Mekbuda og því auðvelt að senda bara link á alla á msn contact listanum mínum sem ég vildi að hlustuðu á lagið. Uþb 15 manns voru þegar þetta var online og ég klikkaði það fyrsta og skrifaði smá skilaboð um að ég myndi ekki senda jólakort í ár heldur senda jólalag til fólks. Í lokin á þessu skrifaði ég svo Hér er jólakortið mitt í ár (og eftir fylgdi hlekkur beint á myspace síðuna)
Þennan texta kóperaði ég svo í nokkra glugga og sendi jafnóðum. Svo þegar ég var búinn að kíkja á þetta þá klikkaði ég á linkinn og í sama augnabliki byrjuðu allar "línur" að loga neðst á skjánum mínum.. Ég hafði víst í byrjun tekist að skrifa mypsace.com í stað myspace og munurinn á þessu tvennu er afar einfaldur..
Eitt er einhver klámsíða og hitt er okkar ástkæra MySpace... Það þarf ekki að spyrja að því hvað fólk var að segja við mig næstu mínúturnar... Ég sat eldrauður í framan og skammaðist mín á meðan hugur minn fór í hendingskasti yfir það hvort ég hafi nokkuð sent þetta á mömmu eða einhverja ættingja sem ekki hafa aldur til að sjá svona fínheit.
Hér er svo réttur linkur á lagið sem ég svo stoltur vildi sýna fólki.. www.myspace.com/mekbuda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eyja Factory
17.12.2007 | 19:41
Já það hafa í gegnum árin komið ágætis knattspyrnumenn frá eyjum og svo skemmir ekki að í ár er það eyjapeyjinn Hemmi Hreiðars og eyjaskvísan Margrét Lára sem hrepptu titlana Knattspyrnukona og Knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ .. Til hamingju með þetta bæði tvö
Hermann knattspyrnumaður ársins 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólalagakeppni Rásar 2 (mitt álit)
10.12.2007 | 11:44
Hér ætla ég að gefa lögunum í jólalagakeppni rásar 2 árið 2007 stjörnu frá 0-10
Mörg lögin alveg ágæt þarna,sum betri en önnur
Jólalagakeppni Rásar 2
Gjöfin mín ert þú (Daníel Geir og Jólabandið)
Lag sem er í anda Blink 182 eða Sum41. Mér finnst nú ekki mikið varið í þá tónlist og líður þetta lag nokkuð fyrir það. Textinn er ágætur og hjálpar það laginu uppí 5 stjörnur
Bréf til jólasveinsins (Hollendingarnir fljúgandi)
Jazz jólalag sem skilur ekki mikið eftir sig. Finnst lagið detta inní einhver önnur jólalög inná milli þó ég nái ekki að gera mér grein fyrir því hver þau eru. 4 stjörnur
Manstu gömlu jólin (Ragnar Bjarnason)
Ágætt lag frá Ómari þarna en þó finnst mér söngurinn hjá honum Ragga Bjarna vera nokkuð misstækur. Þetta er lag sem er þægilegt í hlustun og fær 6 stjörnur
Bernskunnar jól (Túpilakar)
Lag sem ég féll fyrir við fyrstu hlustun, Túpilakar eru nú hressir og skilar það sér bæði í lagi og texta. Mjög vel unnið lag og fær 8 stjörnur
Jólagjafablús (Guðmundur I. Þorvaldsson)
Ég get ómögurlega skilið Rás2 að hafa valið þetta áfram. Hræðilegt að mínu mati þó svo að í þessu séu jákvæðir kaflar þá er þetta bara of einhæft og fær ekki nema 3 stjörnur
Heill þér Jesú (Hraun)
Svavar Knútur er skrifaður fyrir þessu lagi og Hraun flytja. Ég sakna þess sem maður heyrir hjá Hraun venjulega. finnst þetta vera ágætt lag en einhvernveginn gleymist það um leið og lagið klárast. Þetta er of þungt en þjóðlegt er það og dettur inní stórskemmtilegann kafla . En lagið er 8 mínútur og það er of mikið. Lagið er gott en passar ekki þarna í þessari keppni 7 stjörnur fær lagið samt ef litið er framhjá því hvaða keppni þetta er. Ef þeir vinna keppnina þá er það eingöngu útá nafnið
Um þessi jól (Hrönn Sigurðardóttir)
Fallegt lag og vel sungið. Hátíðlegt lag og er nokkuð "save" jólalag 8 stjörnur
Jól (Krossmenn)
Óttarlega dapurt lag og slöppur laglína. Textinn ágætur 4 stjörnur
80 kvenna jól (Helgi og hljóðfæraleikararnir)
Ef textinn væri annar væri þetta frábært lag á barnaplötu. Ég er ekki neitt rosalega hrifinn af þessum texta og get ómögulega skilið hvað hann er að fara með því að syngja um fjölkvæni. Þetta er fyndið uppað vissu marki en þó ekki nóg til að heilla mig 5 stjörnur
Frið á jörðu (Ólafur Þórarinsson)
Þarna er Óli í Mánum með lag sem minnir mig á papana og Mána. Stórgott lag og eitt af betri lögunum í keppninni. 8 Stjörnur
Mitt atkvæði dettur á Bernskunnar Jól með Túpilakar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ágætur byrjendagítar til sölu á 500 þúsund
4.12.2007 | 13:23
Fannst mjög fyndið að Gipson skuli hafa sagt þetta vera góðan byrjendagítar þar sem byrjendur eiga oft erfitt með að stillingar. Þetta held ég að sé kjánalegt, að sjálfsögðu þarf fólk bara að læra að stilla gítarana,( svo ekki sé talað um verðið á svona gítar) Það væri kanski bara hægt að hafa gítarinn meira sjálfvirkann því það verður nú að teljast algengt einnig að byrjendur eiga í erfiðleikum með að spila á gítar.
Annars er þetta svona uppfinning sem maður hugsar "afhverju var manni ekki búið að detta þetta í hug fyrr".
Annars sé ég margt spennandi við þessa hugmynd og fagna henni..
Sjálfstillandi gítar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Veggjakrots gagnagrunnur á íslandi
4.12.2007 | 11:57
Nú veit ég ekki hvernig lögreglan heldur þessu til haga hér á Íslandi en í Kaupmannahöfn Danmörku hefur um nokkurra ára skeið verið haldið úti gagnagrunnur sem heldur utanum veggjakrot sem gert hefur verið. Þarna er safnað saman öllu því veggjakroti sem tilkynnt er í formi mynda og því auðvelt mál fyrir lögreglu að sjá umfang skaðans þegar veggjakrotari næst. Með því einu að skoða gagnagrunninn er hægt að sjá hvar viðkomandi hefur áður verið og hægt er að dæma eftir því. Í þessum gagnagrunni dana sem Kaupmannahafnar kommuna í samstarfi við DSB (danska lestarkerfið) stendur að er talað um að því fleirri sem eru með í baráttunni á móti veggjakroti því betra.
http://systemgraffiti.dk/index.htm
Annað sem húseigendur geta gert er að hafa alltaf tilbúna málningu og mála yfir veggjakrot strax þegar það uppgvötast því ekkert kemur betur í veg fyrir áframhaldandi skemmdir ef að veggjakrotararnir sjá að það er til einskis og eingöngu sóun að eiða spreyi á viðkomandi hús. Gott væri kanski bara að taka fyrst mynd.
Svo má að sjálfsögðu reyna að virkja "löglegt veggjakrot" meira því það verður að segjast að þetta er mikil prýði ef vel er gert og á réttum stöðum.
Netvæðing veggjakrotsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að eltast við að vera "mest, best og stærst"
4.12.2007 | 10:25
Þessi frétt er dæmigerð smáborgarafrétt sem fjölmiðlar landsins haf svo gaman af.
Það virðist vera eitt af stærstu verkefnunum hjá fjölmiðlum á Íslandi að ala upp í okkur íslendingunum þá smáborgaramennsku að þurfa vita í hverju við erum best í... og svo ef talan er ekki alveg nógu hagstæð þá bæta þeir hinu sívinsæla " miðað við höfðatölu" á eftir.
Það er orðin langur listinn yfir hluti sem við erum best í eða gerum hvað mest. Ég þyrsti í að vita hvort þetta séu upplýsingar sem við höfum einhver not fyrir.
Áreitið er nóg með bara þeim fréttum sem rigna yfir mann á degi hverjum þó svo að ekki sé verið að bæta uppá það flóð með þýðingarlitlum fréttum sem aðeins auka á þjóðarstoltið sem svo brotnar með enn hærri hvelli þegar við þessi stóra og frábæra þjóð verðum undir í einhverju svosem íþróttum.
Kanski mætti bæta við þessa frétt að á Íslandi er verð miðað við gæði einna hæst fyrir þessa þjónustu (netnotkun) og því íslendingar ein sú heimskasta þjóð í heimi fyrir vikið að enda svona hátt á þessum lista
Netnotkun einna mest hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt útlit, sömu lélegu fréttirnar
28.11.2007 | 17:25
nú veit ég ekki hvernig maður getur sagt þetta á "fallegann hátt" eða án þess að það hlaupi hland fyrir brjóstið á einhverjum þannig að ég set þetta bara fram einsog ég hugsa það..
ER MBL.IS ORÐINN VERNDAÐUR VINNUSTAÐUR?
Allavega verð ég alltaf meira og meira hissa á fréttum sem berast manni í gegnum þennan vef sem svo oft hefur unnið til verðlauna sem fréttavefur.
Endursagðar "ekkifréttir" úr erlendum slúðurblöðum
Stafsetning á við 11 ára einstakling (sem NB. er undir meðallagi í árgangnum í stafsetningu).
Nýtt útlit sem er stór afturför
Staðreyndir skolast ´æ oftar til.
Þetta er svona það sem ég hugsa þegar ég heyri mbl.is
Fyrrum kærasta fékk brúðkaupsmyndirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er nú sammála að það sé of mikið af enskumælandi böndum á okkar íslandi í dag. En það að skikka tónlistarmenn til að semja eingöngu íslenska texta ef að þeir á annað borð hafa áhuga á að fá spilun á rás 2 er kanski ekki besta hugmyndin að mínu mati. Það er margt sem spilar inní.
Sú ákvörðun tónlistarmanna að syngja á ensku kemur ef til vill af ýmsum mismunandi ástæðum en mín skoðun er sú að íslendingar einfaldlega hafa ekki það vald á íslenskunni hvað varðar textagerð* og finnst útkoman oftar en ekki vera slæm og eiga auðveldara með að semja enska texta. Þetta má annaðhvort bæta eða bara horfa framhjá við textagerð, þegar allt kemur til alls eru ensku textarnir ekki fullkomnir og allsekki frumlegir oft á tíðum.
Það er auðvelt að finna góðar línur á ensku og þar spilar inní það gríðalega magn af textum sem maður hefur heyrt í mörg ár og fyrir löngu eru greiptir inní undirmeðvitundina. Þar af leiðandi notum við oft setningar í ensku sem oft hafa heyrst áður en myndum ekki þora það á íslensku. Td myndi íslenskur tónlistarmaður án efa nota setninguna "Your blue eyes" í lagi sínu þó það hafi verið notað í ótal lögum en á íslensku myndi sami eintaklingur aldrei segja"bláu augun þín" því þá telur hann sig vera að stela úr öðru íslensku lagi. Þetta viðhorf gerir það án efa erfiðara að semja íslenskann texta.
Margir tónlistarmenn halda að það sé ómögulegt að meika það á íslensku, eða líkt og Bubbi söng hér um árið "Sumir syngja á íslensku, vá! Æðislegt flott. Ekki þykir mönnum það í útlöndum gott. Nei, skrælingja mállýskur meika ekki sens, maður sem syngur þannig eignast aldrei Bens." Þarna er Bubbi (sem nú á dögum er talsmaður íslenskunnar og B&L) að tala um þá erfiðleika að meika það á íslenskunni erlendis og margir vita það eflaus ekki að hann fór nú þá leið eitt sinn að reyna að meika það með erlendri útáfu af einni af plötum sínum en gekk ekki og heldur sig nú alfarið við ísland og tungumál þess. Þetta verð ég að segja að sé ekki satt. Það er allveg markaður fyrir íslenskann söng á erlendri grundu og Sigurrós sönnuðu það. Margir vilja nú meina að það sé alfarið tónlistarinnar þeirra að þeir komust svo langt en ekki textarnir og get ég fallist á það enda er það einmitt mergurinn málsins, það breytir ekki á hvaða tungumáli þú syngur, ef þú ert bara að gera flotta tónlist og ættu þessi bönd sem reyna að meika það erlendis að átta sig á því að það þarf bara að gera gæðatónlist til að fá áheyrn erlendis þar sem framboðið er svo miklu meira en eftirspurn. Jet Black Joe voru hvað heitastir á þeim tíma er þeir ákváðu að Ísland væri of lítið fyrir þá og fóru erlendis.. Ekki var það ferð til fjár þó þeir væru að syngja á íslensku. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir voru bara eitt lítið óþekkt band í potti fullum að slíkum böndum að slást um það sama, ástæðan fyrir velgengninni hér heima var að sjálfögðu að þeir stóðu einir að kjötkötlunum.
Einn stór ókostur fyrir okkur íslendingana er hve rosalegir smáborgarar við erum. Það eru allir frægir á íslandi fyrir ekki neitt eða fyrir það eitt að fara oftar að djamma en nágranninn (flugan, hverjir voru hvar) Þegar maður svo er orðinn frægur á Íslandi þá elur maður upp í sér þá trú að nú séu manni allir vegir færir og það að meika það í útlöndum sé eins auðvelt. Semjum bara á ensku og þá erum við orðinir heimsfrægir á örskammri stundu. Það eru bara nokkur prósent af íslenskum böndum sem geta þetta, bandið þarf þá að vera að gera eitthvað sem fólk tekur eftir líkt og Sigurrós var að gera á sínum tíma. Kakan er einfaldlega fullsetin í hinum stóra heimi og það þarf eitthvað extra til að ná athyglinni. Álfar frá Íslandi gátu það greinilega.
Hvað ensku varðar þá hef ég séð englendinga klóra sér í hausnum oft yfir því sem íslenskir tónlistarmenn láta útúr sér í lögum sínum. Það er gott og blessað að skilja ensku, geta talað og skrifað hana en það gerir þig ekki að góðum höfundi enskra texta. Það er víst algengt að orðasambönd komi vitlaust út eða málfræðilega séu textarnir rangir en við vitum það víst bara ekki.. Þessar villur í bland við ljótann íslenskann hreim ofaná þetta hrafnaspark á ensku fælir frekar frá en hitt og þá hefði jafnvel verið betra ef hlustandinn hefði ekki skilið baun í textanum.
Akkúrat hinn vinkillinn á þessu sem ég tala um að ofan er að Sprengjuhöllin er komin á skrið með frumraun sína og þar er sungið á íslensku og líkar mér vel. Ekki finnst mér þetta neinir snildar tónlistarmenn og ef þeir hefðu sungið alla plötuna á ensku væri þetta strax farið að rykfalla hjá mér. Þeir eru því að ná til mín á því að syngja á íslensku. Þetta er ekki ósvipað því sem ég er að segja með að erlendis þarftu ekki að vera að syngja á ensku til að ná til fólks, þar þarftu bara að láta tónlistina hrífa fólk þó svo að textinn sé svo eitthvað sem ekki skilst.
*Að sjálfögðu eru undantekningar að þessi og Bubbi Morthens og Stebbi Hilmars sem dæmi eru menn sem hafa fyrir löngu náð miklu valdi á móðurmálinu í textum sínum.
Sænska hljómsveitin KENT hefur gefið út plötur sínar á ensku og sænsku. Væri þetta kanski hugmynd fyrir íslendinga? Þá hefur hlustandinn möguleika á að velja. geisladiskurinn gæti evt. verið tvöfaldur með báðum útgáfunum.
Vonum nú bara að tónlistarmennirnir taki rétta ákvörðun. Ég er á þeirri skoðun að ef þú ætlar bara að vera tónlistamaður á íslandi þá gerir þú líkt og
Bubbi Morthens, Sálin Hans Jóns Míns, Ný Dönsk, SSSól, Todmobile, Sprengjuhöllin, Hjálmar, Ólöf Arnalds eða Baggalútur
Ef þú á annaðborð ætlar að verða þekkur í útlöndum gerir þú bara nógu góða tónlist og hefur textana líkt og þú vilt.
Kæra Rás2, þú ert útvarp allra landsmanna og skallt ekki setjast í dómarasæti hvað skal sagt og hvað ekki, td mætti þá leyfa pólska texta, litháenska og tælenska í réttu prósentutölu við fjölda þeirra á landinu er það ekki?
Rás2 gæti einnig farið framá það að tónlistin yrði einnig eingöngu spiluð á hin gömlu góðu langspil og sög ef að það ætti að skikka fólk á annað borð við sköpun sína.
Réttast væri að hafa íslenskuna ráðandi en að banna íslenskum tónlistarmönnum að syngja á ensku er ekki minn tebolli og vonandi ekki þeirra heldur.
Óskalög Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)