Samkynhneigð og Hjónavígslur
22.10.2007 | 13:12
Ég velti því fyrir mér eftir að umræðan um að samkynhneigðir fái að ganga í heilagt hjónaband afhverju fólki finnst það verra að það sé kallað hjón.
Afhverju er td Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur svona á móti þessu? hún talar um að karli og konu sé úhýst úr hjúskaparlögunum... Þetta finnst mér vera mikill miskilningur og vera hrein og bein vitleysa. Hún sagði svo í Silfri Egils á sunnudagskvöld að konan myndi missa stöðu sýna í þjóðfélaginu... Einnig setti hún málið þannig fram að ekki væri annað að skilja en að óvíst væri í framtíðinni hver myndi ganga með börnin. HVER Á AÐ TAKA AÐ SÉR BARNEIGNIR? spurði hún. Ég hallast nú að þvi að hvað sem við erum kölluð þá sjái náttúran um þá hluti. Td er hægt að haga sér einsog svín þó að úr verði grís.
Hjónaband er sáttmáli milli einstaklinga um samvistir og sameiginlega ábyrgð, þar sem einstaklingarnir ákveða að eyða lífinu saman. Oftast er hjónaband bæði siðferðislegur og lagalegurmanna, og jafnvel í elstu heimildum virðist sem hjónaband hafi verið orðið að hefð. Þótt ýmsir mannfræðingar hafi rannsakað hjónaband í mismunandi samfélögum er lítið vitað um uppruna þess. sáttmáli. Hjónaband fyrirfinnst í nánast öllum samfélögum (tekið af Wikipedia.com)
Ég held að það væri bara gott mál að sleppa þessari skilgreiningu á orðinu hjón = karl+kona út og kalla þetta hjónaband einstaklinga.
Í umræðu um samkynhneigð fyrir nokkrum vikum sló ég því upp að best væri bara að allir væru Bi-seksual þar til annað kemur í ljós því við eigum að elska hin innri mann en ekki útlitið eða formið.. Það er ekki hægt að réttlæta það að maður girnist bara gagstætt kyn.. eða hvað?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.