Björk á ekki rétt á þessu

Megas mætti ekki.

Hvar voru Björk og Megas?

Dr. Gunni gerir að umtalsefni á bloggsíðu sinni, en athygli vakti að hvorki Björk Guðmundsdóttir né Megas voru viðstödd til að taka á móti þeim verðlaunum sem þeim féllu í skaut.

„Sigtryggur [Baldursson] og EÖB [Einar Örn Benediktsson] enn og aftur að sækja styttur fyrir Björk. Bjánalegt. Hætta að dæla þessu í kellu nema hún sæki sjálf. Henni er alveg sama þótt hún fái þetta ekki. Megas mætti auðvitað ekki heldur. Of kúl fyrir svona,“ skrifar doktorinn meðal annars.

Ég verð nú að standa með orðum doktorsins að hluta til.

 Það að þau mæti ekki er nú af ágætis ástæðum í þessum tilfellum vona ég þó ég viti ekki ástæður þeirra. Megas sagði nú að hann færi of mikið frá fjöldskyldu sinni þó ekki væri bætandi á þetta hátíðahöldum en Bjork er á ferðalagi um asíu og lönd sem eru álíka langt í burtu og kanski bara þreyttur ferðamaður og nennir ekki að koma. 

 

En Björk á bara í mínum huga ekki skilið að vera tilnefnd til þessara verðlauna nema ef upp yrði tekin sú hefð líkt og þekkist á mörgum öðrum verðlaunaafhendingum álíka þessarri að veita fyrir bestu erlendu plötuna og þessháttar. Björk er kominn í hóp erlendra platna í mínum huga að þeim forsendum að hún er gefin út af erlendu fyrirtæki. 

Ég lít á að íslensku tónlistarverðlaunin séu uppskeruhátíð tónlistarmanna og útgefanda í íslandi.  

Ég væri engu að síður til í að sjá verðlaun veitt fyrir þá tónlist sem er í dreyfingu á íslandi og þar gætu erlendir aðilar fengið verðlaun. BRIT verðlaunafhendingin veitir verðlaun fyrir besta international plötuna (sem reyndar bjork hefur fengið) og við gætm bara tekið þetta upp.. þá fær Bjork sín árlegu verðlaun frá íslandi. 

 

Hér er samt hugmynd handa umsjónarmönnum íslensku tónlsitarverðlaunanna.

Árið 2010 verður hátíðin haldin 17.mars í nýju og fallegu tónlistarhúsi á hafnarbakkanum. Þetta er kjörið tækifæri til að gera hátíðina hina glæsilegustu en ekki vera þessi hallæris verðlaunaafhending sem hún var í ár þar sem salurinn var myndaður hálftómur eða hálffullur eftir því hvernig fólk lítur á það.

Árið 2010 væri hægt að verðlauna Bjork með heiðursverðlaunum um starf sitt til íslenskrar tónlistar fyrr og síðar og lokka hana í tilefni af því til að mæta og jafnvel taka eitt lag í lokin. Eftir þetta er hægt að líta á hana sem ofur verðlaunahafa og hætta í kjölfarið að tilnefna hana jafnt með litlum íslenskum nöfnum á borð við sprengjuhöllina, Hjaltalín og Pál Óskar sem virkilega vinna fyrir sýnum verðlaunum með blóð svita og tárum  í stað þess að hafa möguleika að bæta sýna plötu með heimsklassa útsetjurum og þess háttar. Bjork tók sýna plötu upp að hluta til á bát sínum við bestu hugsanlegu aðstæður til letilífs í stað þess að liggja hér rétt fyrir sunnan land í 20 metrum og vinna við svipaðar aðstæður og "íslenskir" tónlistarmenn þurfa að vinna við.

 

 


mbl.is Hvar voru Björk og Megas?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búinn að vera að tönnlast á þessu sama í fleiri daga núna. Ertu að hlera nöldrið mitt? Annars, góð tillaga með að smella á hana verðlaunum fyrir ævistarf.

Arnaldur Grétarsson (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Nei Arnaldur minn ég var nú ekki vísvitandi að stela þessu nöldri frá þér. En gott að vita að ég er ekki einn um þessa skoðun.

Stefán Þór Steindórsson, 22.3.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband