Jólalagakeppni Rásar 2 (mitt álit)

Hér ætla ég að gefa lögunum í jólalagakeppni rásar 2 árið 2007 stjörnu frá 0-10

 Mörg lögin alveg ágæt þarna,sum betri en önnur

 

Jólalagakeppni Rásar 2

Gjöfin mín ert þú (Daníel Geir og Jólabandið)

Lag sem er í anda Blink 182 eða Sum41. Mér finnst nú ekki mikið varið í þá tónlist og líður þetta lag nokkuð fyrir það.   Textinn er ágætur og hjálpar það laginu uppí 5 stjörnur

Bréf til jólasveinsins (Hollendingarnir fljúgandi)

Jazz jólalag sem skilur ekki mikið eftir sig. Finnst lagið detta inní einhver önnur jólalög inná milli þó ég nái ekki að gera mér grein fyrir því hver þau eru. 4 stjörnur 

Manstu gömlu jólin (Ragnar Bjarnason)

Ágætt lag frá Ómari þarna en þó finnst mér söngurinn hjá honum Ragga Bjarna vera nokkuð misstækur. Þetta er lag sem er þægilegt í hlustun og fær 6 stjörnur 

Bernskunnar jól (Túpilakar)

Lag sem ég féll fyrir við fyrstu hlustun, Túpilakar eru nú hressir og skilar það sér bæði í lagi og texta. Mjög vel unnið lag og fær 8 stjörnur  

Jólagjafablús (Guðmundur I. Þorvaldsson)

Ég get ómögurlega skilið Rás2 að hafa valið þetta áfram. Hræðilegt að mínu mati þó svo að í þessu séu jákvæðir kaflar þá er þetta bara of einhæft og fær ekki nema 3 stjörnur 

Heill þér Jesú (Hraun)

Svavar Knútur er skrifaður fyrir þessu lagi og Hraun flytja. Ég sakna þess sem maður heyrir hjá Hraun venjulega. finnst þetta vera ágætt lag en einhvernveginn gleymist það um leið og lagið klárast. Þetta er of þungt en þjóðlegt er það og dettur inní stórskemmtilegann kafla . En lagið er 8 mínútur og það er of mikið. Lagið er gott en passar ekki þarna í þessari keppni   7 stjörnur fær lagið samt ef litið er framhjá því hvaða keppni þetta er. Ef þeir vinna keppnina þá er það eingöngu útá nafnið

Um þessi jól (Hrönn Sigurðardóttir)

Fallegt lag og vel sungið. Hátíðlegt lag og er nokkuð "save" jólalag 8 stjörnur 

Jól (Krossmenn)

Óttarlega dapurt lag og slöppur laglína. Textinn ágætur 4 stjörnur 

80 kvenna jól (Helgi og hljóðfæraleikararnir)

Ef textinn væri annar væri þetta frábært lag á barnaplötu. Ég er ekki neitt rosalega hrifinn af þessum texta og get ómögulega skilið hvað hann er að fara með því að syngja um fjölkvæni. Þetta er fyndið uppað vissu marki en þó ekki nóg til að heilla mig 5 stjörnur 

Frið á jörðu (Ólafur Þórarinsson)

Þarna er Óli í Mánum með lag sem minnir mig á papana og Mána. Stórgott lag og eitt af betri lögunum í keppninni. 8 Stjörnur

 

 

Mitt atkvæði dettur á Bernskunnar Jól með Túpilakar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband