Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
2300 á móti á röngum forsendum?
31.10.2008 | 09:46
Getur það virkilega verið að hópurinn Verndum Elliðaárdal hafi lokkað fleirri til undiskriftar með villandi myndum og röngum staðreyndum um húsið?
Hlustaði á viðtal í morgun þar sem hin hliðin virtist koma í ljós.
Hópurinn segir húsið vera 15 metrum hærra en það er samkvæmt teikningum og 1000 m² stærra en það er.
Húsið er víst hæst 10 metrar og þykir mér miður ef skila á listan núna inn þar sem að með röngum forsendum hefur hópurinn safnað saman þessum undirskriftum á móti byggingu slökkvistöðvarinnar.
Ég er hvorki með né á móti enda ekki kynnt mér málið betur en svo að ég hef heyrt báðar hliðar einusinni og þær stangast á.
Mótmæli vegna slökkvistöðvar í Elliðaárdal afhent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Einföldun á heiminum í dag - Skilgreiningar
21.10.2008 | 13:36
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.
KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.
FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.
SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein
SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.
BANDARÍSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.
ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, Kúmann, sem nær miklum vinsældum um allan heim.
ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.
ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.
RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.
SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.
KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.
INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.
BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki
ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.
NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.
ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danir og Janteloven
16.10.2008 | 13:22
Danir eru nú misjafnir einsog þeir eru margir.
En ég hef rekið mig á þessa neikvæðni gagnvart íslendingum í nokkur ár. Ég varð nokkuð var við það í skólanum að fólk bjóst við stórum skell á íslenska kaupsýslumenn og nú hlakkar í þeim sömu, það versta er bara að þetta rífur þjóðina með og það líðum við fyrir.
En danir gera sér ekki grein fyrir að nú verður dönum af hluta þeirra 80 milljarða króna innleggi í dönskum kr sem íslendingar nota í danmörku.
Danir eru ekki "Ligeglad" einsog sumir íslendingar halda alltaf þeir eru smámunasamir, blindaðir af janteloven, blindaðir af eigin ágæti og fatta það ekki.
Hér eru janteloven og þetta erum við að finna fyrir núna.
- Du skal ikke tro, du er noget.
You shall not believe that you are somebody.
- Du skal ikke tro, at du er lige så meget som os.
You shall not believe that you are as worthy as us.
- Du skal ikke tro, at du er klogere end os.
You shall not believe that you are any wiser than us. - Du skal ikke bilde dig ind, at du er bedre end os.
You shall not imagine that you are any better than us.
- Du skal ikke tro, at du ved mere end os.
You shall not believe that you know anything more than us. - Du skal ikke tro, at du er mere end os.
You shall not believe that you are more than us.
- Du skal ikke tro, at du duer til noget.
You shall not believe that you are good at anything. - Du skal ikke le ad os.
You shall not laugh at us.
- Du skal ikke tro, at nogen bryder sig om dig!
You shall not believe that anyone cares about you!
- Du skal ikke tro, at du kan lære os noget!
You shall not believe that you can teach us anything!
Rekin úr búð í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 29.10.2008 kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Land Rover - Range Rover = Game Over
10.10.2008 | 20:04
Já þetta er hræðilegt. Að sitja uppi með svona agarlegt bílalán eingöngu vegna þess að maður vildi vera einsog hinir stóru strákarnir. Þetta er það sama og gerðist í sí og æ þegar maður í æsku sagði "já en allir hinir meiga fá svona" og svo kom það í ljós að allir hinir voru bara 2 eða 3... Það er nefnilega þannig, það eru bara 2 eða 3 sem áttu svona bíl, hinir voru á lánum og eru í ruglinu núna
Borgað fyrir að yfirtaka lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 29.10.2008 kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)