Færsluflokkur: Bloggar

2.sætið mun betri mynd en vinningsmyndin

Já ég verð nú að segja það að mér blöskraði þegar ég sá myndina sem vann.(svo ekki sé talað um lýsingu sigurvegara um hvað er að gerast.. Amma að vökva?  nei Amma að reykja, því ekkert er vatnið á myndinni) Það er að mínu mati ekki mjög vel unnin eftirvinnsla á annars góðri mynd. Myndin hefði getað verið betri er mitt álit og þá aðallega litirnir. Þegar ég sá myndina af stráknum pissa sem endaði í 2.sæti var ég þess fullviss að hún myndi enda á verðlaunapalli, hún hefði líkað getað verið betri (þá er ég að tala um croppunina á henni) 3.sætið er flott mynd og einmitt mynd sem allir gætu hafa tekið og lumað á eftir ferðalag um Íslandið góða og sýnir mjög vel að það geta allir tekið frábæra mynd þegar myndefnið er Ísland.

En ég hafði gaman að í sumar að skoða myndir sem fólk sendi inn og rosalega mikið af þessum myndum var þvílíkt sorp. Td. verður fólk að skilja að ólympíuandinn með að "bara vera með" er hræðilegur í svona keppnum. Margar myndir sem bara hefðu átt vera í fjöldskyldualbúminu en ekki í ljósmyndakeppni voru sendar inn.

 Og svo fyrst mín mynd var ekki sýnd í fréttinni sem ein af bestu myndunum læt ég hana fljóta með. Og er farinn útí sjoppu til að kaupa mér hamborgara sem verðlaun fyrir mína mynd.

karen_eir_sumar_2008.jpg


mbl.is Besta myndin af ömmu í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er til ráða við Hásteinsvöll?

 Það liggur fyrir frá KSÍ að ekki verði gefið undanþáguleyfi fyrir leikjum ÍBV ef liðið fer upp um deild og spili í úrvalsdeild sumarið 2009.Leyfiskerfi KSÍ setur kröfu á að lið í efstu deild spili meðyfirbyggða stúku og það hafa Eyjamenn ekki. 

Vestmannaeyjabær hefur nú þegar eyrnamerkt 300 milljónir til byggingu knattspyrnuhúss og skal því ÍBV velja hvort taka eigi af þeim peningum fyrir byggingu stúku eða bærinn komi ekki að byggingunni. 

Þá tel ég að leita megi annarra leiða og skoða hvað nú þegar stendur við Hásteinsvöll. 

Við Hásteinsvöll er steypt stúka sem rúmar 535 í sæti og hægt væri að nýta það og eingöngu byggja þak yfir. Þetta væri ódýrara en að fara í allveg nýja stúku þó svo að kostir þessháttar mannvirkis væru ýmsir. Svoleiðis mannvirki kostar á bilinu 80 -100 milljónir en þar væri einnig búningaaðstaða, salerni, skrifstofur  og ýmis önnur  þægindi. Við höfum Týsheimilið nú þegar þar sem búningaaðstaða, salerni skrifstofur og ýmis önnur þægindi og því má leggja upp með ódýrari mannvirki. Þak yfir stúkuna okkar.

Hér er hugmynd mín af uppbyggingu sem gæti gagnast og auðveldara væri að fjármagna þetta en fjármögnun á byggingu ýmissa hluta sem nú þegar eru til staðar. 

 

 

 


Hásteinsvöllur,Hvað þarf mikið til? LAUSNIN ER HÉR

_horfendabekkir_eyjamanna.jpg

Er ekki nóg að fjöldskyldur í Eyjum fjárfesti bara í svona bekk eða, smíði sér sjálf svona fyrir þá sem eru handlagnir?...

Hægt væri að smíða undirstöður undir þessa áhorfendabekki eyjamanna í framhaldi að auglýsingaskiltum og menn því setið í yfirbyggðri stúku sem næði allan hringinn í kringum Hásteinsvöll og því eina liðið á landinu sem skartaði svo veglegri stúku.

Fáum við þá leyfi fyrir heimaleiki á Hásteinsvelli árið 2009 ef liðið fer upp um deild?

 Fyrir þá sem ekki skilja hvað verið er að tala um hér er það yfirbyggð stúka sem krafist er að ÍBV setji upp ef ÍBV kemst upp um deild. Lágmark 500 manns verða að sitja með þak yfir höfuðið á fótboltaleikjum í Eyjum segir KSÍ. 

500 manns eru 1/8 af Eyjamönnum og aðkomuliðunum fyrlgir nú sjaldnast mikill áhorfendaskari ólíkt því sem þekkist á Höfuðborgarsvæðinu. 

Þessi tala (500 manns) er álíka og að ef Reykjavíkurliðunum væri sett að byggja stúku fyrir 15.000 manns. Stórskemmtilegt þetta leyfiskerfi KSÍ manna


mbl.is ÍBV fær ekki að leika í úrvalsdeild á óbreyttum Hásteinsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegur tónleikastaður og slæm skipulagning

Ég hef heyrt eftir hverja einustu tónleika að þetta sé hræðilegur tónleikastaður og allsekki boðlegur.

En þá spyr ég, afhverju er fólk að láta bjóða sér þetta? Ef þú hefur ekki áhuga á að fara þarna skaltu þá ekkert kaupa þér miða á uppsprengdu verði til að hafa svo ekkert annað að segja um upplifun þína nema allt það slæma. 

Ég stóð þarna í Egilshöll og að sjálfsögðu líkt og aðrir þótti mér hitinn mikill en ég skil hinsvegar tónleikahaldara ágætlega eða í það minsta þeirra rök fyrir afhverju ekki var keyrð loftræsting á fullu, en málið er bara því miður að þeir klúðruðu þessu hræðilega því frá því að ég kom (18:00) og til kl 19:30 var ekki notaðar viftur sem eru í loftinu til að sjá um endurnýjun. Svo þarna um 19:30 var keyrður einn af ca. 15 blásurum í nokkrar mínútur og svo slökkt aftur áður en upphitunarbandið byrjaði sem hljómar svolítið kómískt og hefði mátt kalla Ellen og fjöldskyldu frekar stuðísetningaratriði í stað upphitunar því hitinn var nægur. 

Svo á milli atriði hefðu þeri líka getað keyrt loftræstinguna á fullu en gerðu ekki, Hversvegna? 

Eitt af því sem ég heyrði var að allann þann tíma sem tónleikagestir voru að furða sig á þessum hita öllum var að uppí í stjórnstöð hússins væru menn í samningaviðræðum um hvað opna ætti mikið því sjúkralið og lögregla vildu að sjálfsögðu opna sem mest fyrir loftræstingu og þar voru tæknimenn ósammála því ljós eru gagnslaus ef birta lekur inn eða reykur fer út því þetta gerir ljósin mun áhrifameiri td spotljós sem voru staðsett aftast í salnum.  Svo þegar rökkva tók var hægt að opna hurðar að einhverju leiti. 

 

Nú er það vitað mál að þetta hús var aldrei hannað fyrir svona viðburði en eflaust hefur verið hugsað um einhverskonar stórviðburði en ef að loftræstikerfið er svona hávært hefur ekki verið hugsað með öllum heilasellunum hvað varðar möguleika á tónleikahaldi. 

Ég hef samt oft staðið í svona hita og lét þetta því ekkert á mig fá. Á U2 í kaupmannahöfn eitt árið mældist 50 stiga hiti við loft í höllinni og 35 niðri við áhorfendur og þar var sem betur fer dreift vatni ókeypis og bjórbúllurnar önnuðu eftirspurn sem ekki er hægt að segja um í Egilshöll. 

Hvaða snillingi datt það í hug að hafa aðeins einn stað með bjór,vatn og gossölu? og það í þokkabót aftast í salnum og bara öðrumeginn, þannig að þeir sem höfðu borgað mest fyrir miðann þurftu að fara lengstu leiðina til að versla. A svæðið var stór hluti salarins og þar inn var ekki neinn vökva að hafa. Biðraðir voru langar og menn stóðu í uppundir klukkutíma í röð þegar verst var. Í þessum hita eykst salan á svona varningi og með almennilegum sölubásum hefði verið hægt að þéna enn meira en raunin var. Hvað var td vatnslslangan til að setja vatn í glös og dreyfa útí áhorfendaskarann jafnóðum? Já að sjálfsögðu hefði það minkað bjórsölu og því engum fégráðugum tónleikahaldara hér á landi dottið það í hug ennþá

Tónleikahaldari frétti það víst samdægurs að ekki mætti selja bjórinn í dósum og verð ég bara að segja loksins loksins komst ísland á sama fyrirkomulag og erlendis þar sem ekkert sem lokað getur vökva inni er leyfilegt, því er seldar tappalausar vatnsflösku og bjór í glösum því allir vita að einn hálfviti sem kastar svona uppá svið er búinn að skemma tónleikana fyrir öllum hinum og það höfum við sé hér á landi. 

En fyrst tónleikahaldari fékk þessar upplýsingar samdægurs hversvegna lagaði hann ekki búð sína að aðstæðum því þar var í sjálfu sér ekki stærðin sem var vandamálið heldur það að nú þegar hella átti öllum bjórdósum í glös við sölu hægðist heldur betur á dæminu, svo úr varð að undir lokin var farið að selja dósir. 

 Og svo er bílastæðavandinn þarna allveg frábær.

 Svona til að taka þetta saman fyrir tónleikahaldara þá er hér stikkorð. 

 Loftræstingu skal keyra framað tónleikum og milli atriða

Bjórbásar skulu vera margir ef von er á 13 þús manns

Vatnsslöngur skulu vera fyrir framan áhorfendur og á milli svæða þar sem starfsmenn geta fyllt glös og dreift.

Bílastæði eru ekki boðleg og kanski ráð að dreyfa umferðinni einhvernveginn td. með rútuferðum frá nærliggjandi stöðum.

 En það var eitt sem ekki var að þarna en það var Clapton sjálfur og hans hljómsveit. Þvílíkur snillingur. 

 


mbl.is Kæfandi hiti á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegur samanburður á milli austur og vestur evrópu

Stigagjöf Vestur Evrópu :

  1. Grikkland - 96 points
  2. Armenia - 93 points
  3. Noregur - 92 points
  4. Ukraína - 84 points
  5. Rússland - 83 points
  6. Tyrkland - 68 points
  7. Ísland - 62 points
  8. Portugal - 62 points
  9. Serbia - 60 points
  10. Lettland - 54 points
  11. Bosnia & Herzegovina - 51 points
  12. Spánn - 50 points
  13. Danmörk - 44 points
  14. Israel - 42 points
  15. Svíþjóð - 38 points
  16. Rúmenína - 33 points
  17. Frakkland - 25 points
  18. Azerbaijan - 23 points
  19. Finland - 22 points
  20. Albania - 21 points
  21. Georgia - 19 points
  22. Pólland - 14 points
  23. Bretland - 14 points
  24. Croatia - 8 points
  25. Þýskaland - 2 points

Stigagjöf Austur Evrópu:

1. Rússland - 161 points

2. Úkraína - 121 points

3. Grikkland - 104 points

4. Azerbaijan - 102 points

5. Serbia - 95 points

6. Armenia - 94 points

7. Noregur - 73 points

8. Israel - 66 points

9. Bosnia & Herzegovina - 56 points

10. Tyrkland - 52 points

11. Georgia - 50 points

12. Albania - 33 points

13. Croatia - 33 points

14. Lettland - 27 points

15. Frakkland - 18 points

16. Danmörk - 16 points

17. Finland - 13 points

18. Rúmenía - 12 points

19. Þýskaland - 12 points

20. Svíþjóð - 9 points

21. Portugal - 7 points

22. Spánn - 4 points

23. Ísland - 2 points

24. Pólland - 0 points

25. Bretland - 0 points

 

Fróðlegt að sjá hve mikið þetta breytist á milli austur og vesturs...

 

 


mbl.is Íslenska lagið átti betra skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitað mál - Nýtt fyrirkomulag árið 2009 ?

Þetta er hefur nú verið vitað og ekkert nýtt í þessu.. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að 2 undankeppnir eru nú haldnar í stað einnar og að lönd hvors kvölds um sig meiga aðeins kjósa í sínum riðli.. Þetta gekk vel í ár og verð ég að segja fyrir mitt leiti að næstum öll bestu lögin komust uppúr riðlunum en þau lakari sátu eftir.

En hvað er til ráða? Lítil hugmynd hér.

Það er ekki auðvelt mál að standa að keppni milli þessara þjóða og ætlast til að almenningur séu allir tónspekingar og kjósi eftir gæðum laga og flutningi þeirra.

Ég vill sjá íslendinga td hætta að gefa bara norðurlöndunum stig bara af því að þetta eru nágrannar okkar því að öll þessi lönd eru ekkert nágrannar okkar heldur bara þau lönd sem standa okkur næst í menningu eða ómenningu..

Við ættum öll að sameinast á næsta ári í að kynna fyrir alþjóð að við ætlum að gera vísindalega tilraun sem gæti í framtíðinni hjálpað keppninni..

Við eigum að gera sjónvarpsauglýsingar þar sem duglegir tónlistarmenn koma með lítil "tips" hvernig eigi að meta gæði laga. Td hvað fólk á að horfa á í flutningi laganna og þessháttar... Við erum lítil þjóð og getum því nýtt okkur það til góðs .... svo á lokakvöldi  Eurovision á næsta ári þann 16.maí munum við öll sem eitt kjósa útfrá þessum forsendum.. Gaman verður þá að sjá hvað gerist þá.. 


mbl.is Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært ef við náum top 10 - Hér er mín spá

 

 

 

1

 Þetta er svona nokkurnvegin það sem koma skal

að mínu mati 

Vona nú samt að Grikkir taki þetta já eða bara við.. 

Úkranara

2Grikkir
3Serbar
4Rússland
5Svíar
6Armenia
7Portugal
8VIÐ
9Tyrkir
10Nossarar
11Israel
12Bosnia & Herzegovina
13Azerbaijan
14Romania
15Frakkar
16Denmark
17Finland
18Pólverjar
19Albanar
20Spánverjar
21Croatía
22Latvía
23Georgía
24Þýskaland
25Bretar

mbl.is Eurovision: Er okkar tími kominn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín eina færsla um mótmælin almennt

RÉTTIR MENN Á RÖNGUM STAÐ? 

Þetta eru svakalegar myndir sem okkur voru sýndar í sjónvarpinu í gær auk tilfallandi símamyndskeiða sem liggja á netinu. Ég er á því að þetta hafi farið úr böndunum hjá öllum aðilum sem þarna voru í gær. Lögreglan hefur eflaust löngu verið búin að marka sér hvað gert yrði við frekari aðgerðum bílstjóra enda hefur það sýnt sig að það er ekki vel staðið að þessum mótmælum þeirra og það vill lögreglan væntanlega ekki láta viðgangast. Lögreglan lendir svo óvart í því að beyta þessu fyrirfram ákveðna valdi sýnu á röngum stað sem svo fær bílstjóra til að finnast á þeim sé brotið. En ég tel lögregluna gera rétt í þessu í gær. Myndskeiðin sem okkur eru sýnd eru slitin út eitt og eitt og sýna allsekki hvernig málin þróuðust. Eitt steinkast á lögreglumann getur sett þessar aðgerðir lögreglu í gang eða bara það að hópur manna hlekkji sig saman og sýnast ætla að standa í vegi fyrir laganna vörðum, og þó ég nefni steinkast þá er ég ekki að tala um það steinkast sem kom seinna í ferlinu.

 EKKI SKPULÖGÐ MÓTMÆLI?

Þetta finnst mér vera einn stærsti þátturinn í þessu öllu. Annaðhvort eru bílstjórar að pakka sannleikanum inn í sellófón og þykjast aldrei hafa ætlað að loka þessum vegi heldur einungis verið í kaffi, eða þeir voru að plana þetta allann tímann sem mér finnst nú líklegra.  Þeir hafa nú ekki sýnt það í sýnum aðgerðum að þeir séu "stærstu trukkarnir á  bílastæðinu" (ef þið skiljið hvað ég á við) og verð ég að vera á móti skipulagningu þeirra aðgerða. Þessi hópur manna sem hefur það að atvinnu sinni að aka með vörur eða annað hlass þvert og endilangt um landið er hópur duglegra manna en þeir hafa ekki neina hæfileika til að skipuleggja svona mótmæli. Réttast hefði verið hjá þeim að ráða sér talsmann sem væri andlit þeirra útá við og sæi um skipulagningu aðgerða og passa að farið væri að lögum. Það er ekki ólöglegt að mótmæla en það er hægt að mótmæla ólöglega.  Sturla sem er skipaður talsmaður í hópnum mæti í viðtal í Kastljós í gær og verð ég nú að segja að hann kom nú ekki vel útúr því viðtali. Sat þarna einsog lítill krakki sem nýverið hafði gert eitthvað prakkarastrik en þorði ekki að viðurkenna það. Talsmaður verður að hafa þá yfirvegun að ræða ásakin á sig og sýna á málefnalegann hátt og virða það að fólk sé ekki endilega sammála.

Ég stóð nú við hliðina á nokkrum af þessum mönnum sem þarna voru á Reykjanesbrautinni snemma morguns þegar þeir lokuðu þar í rúman klukkutíma og flestir þeirra stóðu bara og biðu eftir hvað "foringi þeirra" myndi gera og allt var unnið í góðri samvinnu við lögreglu sem þá var mjög fáliðuð á svæðinu. Þar var þetta betur gert. Þeir töluðu um ákveðinn tíma og lögreglan beið og rabbaði við þá á meðan klukkan tifaði. Svo þegar tíminn var búinn þá hoppuðu þeir uppí bílana og óku burt og góð mótmæli voru yfirstaðin (þó fluginu hafi ef til vill seinkað hjá sumum)

 MÓTMÆLA HVERJU?

Þannig séð þá er stærstur hluti borgara að standa með atvinnubílstjórum án þess að vita hverju er verið að mótmæla eða hvað?. Þetta hafa bílstjórar aukið með því að hafa ekki of hátt um það hverju þeir mótmæla eða hafa þeir kanski breytt um málefni. 

Ég man þegar atvinnubílstjórar byrjuðu þá var talað um mótmæli gegn háu eldsneytisverði en einnig að því sem snerti atvinnubílstjóra meira en það er hvíldarreglur þær sem eru lögboðnar. Hátt eldsneytisverð fá atvinnubílstjórar svosem greitt fyrir því á sama tíma og rekstur þeirra hækkar þá hækkar gjaldskrá þeirra. En reglur um hvíldatíma snerta þá beint og það hélt ég að mótmælin snéru um í upphafi. Þeir geta ekki með góðu móti fengið fólkið í landinum með sér í þá baráttu og því pakka þeir mótmælunum saman við  hátt verð eldsneytis. Ég vill samt segja að ég er mjög sammála baráttu þeirra gegn þessum hvíldarlögum.

Það versta við þetta er að verð á eldsneyti er bara ekkert dýrar hér en annarstaðar í heiminum og ef eitthvað er þá er það ódýrara. Td Danmörk og Þýskaland hafa hærra verð á eldnseyti en kaupmáttur hér á Íslandi er bara verri. Kanski þeir ættu bara að byrja á að mótmæla kaupmættinum á Íslandi í staðin því þar gætu þeir gert eitthvað sem gagnast öllum. Matvöruverð myndi þá lækka fyrir íslendinga. 

Ég mæli með því að atvinnubílstjórar haldi áfram að mótmæla en geri það bara á annann hátt en í gær. Td leggji þeir bílum sýnum þannig að ráðherrar komist ekki ferða sinna og þeirra dagskrá raskist. En þetta þarf bara að gera með löglegum mótmælum. Geir H Haarde hefur sagt að svona mótmæli skili eingu og ég held nú að hann sé ekkert að fara að snúa þeim orðum neitt. Breytið því um strategiu strax og fáið helst einhvern sem kann að mótmæla með ykkur í lið... Td Stefán Pálson eða einhver álika reyndur mótmælandi þó svo að persónulega sé ég oft ósammála honum.

POWER TO THE PEOPLE 


mbl.is Boðaðir í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíðartjöld útum allan dal

Í kjölfar athugasemdar minnar í bloggi  Magga Braga um þjóðhátíðartjöldun vill ég setja mína hugmynd að breyttu legustæði fyrir þjóðhátíðartjöld eyjamanna hér á mitt blogg.

 Maggi Braga segir eftirfarandi á vefsvæði sínu.

"Eitt stórt vandamál á Þjóðhátíðinni er að það fá ekki allir gott tjaldstæði fyrir hvíta tjaldið sitt.  Sú þróun hefur átt sér stað að það hefur orðið fjölgun fjölskyldufólks sem mætir á Þjóðhátíð, sem er frábært. Hvítu tjöldin eru miklu stærri en þau voru á árum áður og landið sem boðið er upp á er ekki nægilegt.

Á þessu, eins og flestum vandamálum, er lausn og það er rétti tíminn að fara í þessi mál fljótlega. Það er að fylla upp í neðra svæðið og slétta úr tjaldsvæðinu. Þá fengist miklu meira og sléttara land. Sérstaklega þar sem göturnar á neðra svæðinu enda í snarpri brekku, en eftir sléttun myndu þær götur ná jafn langt í austur og þær á efra svæðinu."

Ég sé þessa hugmynd ekki ganga allveg upp þar sem landið liggur þannig að ekki er hlaupið að þessu nema með þeim mun stærri aðgerðum.Einfaldlega held ég að ávinningurinn sé ekki nægur til að réttlæta þá framkvæmd.

Mín hugmynd gengur útá það að snúa núverandi tjaldsvæði fyrir þjóðhátíðartjöldin aðeins til að vera í línu með veginum sem liggur framhjá vatnsbólinu. Þannig koma "göturnar" þvert á á þann veg. Við þetta verður að breyta brekkunni sem liggur við veltusund sem snúningnum nemur. Við þetta skapast mun betri nýting á efra svæðinu og einnig er stækkun á því neðra.  

Ég tók mynd Frosta Gíslasonar af tjaldsvæðinu og sýni hér fyrir og eftir mynd til útskýringar.  

Núverandi tjaldsvæði                               

1068206839_tjodhatid_DSCF0401














Hugmynd mín að snúningi
hugmynd af tjaldsvædum

Björk á ekki rétt á þessu

Megas mætti ekki.

Hvar voru Björk og Megas?

Dr. Gunni gerir að umtalsefni á bloggsíðu sinni, en athygli vakti að hvorki Björk Guðmundsdóttir né Megas voru viðstödd til að taka á móti þeim verðlaunum sem þeim féllu í skaut.

„Sigtryggur [Baldursson] og EÖB [Einar Örn Benediktsson] enn og aftur að sækja styttur fyrir Björk. Bjánalegt. Hætta að dæla þessu í kellu nema hún sæki sjálf. Henni er alveg sama þótt hún fái þetta ekki. Megas mætti auðvitað ekki heldur. Of kúl fyrir svona,“ skrifar doktorinn meðal annars.

Ég verð nú að standa með orðum doktorsins að hluta til.

 Það að þau mæti ekki er nú af ágætis ástæðum í þessum tilfellum vona ég þó ég viti ekki ástæður þeirra. Megas sagði nú að hann færi of mikið frá fjöldskyldu sinni þó ekki væri bætandi á þetta hátíðahöldum en Bjork er á ferðalagi um asíu og lönd sem eru álíka langt í burtu og kanski bara þreyttur ferðamaður og nennir ekki að koma. 

 

En Björk á bara í mínum huga ekki skilið að vera tilnefnd til þessara verðlauna nema ef upp yrði tekin sú hefð líkt og þekkist á mörgum öðrum verðlaunaafhendingum álíka þessarri að veita fyrir bestu erlendu plötuna og þessháttar. Björk er kominn í hóp erlendra platna í mínum huga að þeim forsendum að hún er gefin út af erlendu fyrirtæki. 

Ég lít á að íslensku tónlistarverðlaunin séu uppskeruhátíð tónlistarmanna og útgefanda í íslandi.  

Ég væri engu að síður til í að sjá verðlaun veitt fyrir þá tónlist sem er í dreyfingu á íslandi og þar gætu erlendir aðilar fengið verðlaun. BRIT verðlaunafhendingin veitir verðlaun fyrir besta international plötuna (sem reyndar bjork hefur fengið) og við gætm bara tekið þetta upp.. þá fær Bjork sín árlegu verðlaun frá íslandi. 

 

Hér er samt hugmynd handa umsjónarmönnum íslensku tónlsitarverðlaunanna.

Árið 2010 verður hátíðin haldin 17.mars í nýju og fallegu tónlistarhúsi á hafnarbakkanum. Þetta er kjörið tækifæri til að gera hátíðina hina glæsilegustu en ekki vera þessi hallæris verðlaunaafhending sem hún var í ár þar sem salurinn var myndaður hálftómur eða hálffullur eftir því hvernig fólk lítur á það.

Árið 2010 væri hægt að verðlauna Bjork með heiðursverðlaunum um starf sitt til íslenskrar tónlistar fyrr og síðar og lokka hana í tilefni af því til að mæta og jafnvel taka eitt lag í lokin. Eftir þetta er hægt að líta á hana sem ofur verðlaunahafa og hætta í kjölfarið að tilnefna hana jafnt með litlum íslenskum nöfnum á borð við sprengjuhöllina, Hjaltalín og Pál Óskar sem virkilega vinna fyrir sýnum verðlaunum með blóð svita og tárum  í stað þess að hafa möguleika að bæta sýna plötu með heimsklassa útsetjurum og þess háttar. Bjork tók sýna plötu upp að hluta til á bát sínum við bestu hugsanlegu aðstæður til letilífs í stað þess að liggja hér rétt fyrir sunnan land í 20 metrum og vinna við svipaðar aðstæður og "íslenskir" tónlistarmenn þurfa að vinna við.

 

 


mbl.is Hvar voru Björk og Megas?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband