Færsluflokkur: Dægurmál
Lögin sem ekki komust í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2014
7.1.2014 | 13:10
Það ber að fagna framlagi visir.is semgreinilega hefur ákveðið að kynna öll þau lög sem ekki komust í keppnina í ár. Þeir ríða á vaðið hér með framlagi fyrrum borgarstjóra Ólafi F. Magnússyni sem segir að þetta lag hefði náð langt ef bara hefði við hlustað á það...
Alls voru 292 lög send inn í keppnina og á 10 þeirra var hlustað ef marka má þessa skýringu Ólafs F, að ekki sé hlustað á lögin sem send eru inn. Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það" sagði Ólafur F og sýnir það að hann er ekki bitur maður.
Nú eru því eftir 281 lag og ef það á að ná að fjalla um öll lögin fyrir keppnina á Rúv verða þeir á visir.is að hafa heldur betur hraðar hendur.
PS. ég veit ekki hvenær mín 2 lög verða til umfjöllunar á síðunni, en það hlýtur að koma brátt að því.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eimskipshöllin, nýtt fjölnota íþróttahús í Eyjum - Nafnbót eða óbót ?
8.12.2010 | 20:44
Allt er falt fyrir rétta upphæð hefur oft verið sagt. Nú hefur ÍBV íþróttafélag, sem fyrr hafði óskað eftir leyfi hjá umhverfissviði þess efnis að selja nafn nýrrar fjölnota íþróttahallar í Vestmannaeyjum í fjáröflunaskyni fyrir félagið til Eimskip. Þessu fylgja ákveðin skilyrði en ágóðanum skal varið til uppbyggingu barna og unglinga hjá félaginu og er samningurinn til 5 ára. Tryggvi Már framkvæmdastjóri ÍBV talar um að þetta sé liður sem hafi kostað félagið 10 milljónir á árinu og þá fer ég að velta fyrir mér. Er féð sem nú fæst fyrir sölu nafnsins viðbót við áður ákveðna upphæð til þessara mála eða þýðir þetta að þeir minnka útgjöldin í þennan lið og nota féð í raun annarsstaðar ? Vonandi bætir þetta bara þjónustuna við börn og unglinga sem að sjálfsögðu eru einnig að fá mjög góða viðbót með húsinu sem slíku.
Það þarf ekki að koma neinum á óvart sú staðreynd að íþróttafélögum reynist sífellt erfiðara og erfiðara að fjármagna starfsemi sína og afla tekna. Þetta er því leið sem félög í landinu og í raun um heim allann hafa farið til að skapa aukatekjur. Þetta er þannig séð hin fínasta fjáröflun því hún ólíkt flestum öðrum fjáröflunum íþróttafélaga, allveg óháð sjálfboðavinnu sem þekkist m.a. við að ganga í hús, hringja eða vinna einhverja vinnu til að spara félaginu útgjöld sbr.uppbyggingu mannvirkja í Herjólfsdal fyrir þjóðhátíð. Það reynist sífellt erfiðara að fá sjálfboðaliða í störf fyrir íþróttafélög og sannar síðasta útspil manna með föst mannvirki í Herjólfsdal þetta, enda voru rök fyrir þeim mannvirkjum að erfitt væri að manna vinnu við smíðar fyrir þjóðhátíð. En persónulega líkar mér ekkert við þetta nafn Eimskipshöllin, frekar en mér þótti fallegt að Valur skildi selja Vodafone nafnið á sinni höll sem og knattspyrnuvellinum. Hestamenn á Akureyri fóru reyndar þá leið að setja erlent nafn reiðhöll sína í skiptum fyrir reihnakka og hljómflutningstæki og sýnir það að menn geta tekið aðeins meira niðurfyrir sig en ÍBV menn gerðu í þessum samningi. En Egilshöllin er styrkt af Egils er það ekki ? Það nafn fer þeirri höll vel enda á það sér skemmtilega tilvísun í Íslendingasögunar og hæfir vel stóru og miklu húsi. Hefðu ekki allir verið sáttari við að höllin hefði verið kölluð Hásteinshöllin eða kanski Klöppin, Kletturinn eða eitthvað sem rýmar við nafngiftir sem önnur íþróttahús hafa fengið á síðustu árum, Kórinn, Fífann, Risinn, Boginn eða bara einfalt líkt og Akraneshöllin, Reykjaneshöllin, Fjarðarbyggðarhöllin sem dæmi séu tekin. En reynum að líta málið jákvæðum augum og látum þetta nafn ekki skemma gleðina sem fylgir húsinu.
Köllum þetta bara Hástein, Hásteinshöll eða Hásteinshelming (þetta er bara helmingurinn af höllinni er það ekki ? ) eða hvaða því nafni við viljum kalla þetta og vonum að úrræðagóðir menn sem búið geta til pening á þennan hátt fyrir íþróttalífið geti fundið álíka styrktaraðila til að fjármagna stúkuna sem svo sannarlega er kominn tími á og fé hefur vantað til að byggja í svo mörg ár. Skömmin að vera á sífellum undanþágum fara að verða kjánalegar.
Að lokum vill ég óska Vestmannaeyjabæ, Íþróttafélögunum, eldriborgurunum, flugukastæfingarfólki, sýningaraðilum komandi sýninga og öllum Vestmannaeyjingum til hamingju með húsið. Megi það styrkja uppbyggingu íþróttalífs í Vestmannaeyjum og skapa óteljandi tækifæri í framtíðinni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á að kjósa?
22.1.2009 | 11:48
Fólkið sem kaus ráðamenn þjóðarinnar kaus þá ekki vitandi að allt myndi fara á þann veg sem nú hefur orðið raunin.
Þjóðin hefur síðan bankahrunið var ýtrekað sagt sína skoðun og óskað eftir kosninum. Við (þjóðin) höfum sagt ykkur upp og teljum að ykkar þriggja mánaða uppsagnafrestur sé liðinn. Það eru margi í þjóðfélaginu sem hafa þurft að yfirgefa vinnu sína eftir þá þrjá mánuði og reyndu ekki að sitja áfram í stól sínum enda skilar það eingu í fyrirtækjum landsins, annað virðist vera uppá teningnum hjá ríkisstjórninni. Takið þau nú ykkur til fyrirmyndar og víkjið.
Þið hafið möguleika á að fara í framboð og þá mun þjóðin kjósa ykkur ef hún telur ykkur vera best til þess fallin að ráða við þetta. Þið tönglist á því að þið séuð lýðræðislega kosin og í umboði þjóðarinnar. Það er rétt að þið voruð lýðræðislega kosin en nú er það sama fólk að segja ykkur mjög skýrt að hún vill ykkur burt. Lýðræði ætti að virka í þá áttina líka að mínu mati. Umboð ykkar er löngu þrotið og við skulum ekki fórna meiru en nú þ egar hefur verið fórnað í þessi átök. Þetta mun bara enda á einn veg og ég vona svo sannarlega að þetta stoppi núna. Mæli eindregið með að fólk skrifi undir á www.kjosa.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Danir og Janteloven
16.10.2008 | 13:22
Danir eru nú misjafnir einsog þeir eru margir.
En ég hef rekið mig á þessa neikvæðni gagnvart íslendingum í nokkur ár. Ég varð nokkuð var við það í skólanum að fólk bjóst við stórum skell á íslenska kaupsýslumenn og nú hlakkar í þeim sömu, það versta er bara að þetta rífur þjóðina með og það líðum við fyrir.
En danir gera sér ekki grein fyrir að nú verður dönum af hluta þeirra 80 milljarða króna innleggi í dönskum kr sem íslendingar nota í danmörku.
Danir eru ekki "Ligeglad" einsog sumir íslendingar halda alltaf þeir eru smámunasamir, blindaðir af janteloven, blindaðir af eigin ágæti og fatta það ekki.
Hér eru janteloven og þetta erum við að finna fyrir núna.
- Du skal ikke tro, du er noget.
You shall not believe that you are somebody.
- Du skal ikke tro, at du er lige så meget som os.
You shall not believe that you are as worthy as us.
- Du skal ikke tro, at du er klogere end os.
You shall not believe that you are any wiser than us. - Du skal ikke bilde dig ind, at du er bedre end os.
You shall not imagine that you are any better than us.
- Du skal ikke tro, at du ved mere end os.
You shall not believe that you know anything more than us. - Du skal ikke tro, at du er mere end os.
You shall not believe that you are more than us.
- Du skal ikke tro, at du duer til noget.
You shall not believe that you are good at anything. - Du skal ikke le ad os.
You shall not laugh at us.
- Du skal ikke tro, at nogen bryder sig om dig!
You shall not believe that anyone cares about you!
- Du skal ikke tro, at du kan lære os noget!
You shall not believe that you can teach us anything!
Rekin úr búð í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 29.10.2008 kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðhátíðartjöld útum allan dal
14.4.2008 | 16:57
Í kjölfar athugasemdar minnar í bloggi Magga Braga um þjóðhátíðartjöldun vill ég setja mína hugmynd að breyttu legustæði fyrir þjóðhátíðartjöld eyjamanna hér á mitt blogg.
Maggi Braga segir eftirfarandi á vefsvæði sínu.
"Eitt stórt vandamál á Þjóðhátíðinni er að það fá ekki allir gott tjaldstæði fyrir hvíta tjaldið sitt. Sú þróun hefur átt sér stað að það hefur orðið fjölgun fjölskyldufólks sem mætir á Þjóðhátíð, sem er frábært. Hvítu tjöldin eru miklu stærri en þau voru á árum áður og landið sem boðið er upp á er ekki nægilegt.
Á þessu, eins og flestum vandamálum, er lausn og það er rétti tíminn að fara í þessi mál fljótlega. Það er að fylla upp í neðra svæðið og slétta úr tjaldsvæðinu. Þá fengist miklu meira og sléttara land. Sérstaklega þar sem göturnar á neðra svæðinu enda í snarpri brekku, en eftir sléttun myndu þær götur ná jafn langt í austur og þær á efra svæðinu."
Ég sé þessa hugmynd ekki ganga allveg upp þar sem landið liggur þannig að ekki er hlaupið að þessu nema með þeim mun stærri aðgerðum.Einfaldlega held ég að ávinningurinn sé ekki nægur til að réttlæta þá framkvæmd.
Mín hugmynd gengur útá það að snúa núverandi tjaldsvæði fyrir þjóðhátíðartjöldin aðeins til að vera í línu með veginum sem liggur framhjá vatnsbólinu. Þannig koma "göturnar" þvert á á þann veg. Við þetta verður að breyta brekkunni sem liggur við veltusund sem snúningnum nemur. Við þetta skapast mun betri nýting á efra svæðinu og einnig er stækkun á því neðra.
Ég tók mynd Frosta Gíslasonar af tjaldsvæðinu og sýni hér fyrir og eftir mynd til útskýringar.
Núverandi tjaldsvæði
Hugmynd mín að snúningi
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)