Skemmt fræ þarna - myndir
27.1.2010 | 23:03
Það þyrfti að fylgja með úrskurði dómnefndar í hverju nýjungin með bíl sem getur ekið á hlið felist.
Fyrir mér hljómar þetta sem allgömul hugmynd og prótótýpur af slíkum bílum verið oft gerðar. Ég heyrði fyrst af svona bíl fyrir 20 árum síðan þegar Ómar Ragnarsson sýndi þannig bíl í einhverjum þætti (nema það hafi verið 1.april gapp sjónvarpsins það árið).
Citroen sem kynnti þetta á áttunda áratugnum en kanski voru jafnvel einverjir komnir fyrir það.
Árið 2008 kynnti NASA hugmynd að bíl sem gæti gert þetta. Nissan hefur kynnt hugmyndabíl sem hefur þennan eiginleika en hann er hér að neðan.
NISSAN PIVO 2 er hugmyndabíll sem Nissan kynnti árið 2007. Skildi reyndar aldrei með þann bíl afhverju hann þurfti að líkjast einhverju ódýru leikfangi og stjórnklefinn snýst líka í hring.
En kanski er ég bara ekki að skilja þessi verðlaun og vona ég þá bara að einhver fræði mig um þetta.
Hin hugmyndin á að mínu mati þetta fyllilega skilið og skömm að deila þurfi milljóninni í tvennt.
Hliðarbíll og loftræsting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sneddý bíll
Ómar Ingi, 28.1.2010 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.