Borgin ekki saklaus, ætti að taka til í eigin garði fyrst

Það er til málsháttur þar sem bæði glerhýsi og steinn koma fyrir og held ég að Reykjavíkurborg ætti að athuga aðeins hvort þau geti ekki heimfært þann ágæta málshátt upp borgina sjálfa áður en farið er í svona framkvæmdir.

Á lóðinni Bergstaðarstræti 18 er ekki fagurt um að líta. Lóð þessi hefur til margra ára verið notuð sem ruslahaugur fyrir verktaka sem eiga húsin þar beggja vegna en þau hús hafa einmitt verið látin grotna niður. Lóðin er ömurleg útlítandi og td er þar stór sandbyngja og hafa kettir miðbæjarins tekið loppum saman og ákveðið að skíta þar nær eingöngu..semsagt risa kattasandur... Gaman væri að fá heilbrigðisyfirvöld á svæðið til að taka "sandkassann" út. Af lóðinni stafar einnig hætta fyrir börn í hverfinu og er það til skammar að lóðin sé ekki almennilega girt af. 

Það stendur einmitt nú yfir kynningaferli á nýju deiluskipulagi þar sem 40 hótelíbúðir eiga að vera í þessum húsum auk flutningshúss sem stendur til að færa á reitinn. Mæli með að fólk kynni sér það mál en þar fer skipulagsráð hamförum í því óréttlæti sem íbúar Reykjavíkurborgar eru sífellt beitnir til þess eins að leyfa einstaka verktökum að byggja að eigin villd.  

Þann 22.ágúst var öllum gestum á menninganótt bent á að lóð að Bergstaðarstræti 18 væri þinglýst eign Reykjavíkurborgar og að umhirða á lóðinni væri alfarið á ábyrgð borgaryfirvalda. Ég læt myndir af umræddri lóð fylgja með blogginu og ennfremur frétt sem birtist um gjörninginn á mbl.is og morgunblaðið skrifaði einnig um daginn eftir.  

 

Lóðin á milli þessara húsa er egin Reykjavíkurborgar

Lóðin að Bergstaðarstærit 18 er á milli tveggja húsa sem verktakar leyfa að grotna niður. Lóðin nr 18 er eign Reykjavíkurborgar og ætti hún að sinna lóðinni áður en hún fer að gramsa í garði annara.

Helmingur lóðarinnar sem Reykjavíkurborg á en sinnir ekki.

Hér sést helmingur lóðarinnar en lóð Reykjavíkurborgar nær nánast að húsinu á horninu. Hér sést að girðing er brostin. 

Sandkassi kattanna í hverfinu

Kattasandkassi fyrirHefðarketti hverfisins.

Þarfir kattarins

Svona er sandurinn meira og minna og gaman væri að fá heilbrigðisteftirlit á svæðið. 

Bergstaðarstræti 18

Hér sést yfir meirihluta lóðarinnar. 

 

 

 

Kári Halldór og Stefán Þór setja upp skilti á lóð nr 18 við Bergstaðarstræti
Mynd frá 22.ágúst sl. þegar nágranar Bergstaðarstrætis 18 bentu samborgurum sínum á hver ætti þessa lóð sem er til háborinnar skammar. Það vill svo vel til að Reykjavíkurborg er þinglýstur eigandi lóðarinnar en hefur lofað einum af sínum verktakafyrirtækja vinum að kaupa hana þegar borginni hefur tekist að breyta deiluskipulagi á þá leið að verktakinn fái að gera 40 hótelíbúðir í mikilli óþökk nágrananna. 
Mæli með að fólk kynni sér þessa deiluskipulagstillögu og sendi svo inn athugasemd http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1604/2425_read-15960
Einnig má benda á fund þann 28.sept í Borgartúni 12-14 kl 20:00 á 7.hæð þar sem tillagan verður kynnt.
 

mbl.is Viðhaldið er ekki einkamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grenimelur 46 er líka gott dæmi. Þar er byggingarkrani sem fer sennilega um koll í næsta roki og veldur tjóni sem ekki fæst bætt.

íbúi (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Ómar Ingi

Góð færsla

Ómar Ingi, 12.9.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband