Að eltast við að vera "mest, best og stærst"

Þessi frétt er dæmigerð smáborgarafrétt sem fjölmiðlar landsins haf svo gaman af.

Það virðist vera eitt af stærstu verkefnunum hjá fjölmiðlum á Íslandi að  ala upp í okkur íslendingunum þá smáborgaramennsku að þurfa vita í hverju við erum best í... og svo ef talan er ekki alveg nógu hagstæð þá bæta þeir hinu sívinsæla " miðað við höfðatölu" á eftir.

Það er orðin langur listinn yfir hluti sem við erum best í eða gerum hvað mest.   Ég þyrsti í að vita hvort þetta séu upplýsingar sem við höfum einhver not fyrir.

Áreitið er nóg með bara þeim fréttum sem rigna yfir mann á degi hverjum þó svo að ekki sé verið að bæta uppá það flóð með þýðingarlitlum fréttum sem aðeins auka á þjóðarstoltið sem svo brotnar með enn hærri hvelli þegar við þessi stóra og frábæra þjóð verðum undir í einhverju svosem íþróttum.

  Kanski mætti bæta við þessa frétt að á Íslandi er verð miðað við gæði einna hæst fyrir þessa þjónustu (netnotkun) og því íslendingar ein sú heimskasta þjóð í heimi fyrir vikið að enda svona hátt á þessum lista  Smile


mbl.is Netnotkun einna mest hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband