Færsluflokkur: Bloggar

CLARK - WHATEVER

 


Fimmvörðuháls, skýrlsa, Eyjafjallajökull

Ég var nú ekki hár í loftinu þegar eldgosið á Heimaey varð og satt besta að segja var ég ekki fæddur. En það gos er það gos sem hefur haft hvað mest áhrif á mig á minni ævi. Ég, alinn upp í Vestmannaeyjum hef frá því ég man eftir mér haft mikinn áhuga á sögum frá þeim tíma og hef fylgst náið með öllu sem viðkemur því gosi, hvort sem er í lestri bóka um gosið eða að skoða gamlar myndir.

Allt frá því að ég fæddist hafa nokkur eldgos orðið á Íslandi og hafa þau alltaf verið mér fjarlægri en gosið í Eyjum sem ég þó aldrei upplifði. Ég man kannski helst eftir að hafa horft á Heklugosið árið 1991 og man ég vel hvar ég var þegar það byrjaði og svo man ég eftir gosinu í Grímsvötnum árið 1996 sem leiddi til þess að í jökulhlaupi yfir Skeiðarássand var brúnni sópað burtu. Önnur gos eru mér lítið meira en bara lítil áminning um að ég bý á Íslandi. 

Nú er komið að því að ég upplifi í fyrsta skipti talsvert hamfaragos og fylgist náið með um leið í skjóli frá sjónvarps- og tölvuskjánum.  Þetta eru tvö mögnuð gos á sinn hátt sem hafa orðið þess valdur að fólk hefur þurft jafnt að næturlagi  og að degi til að kveðja heimili sín í óvissu hvenær leyfi fengist til að snúa til baka til að huga að skepnunum sem þekkja ekki annað en klukku náttúrunnar og skipta engu um hvað er að gerast í pólitík eða trúarbrögðum og hvað þá hjá stofnun Almannavarna á Íslandi.

Gosið við Fimmvörðuháls snéri heldur betur öllu á hvolf á Íslandi. Fólk talaði um hagnað vegna ferðamanna og ólíklegustu menn fóru að mála skilti sem á stóð ELDGOSAFERÐIR.  Hreint gullæði greip um sig í miðri kreppunni. Uppá jöklum fóru að sjást snjósleðar sem margir hafa staðið óhreyfðir í áratug og jeppakallar sem ekki voru allveg búnir að græja jeppann fyrir sumarið ruku af stað og þurftu margir hverjir að bíta í það súra epli að kanski hefði verið betra eftir allt saman að klára að græja jeppann og æða svo af stað. Gosið á Fimmvörðuhálsi var spennandi túristagos líkt og það var nefnt og ekkert ólíkt þeim gosum sem orðið hafa á minni ævi, lítil gos með takmörkuð áhrif á daglegt líf. Almenning þyrsti í að skoða gosið og pantaði sér þyrluflug líkt og árið 2007 væri komið aftur.

En líkt og gosið á Fimmvörðuhálsi rauf eilíft maus fréttamanna um Icesafe leið ekki nema rétt 2 tímar frá því að skýrsla rannsóknarnefndar sá dagsins ljós og fréttir þess efnis að gosinu við Fimmvörðuháls væri lokið, Nú hafði þessi skýrsla þaggað í náttúrunni. Þvílík og önnur eins skýrsla hefur aldrei áður komið út. Þegar þarna var komið við sögu sá ég hve lík þessi atburðarás væri orðin leiknum um stein, pappír og skæri sem menn grípa oft til þegar á að útkljá ágreining eða vandamál. Ég sagði frá þessari hugljómun minni í Facebook stöðufærslu við fréttina um lok eldgosins við Fimmvörðuháls og sagði að þrenning þessi yrði fullkomuð ef/þegar nýtt gos hæfist sem myndi þagga niður í skýrsluumræðunni. leidbeining leiksÞað gerðist strax um kvöldið og get ég því sagt að

Steinn = Gosið í Eyjafjallajökli,

Pappír = Icesave og Hrunskýrlsan, og að lokum

Skæri = Gosið við Fimmvörðuháls

 

því hvað sem þessu stórmagnaða gosið í Eyjafjallajökli líður þá komum við aftur að þessari skýrslu fyrir rest hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta kallar að sjálfsögðu á ný merki til að nota í leiknum og fylgja þau að sjálfsögðu með hér.

Þetta magnaða gos í Eyjafjallajökli er stórfenglegt að sjá á myndum líkt og Heimaeyjargosið var 1973 í öllum þeim stórfenglegu myndum sem lifa nú á póstkortum sem sýna í raun bara glansmynd hræðilegs eldgos sem fékk alla íbúa Vestmannaeyja til að kveðja heimili sín í óvissu um hvenær eða hvort þau nokkurntímann snéru aftur. En ég öfunda ekki þá sem verða hvað mest fyrir barðinu á þessum eldgosum, íbúar í sveitunum, dýrin og jafnvel fólk sem þetta snertir á einhvern hátt vegna flugbanns víðsvegar um Evrópu. En við getum prísað okkur sæl með að manntjón hefur ekki orðið af gosunum sjálfum, þó að sorglegur atburður hafi orðið tengdur því að fólk hafi ætlað að fara að skoða illa undirbúið, sem hlýtur að minna okkur ennfrekar á að fara varlega og skipuleggja okkur vel. Ef allt fer á versta veg eigum við frábærar björgunarsveitir sem sýna það reglulega á ári hverju að þær eru okkur nauðsynlegar og það sem gleymist of eru þær háðar stuðningi okkar.

En nú höfum við verið slegin með óhugnarlegu eldgosi sem aðeins er þó brotabrot af því sem Kötlugos verður þegar það nú byrjar. Þetta má teljast sem “general” prufa fyrir það gos og kannski á sinn hátt ákveðin æfing í viðbrögðum landsins og í raun alls heimsins við þvílíkum náttúruhamförum. Að því sögðu vill ég benda á þá gríðarlegu vinnu sem Almannavarnir, RÚV, lögregla og björgunarsveitir landsins hafa unnið og bið fólk að hafa það í huga um næstu áramót þegar kaupa á flugelda um næstu áramót af björgunarsveitunum og borga nefskatt sinn til Rúv með glöðu geði í stað þess að fitja uppá trýnið. Það er við hæfi að sýna þakklæti okkar sem heima sitjum og horfum á allar fallegu myndirnar, óhugnarlegu myndirnar, skemmtilegu fréttirnar og hræðilegu fréttirnar af öllu þessu tengdu í skjóli frá sjónvarpsskjá eða tölvuskjá okkar.

 


Besti Benchwarmer Íslendinga... ennþá

Varamannabekkjastrumpur

Eiður á bekknum hjá Tottenham
 Ég er nú hræddur að þessi fyrirsögn á fréttinni sé aðeins ein af mörgum sem á eftir að birtast á síðum mbl.is hér eftir um knattspyrnumanninn Eið Smára og veru hans hjá Tottenham.

Það virðist vera að Eiður hafi valið frekar að verma bekkinn í óákveðinn tíma og sanna sig hægt og rólega í stað þess að fara í lið þar sem hann myndi detta strax inní liðið og jafnvel þá ekki náð að sanna sig með tilheyrandi leiðindum. Það er vitað mál að ef þú einusinni missir fast sæti þitt í liðinu þá er erfðara að vinna sig inní það aftur í stað þess að byrja á bekknum og vinna sig inní byrjunarlið og halda þeirri stöðu. (heimildir sem ég hef um það mál er eingöngu skoðun sem ég hef haft mjög lengi en byggi það ekki á neinum einstökum rannsóknum, kanski bara bull í mér.)

En ef að enski boltinn er akkúrat það sem Eiður kann best við þá á hann eftir að standa sig þarna.

 


mbl.is Eiður á bekknum hjá Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmt fræ þarna - myndir

Það þyrfti að fylgja með úrskurði dómnefndar í hverju nýjungin með bíl sem getur ekið á hlið felist.

Fyrir mér hljómar þetta sem allgömul hugmynd og prótótýpur af slíkum bílum verið oft gerðar. Ég heyrði fyrst af svona bíl fyrir 20 árum síðan þegar Ómar Ragnarsson sýndi þannig bíl í einhverjum þætti (nema það hafi verið 1.april gapp sjónvarpsins það árið).

Citroen sem kynnti þetta á áttunda áratugnum en kanski voru jafnvel einverjir komnir fyrir það. 

Árið 2008 kynnti NASA hugmynd að bíl sem gæti gert þetta. Nissan hefur kynnt hugmyndabíl sem hefur þennan eiginleika en hann er hér að neðan.  

mini-car-cp-3695837

NISSAN PIVO 2 er hugmyndabíll sem Nissan kynnti árið 2007. Skildi reyndar aldrei með þann bíl afhverju hann þurfti að líkjast einhverju ódýru leikfangi og stjórnklefinn snýst líka í hring. 

 

 

 

 

 

 

 

 

En kanski er ég bara ekki að skilja þessi verðlaun og vona ég þá bara að einhver fræði mig um þetta. 

Hin hugmyndin á að mínu mati þetta fyllilega skilið og skömm að deila þurfi milljóninni í tvennt.


mbl.is Hliðarbíll og loftræsting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netorðin fimm frá SAFT

Eftirfarandi er tekið af heimasíðu SAFT www.saft.is og er holl lesning fyrir alla aðila og þá kanski ekki síður Hrannar B. Arnarson aðalega þá liðir fjögur og fimm

1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu

- - -

1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
Allt sem við gerum og segjum er endurspeglun á því hvernig við hugsum og hvað við sjáum í kring um okkur. Þó aðrir þekki okkur ekki vitum við alltaf sjálf hver við erum. Stundum veljum við að koma fram á Netinu undir dulnefni eða nafnlaust. Það getur stundum verið nauðsynlegt og stundum skemmtilegt, en við getum ekki verið nafnlaus eða undir dulnefni gagnvart okkur sjálfum. Þess vegna viljum við vera sátt við allt sem við gerum og geta litið í eigin barm án þess að líða illa.

2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
Það er auðvelt að nota Netið til að særa annað fólk. Ljót skrif eða myndbirtingar af öðrum eru ofbeldi gagnvart öðrum og geta valdið mikilli vanlíðan. Þær valda vanlíðan hjá þeim sem verður fyrir því og þær valda líka vanlíðan hjá þeim sem setur slíkt á Netið. Mörgum líður illa og eru með samviskubit vegna þess að þeir hafa sært aðra. Þegar við setjum ljótt efni á Netið um einhvern annan er það opið fyrir alla og það er aldrei hægt að taka það aftur. Hugsum okkur því vel um áður en við segjum eitthvað eða setjum efni á Netið sem getur sært eða meitt aðra manneskju. Komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.

3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
Það er nauðsynlegt að vita alltaf hvað maður er að gera þegar maður tekur þátt í einhverju á Netinu. Það getur verið hættulegt að vera í samskiptum við fólk sem maður þekkir ekki nema í gegn um Netið. Förum varlega þegar við gefum persónulegar upplýsingar um okkur á Netinu. Það getur valdið miklum vandræðum að setja upplýsingar um sig á Netið ef maður veit ekki hver fær upplýsingarnar. Margir hafa fengið vírus sem skemmt hefur tölvuna eða eru í miklum vandræðum með ruslpóst vegna þess að þeir hafa skráð sig inn á vefsíður sem þeir þekkja ekki og vita ekki hverjir halda úti.
Það er líka nauðsynlegt að athuga vel hvort hægt er að treysta upplýsingum sem fengnar eru af Netinu. Athugum hvaðan upplýsingarnar eru og hvort þær eru réttar áður en við notum þær.

4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
Það er ekkert einkalíf til á Netinu. Allt sem sett er þar inn er opið fyrir alla, alltaf. Ef við viljum ekki að allir sjái hvað við erum að segja eða gera skulum við ekki setja það á Netið. Hver sem er getur skoðað bloggsíður
og annað sem við setjum á Netið og auðvelt er að finna vefsíður. Hver sem
er getur líka náð í það efni sem við setjum á Netið og vistað það hjá sér.
Þess vegna þurfum við að hugsa okkur vel um áður en við setjum upplýsingar um okkur eða myndir af okkur eða öðrum á Netið. Þó við tökum þær út af vefsíðunum okkar getur hver sem er náð í þær meðan þær eru inni.

5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu
Við berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Það á við um Netið eins og allt annað. Þess vegna þurfum við að geta svarað fyrir allt sem við setjum þar inn. Hægt er að rekja tölvupóst og allar færslur sem settar eru inn á Netsíður. Það er ekki notaleg tilhugsun að þurfa að standa frammi fyrir foreldrum, skólastjórnendum, vinnuveitanda eða jafnvel lögreglunni og þurfa að svara fyrir eitthvað sem við hefðum ekki átt að setja á Netið. Munum líka að lögin í landinu gilda líka um það sem fólk gerir á Netinu.


mbl.is Fésbókarsíðan ekki opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mbl.is að auglýsa þetta aftur?

Merkilegt að mbl.is er orðin einhver auglýsingastofa í fréttum sínum... Það er nú ekki meira en 2 vikur síðan að mbl.is sagði frá húsgögnum Spron til sölu og þá var það akkúrat sömu húsgögn enda vitum við það svosem öll. . Nú á að auglýsa þetta undir nafni frjálsa. Hvað næst ? Kaupþing selur húsgögn?

Eru bankarnir farnir að vera kennitöluflakkandi húsgagnasölur ?


mbl.is Sérsmíðaður viðskiptavinabekkur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög spennandi sumar árið 2010

Það verður spennandi að sjá hvað á eftir að gerast með metnaðarfullt lið ÍBV næsta sumar. Að vísu hafa útlendingar horfið af braut en sú staðreynd að Andri hafi framlengt og þeir Tryggvi og Ásgeir séu að koma "nýjir" inn hlýtur að fylla allavega það skarð sem skapaðist með brottför útlendingana.

Ég held að ÍBV sé að gera rétta hluti því ljóst er að gengismunur gerði það að verkum að íslenskir leikmenn eru að koma betur út fyrir liðið þessa stundina. En ef gengið lagast þá er bara aldrei að vita hvaða útlendingar koma í liðið.


mbl.is Tryggvi: Spennandi tímar í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur

Það á ekki af honum Gaua að ganga.

Erfitt hefur verið fyrir hann að festa sig í einhverju starfi þarna á Bretlandi jafnt sem á Íslandi. . 

En alltaf bítur hann frá sér (einusinni bókstaflega)

Ég hef tröllatrú á honum sem þjálfara en spurningin ef hvort hann ráði við það á erlendri grundu. 

 Ferill hans er eftirfarandi

 1987             ÍA Akranes   Fyrsta ár hans sem þjálfara

1988–1990    KA Akureyri  Íslandsmeistarar 1989

1991–1993    ÍA Akranes Tók við liðinu, fór upp um deild í fyrstu tilraun og unnu IA Íslandsmeistaratitilinn 1992-1996

1994–1995    KR ReykjavíkUndir hans stjórn unnu KR Bikarinn bæði árin. REKINN

1996              ÍA Akranes Tók aftur við liðinu og vann bæði deild og bikar

1997–1999    Iceland Þekkjum öll í hvaða sæti við vorum á styrkleikalistanum þarna og hvað hefur gerst síðan hann hætti.

1999–2002    Stoke City Vann framrúðubikarinn og er enn talinn til sigurstranglegustu þjálfa Stoke fyrr og síðar. 

2002              Start Þarna er ekki mikið til að hrópa húrra yfir.

2003–2004    Barnsley Rekinn þarna

2005              Keflavík Þetta tímabil(eða ekki tímabil) er hlægilegt í alla staði

2005–2006    Notts County Sagði upp þarna eftir slappt gengi liðsins

2007–2008    ÍA Akranes Gekk ágetlega og endaði í 3 sæti en árið 2008 var stefnan fall og var hann rekinn. ÍA féll

2008–2009    Crewe Alexandra liðið féll á fyrsta ári og ekkert gengið í ár.. rekinn er niðurstaðan...

 

Eftir þessa samantekt held ég að við séum með þjálfara sem er sá sigursælasti á Íslandi fyrr og síðar en því miður ekki náð að fóta sig almennilega erlendis. 

 


mbl.is Guðjón rekinn frá Crewe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgin ekki saklaus, ætti að taka til í eigin garði fyrst

Það er til málsháttur þar sem bæði glerhýsi og steinn koma fyrir og held ég að Reykjavíkurborg ætti að athuga aðeins hvort þau geti ekki heimfært þann ágæta málshátt upp borgina sjálfa áður en farið er í svona framkvæmdir.

Á lóðinni Bergstaðarstræti 18 er ekki fagurt um að líta. Lóð þessi hefur til margra ára verið notuð sem ruslahaugur fyrir verktaka sem eiga húsin þar beggja vegna en þau hús hafa einmitt verið látin grotna niður. Lóðin er ömurleg útlítandi og td er þar stór sandbyngja og hafa kettir miðbæjarins tekið loppum saman og ákveðið að skíta þar nær eingöngu..semsagt risa kattasandur... Gaman væri að fá heilbrigðisyfirvöld á svæðið til að taka "sandkassann" út. Af lóðinni stafar einnig hætta fyrir börn í hverfinu og er það til skammar að lóðin sé ekki almennilega girt af. 

Það stendur einmitt nú yfir kynningaferli á nýju deiluskipulagi þar sem 40 hótelíbúðir eiga að vera í þessum húsum auk flutningshúss sem stendur til að færa á reitinn. Mæli með að fólk kynni sér það mál en þar fer skipulagsráð hamförum í því óréttlæti sem íbúar Reykjavíkurborgar eru sífellt beitnir til þess eins að leyfa einstaka verktökum að byggja að eigin villd.  

Þann 22.ágúst var öllum gestum á menninganótt bent á að lóð að Bergstaðarstræti 18 væri þinglýst eign Reykjavíkurborgar og að umhirða á lóðinni væri alfarið á ábyrgð borgaryfirvalda. Ég læt myndir af umræddri lóð fylgja með blogginu og ennfremur frétt sem birtist um gjörninginn á mbl.is og morgunblaðið skrifaði einnig um daginn eftir.  

 

Lóðin á milli þessara húsa er egin Reykjavíkurborgar

Lóðin að Bergstaðarstærit 18 er á milli tveggja húsa sem verktakar leyfa að grotna niður. Lóðin nr 18 er eign Reykjavíkurborgar og ætti hún að sinna lóðinni áður en hún fer að gramsa í garði annara.

Helmingur lóðarinnar sem Reykjavíkurborg á en sinnir ekki.

Hér sést helmingur lóðarinnar en lóð Reykjavíkurborgar nær nánast að húsinu á horninu. Hér sést að girðing er brostin. 

Sandkassi kattanna í hverfinu

Kattasandkassi fyrirHefðarketti hverfisins.

Þarfir kattarins

Svona er sandurinn meira og minna og gaman væri að fá heilbrigðisteftirlit á svæðið. 

Bergstaðarstræti 18

Hér sést yfir meirihluta lóðarinnar. 

 

 

 

Kári Halldór og Stefán Þór setja upp skilti á lóð nr 18 við Bergstaðarstræti
Mynd frá 22.ágúst sl. þegar nágranar Bergstaðarstrætis 18 bentu samborgurum sínum á hver ætti þessa lóð sem er til háborinnar skammar. Það vill svo vel til að Reykjavíkurborg er þinglýstur eigandi lóðarinnar en hefur lofað einum af sínum verktakafyrirtækja vinum að kaupa hana þegar borginni hefur tekist að breyta deiluskipulagi á þá leið að verktakinn fái að gera 40 hótelíbúðir í mikilli óþökk nágrananna. 
Mæli með að fólk kynni sér þessa deiluskipulagstillögu og sendi svo inn athugasemd http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1604/2425_read-15960
Einnig má benda á fund þann 28.sept í Borgartúni 12-14 kl 20:00 á 7.hæð þar sem tillagan verður kynnt.
 

mbl.is Viðhaldið er ekki einkamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oasis hættir !

Ég hef verið aðdáandi hljómsveitarinnar Oasis síðan ég heyrði þeirra fyrstu smáskífu. Eitthvað sem heillaði mig. Síðan þá hef ég oft reynt að sjá þá en alltaf eitthvað óviðráðanlegt valdið því að ég sæi þá ekki.. Í þrígang hef ég átt miða á tónleika til að sjá þá en alltaf farið út í veður og vind eða allt þar til í byrjun þessa árs þegar ég flaug til Kaupmannahafnar og sá þá spila í Forum. Það að Noel sé nú hættur stofnar að sjálfsögðu bandinu í mikla hættu enda höfundur alls þess besta sem bandið hefur átt.. Ég er allavega sáttur að hafa náð að sjá þá. Meðfylgjandi er myndband sem ég tók á tónleikunum í janúar og klippti saman

 


mbl.is Oasis saman aftur eftir fimm ár?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband