Tilkynningarsíða ferðamanna ?

Nú hafa svona dæmi um týnda en samt ekki týnda ferðamenn komið nokkuð oft upp og hægt er að spyrja sig að því hvað er til ráða?

Held að það sé rétt metið hjá björgunarsveitum að hefja leit í þessu tilfelli enda hafði ferðaskipulag mannsins ekki staðist og því var ferli sett í gang sem skilaði upplýsingum um manninn. En hvað er hægt að gera til að tíma sé ekki varið í svona "leit" án þess að þörf sé á? 

Væri hægt að taka upp einhverja þjónustu við ferðamenn sem gerði þeim kleift að hafa samband daglega í eitthvað símanúmer til að tilkynna um staðsetningu sína líkt og þekkist með sjómenn?

Væri jafnvel hægt að skilda ferðamenn til að virkja Nokia Sports Tracker kerfið sem með hjálp smartphone síma skráir ferðalag notandans á heimasíðu Sjá hér  og því leikur einn fyrir björgunarsveitir að hafa uppi á ferðamanninum. 

 Ferðumst örugg og komust örugg heim aftur.

 


mbl.is Var ekki týndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband