Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Mjög spennandi sumar árið 2010

Það verður spennandi að sjá hvað á eftir að gerast með metnaðarfullt lið ÍBV næsta sumar. Að vísu hafa útlendingar horfið af braut en sú staðreynd að Andri hafi framlengt og þeir Tryggvi og Ásgeir séu að koma "nýjir" inn hlýtur að fylla allavega það skarð sem skapaðist með brottför útlendingana.

Ég held að ÍBV sé að gera rétta hluti því ljóst er að gengismunur gerði það að verkum að íslenskir leikmenn eru að koma betur út fyrir liðið þessa stundina. En ef gengið lagast þá er bara aldrei að vita hvaða útlendingar koma í liðið.


mbl.is Tryggvi: Spennandi tímar í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur

Það á ekki af honum Gaua að ganga.

Erfitt hefur verið fyrir hann að festa sig í einhverju starfi þarna á Bretlandi jafnt sem á Íslandi. . 

En alltaf bítur hann frá sér (einusinni bókstaflega)

Ég hef tröllatrú á honum sem þjálfara en spurningin ef hvort hann ráði við það á erlendri grundu. 

 Ferill hans er eftirfarandi

 1987             ÍA Akranes   Fyrsta ár hans sem þjálfara

1988–1990    KA Akureyri  Íslandsmeistarar 1989

1991–1993    ÍA Akranes Tók við liðinu, fór upp um deild í fyrstu tilraun og unnu IA Íslandsmeistaratitilinn 1992-1996

1994–1995    KR ReykjavíkUndir hans stjórn unnu KR Bikarinn bæði árin. REKINN

1996              ÍA Akranes Tók aftur við liðinu og vann bæði deild og bikar

1997–1999    Iceland Þekkjum öll í hvaða sæti við vorum á styrkleikalistanum þarna og hvað hefur gerst síðan hann hætti.

1999–2002    Stoke City Vann framrúðubikarinn og er enn talinn til sigurstranglegustu þjálfa Stoke fyrr og síðar. 

2002              Start Þarna er ekki mikið til að hrópa húrra yfir.

2003–2004    Barnsley Rekinn þarna

2005              Keflavík Þetta tímabil(eða ekki tímabil) er hlægilegt í alla staði

2005–2006    Notts County Sagði upp þarna eftir slappt gengi liðsins

2007–2008    ÍA Akranes Gekk ágetlega og endaði í 3 sæti en árið 2008 var stefnan fall og var hann rekinn. ÍA féll

2008–2009    Crewe Alexandra liðið féll á fyrsta ári og ekkert gengið í ár.. rekinn er niðurstaðan...

 

Eftir þessa samantekt held ég að við séum með þjálfara sem er sá sigursælasti á Íslandi fyrr og síðar en því miður ekki náð að fóta sig almennilega erlendis. 

 


mbl.is Guðjón rekinn frá Crewe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband