Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Tilkynningarsíða ferðamanna ?
26.9.2008 | 10:49
Nú hafa svona dæmi um týnda en samt ekki týnda ferðamenn komið nokkuð oft upp og hægt er að spyrja sig að því hvað er til ráða?
Held að það sé rétt metið hjá björgunarsveitum að hefja leit í þessu tilfelli enda hafði ferðaskipulag mannsins ekki staðist og því var ferli sett í gang sem skilaði upplýsingum um manninn. En hvað er hægt að gera til að tíma sé ekki varið í svona "leit" án þess að þörf sé á?
Væri hægt að taka upp einhverja þjónustu við ferðamenn sem gerði þeim kleift að hafa samband daglega í eitthvað símanúmer til að tilkynna um staðsetningu sína líkt og þekkist með sjómenn?
Væri jafnvel hægt að skilda ferðamenn til að virkja Nokia Sports Tracker kerfið sem með hjálp smartphone síma skráir ferðalag notandans á heimasíðu Sjá hér og því leikur einn fyrir björgunarsveitir að hafa uppi á ferðamanninum.
Ferðumst örugg og komust örugg heim aftur.
Var ekki týndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.sætið mun betri mynd en vinningsmyndin
6.9.2008 | 21:08
Já ég verð nú að segja það að mér blöskraði þegar ég sá myndina sem vann.(svo ekki sé talað um lýsingu sigurvegara um hvað er að gerast.. Amma að vökva? nei Amma að reykja, því ekkert er vatnið á myndinni) Það er að mínu mati ekki mjög vel unnin eftirvinnsla á annars góðri mynd. Myndin hefði getað verið betri er mitt álit og þá aðallega litirnir. Þegar ég sá myndina af stráknum pissa sem endaði í 2.sæti var ég þess fullviss að hún myndi enda á verðlaunapalli, hún hefði líkað getað verið betri (þá er ég að tala um croppunina á henni) 3.sætið er flott mynd og einmitt mynd sem allir gætu hafa tekið og lumað á eftir ferðalag um Íslandið góða og sýnir mjög vel að það geta allir tekið frábæra mynd þegar myndefnið er Ísland.
En ég hafði gaman að í sumar að skoða myndir sem fólk sendi inn og rosalega mikið af þessum myndum var þvílíkt sorp. Td. verður fólk að skilja að ólympíuandinn með að "bara vera með" er hræðilegur í svona keppnum. Margar myndir sem bara hefðu átt vera í fjöldskyldualbúminu en ekki í ljósmyndakeppni voru sendar inn.
Og svo fyrst mín mynd var ekki sýnd í fréttinni sem ein af bestu myndunum læt ég hana fljóta með. Og er farinn útí sjoppu til að kaupa mér hamborgara sem verðlaun fyrir mína mynd.
Besta myndin af ömmu í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er til ráða við Hásteinsvöll?
4.9.2008 | 17:40
Það liggur fyrir frá KSÍ að ekki verði gefið undanþáguleyfi fyrir leikjum ÍBV ef liðið fer upp um deild og spili í úrvalsdeild sumarið 2009.Leyfiskerfi KSÍ setur kröfu á að lið í efstu deild spili meðyfirbyggða stúku og það hafa Eyjamenn ekki.
Vestmannaeyjabær hefur nú þegar eyrnamerkt 300 milljónir til byggingu knattspyrnuhúss og skal því ÍBV velja hvort taka eigi af þeim peningum fyrir byggingu stúku eða bærinn komi ekki að byggingunni.
Þá tel ég að leita megi annarra leiða og skoða hvað nú þegar stendur við Hásteinsvöll.
Við Hásteinsvöll er steypt stúka sem rúmar 535 í sæti og hægt væri að nýta það og eingöngu byggja þak yfir. Þetta væri ódýrara en að fara í allveg nýja stúku þó svo að kostir þessháttar mannvirkis væru ýmsir. Svoleiðis mannvirki kostar á bilinu 80 -100 milljónir en þar væri einnig búningaaðstaða, salerni, skrifstofur og ýmis önnur þægindi. Við höfum Týsheimilið nú þegar þar sem búningaaðstaða, salerni skrifstofur og ýmis önnur þægindi og því má leggja upp með ódýrari mannvirki. Þak yfir stúkuna okkar.
Hér er hugmynd mín af uppbyggingu sem gæti gagnast og auðveldara væri að fjármagna þetta en fjármögnun á byggingu ýmissa hluta sem nú þegar eru til staðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hásteinsvöllur,Hvað þarf mikið til? LAUSNIN ER HÉR
1.9.2008 | 12:07
Er ekki nóg að fjöldskyldur í Eyjum fjárfesti bara í svona bekk eða, smíði sér sjálf svona fyrir þá sem eru handlagnir?...
Hægt væri að smíða undirstöður undir þessa áhorfendabekki eyjamanna í framhaldi að auglýsingaskiltum og menn því setið í yfirbyggðri stúku sem næði allan hringinn í kringum Hásteinsvöll og því eina liðið á landinu sem skartaði svo veglegri stúku.
Fáum við þá leyfi fyrir heimaleiki á Hásteinsvelli árið 2009 ef liðið fer upp um deild?
Fyrir þá sem ekki skilja hvað verið er að tala um hér er það yfirbyggð stúka sem krafist er að ÍBV setji upp ef ÍBV kemst upp um deild. Lágmark 500 manns verða að sitja með þak yfir höfuðið á fótboltaleikjum í Eyjum segir KSÍ.
500 manns eru 1/8 af Eyjamönnum og aðkomuliðunum fyrlgir nú sjaldnast mikill áhorfendaskari ólíkt því sem þekkist á Höfuðborgarsvæðinu.
Þessi tala (500 manns) er álíka og að ef Reykjavíkurliðunum væri sett að byggja stúku fyrir 15.000 manns. Stórskemmtilegt þetta leyfiskerfi KSÍ manna
ÍBV fær ekki að leika í úrvalsdeild á óbreyttum Hásteinsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)