Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Þarna hefði verið gott að hafa göng!!!!

Allavega hefðu sparast hundruðir þúsunda á að aka þetta í stað þess að kalla út þyrlu.

Kanski hægt sé að draga þennan kostnað frá í útreikningum um kostnað við að gera göng.  

 

Þetta mál er orðið svo umfangsmikið að kvikmynd er örugglega í smíðum sem frumsýnd verður í bíóinu í  Eyjum 2. í jólum


mbl.is Flutt til Selfoss og leidd fyrir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkynhneigð og Hjónavígslur

Ég velti því fyrir mér eftir að umræðan um að samkynhneigðir fái að ganga í heilagt hjónaband afhverju fólki finnst það verra að það sé kallað hjón.

Afhverju er td Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur svona á móti þessu? hún talar um að karli og konu sé úhýst úr hjúskaparlögunum... Þetta finnst mér vera mikill miskilningur og vera hrein og bein vitleysa.  Hún sagði svo í Silfri Egils á sunnudagskvöld að konan myndi missa stöðu sýna í þjóðfélaginu... Einnig setti hún málið þannig fram að ekki væri annað að skilja en að  óvíst væri í framtíðinni hver myndi ganga með börnin. HVER Á AÐ TAKA AÐ SÉR BARNEIGNIR? spurði hún. Ég hallast nú að þvi að hvað sem við erum kölluð þá sjái náttúran um þá hluti. Td er hægt að haga sér einsog svín þó að úr verði grís.  

Hjónaband er sáttmáli milli einstaklinga um samvistir og sameiginlega ábyrgð, þar sem einstaklingarnir ákveða að eyða lífinu saman. Oftast er hjónaband bæði siðferðislegur og lagalegurmanna, og jafnvel í elstu heimildum virðist sem hjónaband hafi verið orðið að hefð. Þótt ýmsir mannfræðingar hafi rannsakað hjónaband í mismunandi samfélögum er lítið vitað um uppruna þess.   sáttmáli. Hjónaband fyrirfinnst í nánast öllum samfélögum  (tekið af Wikipedia.com)

Ég held að það væri bara gott mál að sleppa þessari skilgreiningu á orðinu hjón = karl+kona út og kalla þetta hjónaband einstaklinga.

 Í umræðu um samkynhneigð fyrir nokkrum vikum sló ég því upp að best væri bara að allir væru Bi-seksual þar til annað kemur í ljós því við eigum að elska hin innri mann en ekki útlitið eða formið.. Það er ekki hægt að  réttlæta það að maður girnist bara gagstætt kyn.. eða hvað?


Þjóðin ræður. Hér er lausnin

Ég hef undanfarið verið að pæla hvað er hægt að gera fyrir þetta svokallaða landslið okkar. og tvær hugmyndir svona ofarlega hjá mér. 

Önnur er sú að hafa bara efsta liðið hverju sinni í efstu deil á Íslandi sem grunn að landsliðinu og nota svo þá snillinga sem eru á annað borð að spila með sínum liðum af einhverju viti erlendis. Það vita allir að maður sem bara æfir með stórliði en spilar aldrei leik er ekkert betri er sá sem æfir og spilar hér heima eða hjá smærri klúbbi erlendis. En þetta er hugmyndin sem mér líkar verr við af mínum hugmyndum.

Hin er þessi.

Gerum íslensku þjóðina af landsliðsþjálfara. Draumalið íslensku þjóðarinnar. Fólk kýs menn annaðhvort á netsíðu eða með sms sem það vill sjá spila og svo eru stigahæstu menn notaðir í liðið. Til að stjórna æfingum og á leikdegi er að sjálfsögðu þjálfari, en það hefur sýnt sig í alltof mörg skipti að þeir velja oft mjög vitlaust í hópinn. 

Að sjálfsögðu þyrfti að hafa eitthvað þak á hverjir eru í boði en það gætu evt. verið 100 leikmenn sem valdir eru af þjálfaranum. Með þessu móti gerum við það sem við erum best í (að kjósa á netinu) og við bryddum uppá nýbreytni og gerum loks eitthvað við þetta lið sem alltof oft skúffar íslensku þjóðina sem ávalt heldur að í dag séum við besta lið í heimi. 

Þetta myndi vekja margar þjóðir til umhugsunar en eingin þjóð á eins bágt og við núna held ég og þetta er rétti tíminn til að breyta til...

 

Ps. Eyjólfur er ekki að standa sig 

 

 


mbl.is Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kex sem eykur gæði tónlistar?

Það væri frábært ef til væru japanskarsmákökur sem gera þær hæfileikaríkari í tónsmíðum. En sóloferill þeirra telpna sýnir að þær eru allavega ekki búnar að finna svoleiðis kökur.. 

 Ég kanski ætti að fara í framleiðslu á kexkökunum "wannabe" 


mbl.is Mel C á sérfæði til að stækka brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband