Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Besti Benchwarmer Íslendinga... ennþá
21.2.2010 | 19:30
Eiður á bekknum hjá Tottenham
Ég er nú hræddur að þessi fyrirsögn á fréttinni sé aðeins ein af mörgum sem á eftir að birtast á síðum mbl.is hér eftir um knattspyrnumanninn Eið Smára og veru hans hjá Tottenham.
Það virðist vera að Eiður hafi valið frekar að verma bekkinn í óákveðinn tíma og sanna sig hægt og rólega í stað þess að fara í lið þar sem hann myndi detta strax inní liðið og jafnvel þá ekki náð að sanna sig með tilheyrandi leiðindum. Það er vitað mál að ef þú einusinni missir fast sæti þitt í liðinu þá er erfðara að vinna sig inní það aftur í stað þess að byrja á bekknum og vinna sig inní byrjunarlið og halda þeirri stöðu. (heimildir sem ég hef um það mál er eingöngu skoðun sem ég hef haft mjög lengi en byggi það ekki á neinum einstökum rannsóknum, kanski bara bull í mér.)
En ef að enski boltinn er akkúrat það sem Eiður kann best við þá á hann eftir að standa sig þarna.
Eiður á bekknum hjá Tottenham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)