2300 á móti á röngum forsendum?

Getur það virkilega verið að hópurinn Verndum Elliðaárdal hafi lokkað fleirri til undiskriftar með villandi myndum og röngum staðreyndum um húsið?

 Hlustaði á viðtal í morgun þar sem hin hliðin virtist koma í ljós. 

Hópurinn segir húsið vera 15 metrum hærra en það er samkvæmt teikningum og 1000 m² stærra en það er.

Húsið er víst hæst 10 metrar og þykir mér miður ef skila á listan núna inn þar sem að með röngum forsendum hefur hópurinn safnað saman þessum undirskriftum á móti byggingu slökkvistöðvarinnar. 

Ég er hvorki með né á móti enda ekki kynnt mér málið betur en svo að ég hef heyrt báðar hliðar einusinni og þær stangast á.


mbl.is Mótmæli vegna slökkvistöðvar í Elliðaárdal afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það kemur fram á þessari slóð sem er PDF skjal sem fylgir deiliskipulagstillögunni að slökkvistöðin sé allt að 15 metra há og 2050 fermetra há. Þetta eru þær upplýsingar sem fylgja tillögunni.

http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/skipbygg/skipulagsm_l/mal_kynningu/deiliskipulag_2008/08068-pl_skyr-2000.pdf

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Já eða einsog stendur þar nákvæmlega

Hámarks hæð byggingarinnar er 15 m mælt
frá efri brún gólfplötu neðstu hæðar og upp á topp stiga og
lyftuhúss.

 Þetta þýðir því ekki að húsið sé endilega 15 m hátt enda er efri brún neðstu hæðar niðurgrafinn er það ekki?  Og hæsti punktur hússins er á topp af stiga og lyftuhúsinu

Stefán Þór Steindórsson, 31.10.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já eigum við ekki að miða við hæsta mögulega punkt, það er það sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir... Ég get reyndar ekki séð á þessari mynd hvar hæsti punktur er nákvæmlega.

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það má einnig bæta því við að húsið er bara grafið niður öðru megin frá. Frá dalnum eru allir metrarnir ofan jarðar. Samkvæmt þeim gögnum sem fylgja deiliskipulagstillögunni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 16:40

5 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Miðað við kóta hússins þá er það 13 metrar sá ég á einhverri teikningu núna.

Stefán Þór Steindórsson, 31.10.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband