Pínleg misstök í jólastressinu

Já það var heldur en ekki pínleg staða sem ég lenti í fyrr í dag. Þannig er að ég hafði samið jólalag og langaði að deila því með nokkrum vel völdum einstaklingum sem ég þekki. Lagið er á myspace síðunni hjá Mekbuda og því auðvelt að senda bara link á alla á msn contact listanum mínum sem ég vildi að hlustuðu á lagið. Uþb 15 manns voru þegar þetta var online og ég klikkaði það fyrsta og skrifaði smá skilaboð um að ég myndi ekki senda jólakort í ár heldur senda jólalag til fólks. Í lokin á þessu skrifaði ég svo Hér er jólakortið mitt í ár (og eftir fylgdi hlekkur beint á myspace síðuna)

Þennan texta kóperaði ég svo í nokkra glugga og sendi jafnóðum. Svo þegar ég var búinn að kíkja á þetta þá klikkaði ég á linkinn og í sama augnabliki byrjuðu allar "línur" að loga neðst á skjánum mínum.. Ég hafði víst í byrjun tekist að skrifa mypsace.com í stað myspace  og munurinn á þessu tvennu er afar einfaldur..

Eitt er einhver klámsíða og hitt er okkar ástkæra MySpace... Það þarf ekki að spyrja að því hvað fólk var að segja við mig næstu mínúturnar... Ég sat eldrauður í framan og skammaðist mín á meðan hugur minn fór í hendingskasti yfir það hvort ég hafi nokkuð sent þetta á mömmu eða einhverja ættingja sem ekki hafa aldur til að sjá svona fínheit. 

Hér er svo réttur linkur á lagið sem ég svo stoltur vildi sýna fólki..   www.myspace.com/mekbuda

 

 

mypsace

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband