Eimskipshöllin, nýtt fjölnota íþróttahús í Eyjum - Nafnbót eða óbót ?

Allt er falt fyrir rétta upphæð hefur oft verið sagt. Nú hefur ÍBV íþróttafélag, sem fyrr hafði óskað eftir leyfi hjá umhverfissviði þess efnis að selja nafn nýrrar fjölnota íþróttahallar í Vestmannaeyjum í fjáröflunaskyni fyrir félagið til Eimskip. Þessu fylgja ákveðin skilyrði en ágóðanum skal varið til uppbyggingu barna og unglinga hjá félaginu og er samningurinn til 5 ára. Tryggvi Már framkvæmdastjóri ÍBV talar um að þetta sé liður sem hafi kostað félagið 10 milljónir á árinu og þá fer ég að velta fyrir mér. Er féð sem nú fæst fyrir sölu nafnsins viðbót við áður ákveðna upphæð til þessara mála eða þýðir þetta að þeir minnka útgjöldin í þennan lið og nota féð í raun annarsstaðar ? Vonandi bætir þetta bara þjónustuna við börn og unglinga sem að sjálfsögðu eru einnig að fá mjög góða viðbót með húsinu sem slíku.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart sú staðreynd að íþróttafélögum reynist sífellt erfiðara og erfiðara að fjármagna starfsemi sína og afla tekna. Þetta er því leið sem félög í landinu og í raun um heim allann hafa farið til að skapa aukatekjur. Þetta er þannig séð hin fínasta fjáröflun því hún ólíkt flestum öðrum fjáröflunum íþróttafélaga, allveg óháð sjálfboðavinnu sem þekkist m.a. við að ganga í hús, hringja eða vinna einhverja vinnu til að spara félaginu útgjöld sbr.uppbyggingu mannvirkja í Herjólfsdal fyrir þjóðhátíð. Það reynist sífellt erfiðara að fá sjálfboðaliða í störf fyrir íþróttafélög og sannar síðasta útspil manna með föst mannvirki í Herjólfsdal þetta, enda voru rök fyrir þeim mannvirkjum að erfitt væri að manna vinnu við smíðar fyrir þjóðhátíð. En persónulega líkar mér ekkert við þetta nafn Eimskipshöllin, frekar en mér þótti fallegt að Valur skildi selja Vodafone nafnið á sinni höll sem og knattspyrnuvellinum. Hestamenn á Akureyri fóru reyndar þá leið að setja erlent nafn reiðhöll sína í skiptum fyrir reihnakka og hljómflutningstæki og sýnir það að menn geta tekið aðeins meira niðurfyrir sig en ÍBV menn gerðu í þessum samningi. En Egilshöllin er styrkt af Egils er það ekki ? Það nafn fer þeirri höll vel enda á það sér skemmtilega tilvísun í Íslendingasögunar og hæfir vel stóru og miklu húsi. Hefðu ekki allir verið sáttari við að höllin hefði verið kölluð Hásteinshöllin eða kanski Klöppin, Kletturinn eða eitthvað sem rýmar við nafngiftir sem önnur íþróttahús hafa fengið á síðustu árum, Kórinn, Fífann, Risinn, Boginn eða bara einfalt líkt og Akraneshöllin, Reykjaneshöllin, Fjarðarbyggðarhöllin sem dæmi séu tekin. En reynum að líta málið jákvæðum augum og látum þetta nafn ekki skemma gleðina sem fylgir húsinu.

Köllum þetta bara Hástein, Hásteinshöll eða Hásteinshelming (þetta er bara helmingurinn af höllinni er það ekki ? ) eða hvaða því nafni við viljum kalla þetta og vonum að úrræðagóðir menn sem búið geta til pening á þennan hátt fyrir íþróttalífið geti fundið álíka styrktaraðila til að fjármagna stúkuna sem svo sannarlega er kominn tími á og fé hefur vantað til að byggja í svo mörg ár. Skömmin að vera á sífellum undanþágum fara að verða kjánalegar.

Að lokum vill ég óska Vestmannaeyjabæ, Íþróttafélögunum, eldriborgurunum, flugukastæfingarfólki, sýningaraðilum komandi sýninga og öllum Vestmannaeyjingum til hamingju með húsið. Megi það styrkja uppbyggingu íþróttalífs í Vestmannaeyjum og skapa óteljandi tækifæri í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill. Íþróttir eiga að vera almenningseign en ekki auglýsing fyrir fyrirtæki sem sigla undir torkennilegum flöggum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband