Oasis hættir !
30.8.2009 | 21:50
Ég hef verið aðdáandi hljómsveitarinnar Oasis síðan ég heyrði þeirra fyrstu smáskífu. Eitthvað sem heillaði mig. Síðan þá hef ég oft reynt að sjá þá en alltaf eitthvað óviðráðanlegt valdið því að ég sæi þá ekki.. Í þrígang hef ég átt miða á tónleika til að sjá þá en alltaf farið út í veður og vind eða allt þar til í byrjun þessa árs þegar ég flaug til Kaupmannahafnar og sá þá spila í Forum. Það að Noel sé nú hættur stofnar að sjálfsögðu bandinu í mikla hættu enda höfundur alls þess besta sem bandið hefur átt.. Ég er allavega sáttur að hafa náð að sjá þá. Meðfylgjandi er myndband sem ég tók á tónleikunum í janúar og klippti saman
Oasis saman aftur eftir fimm ár? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Common who cares
Ómar Ingi, 30.8.2009 kl. 22:12
me
Davíð Þór Þorsteinsson, 30.8.2009 kl. 22:13
þeir eru þéttir en afar illa tenntir. kv d
doddý, 4.9.2009 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.