Þjóðin ræður. Hér er lausnin
17.10.2007 | 22:47
Ég hef undanfarið verið að pæla hvað er hægt að gera fyrir þetta svokallaða landslið okkar. og tvær hugmyndir svona ofarlega hjá mér.
Önnur er sú að hafa bara efsta liðið hverju sinni í efstu deil á Íslandi sem grunn að landsliðinu og nota svo þá snillinga sem eru á annað borð að spila með sínum liðum af einhverju viti erlendis. Það vita allir að maður sem bara æfir með stórliði en spilar aldrei leik er ekkert betri er sá sem æfir og spilar hér heima eða hjá smærri klúbbi erlendis. En þetta er hugmyndin sem mér líkar verr við af mínum hugmyndum.
Hin er þessi.
Gerum íslensku þjóðina af landsliðsþjálfara. Draumalið íslensku þjóðarinnar. Fólk kýs menn annaðhvort á netsíðu eða með sms sem það vill sjá spila og svo eru stigahæstu menn notaðir í liðið. Til að stjórna æfingum og á leikdegi er að sjálfsögðu þjálfari, en það hefur sýnt sig í alltof mörg skipti að þeir velja oft mjög vitlaust í hópinn.
Að sjálfsögðu þyrfti að hafa eitthvað þak á hverjir eru í boði en það gætu evt. verið 100 leikmenn sem valdir eru af þjálfaranum. Með þessu móti gerum við það sem við erum best í (að kjósa á netinu) og við bryddum uppá nýbreytni og gerum loks eitthvað við þetta lið sem alltof oft skúffar íslensku þjóðina sem ávalt heldur að í dag séum við besta lið í heimi.
Þetta myndi vekja margar þjóðir til umhugsunar en eingin þjóð á eins bágt og við núna held ég og þetta er rétti tíminn til að breyta til...
Ps. Eyjólfur er ekki að standa sig
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.