Til hamingju Ísland !

Picture 1

í Fréttablaðinu í dag kom upp um kjánaleg misstök markaðsstjóra BL þegar auglýsing fyrir nýjan Land Rover er birt með fyrirsögninni "ÞAÐ GETA EKKI ALLIR VERIÐ GORDJÖSS"  og svo fylgt á eftir með "ÞAÐ ER MIKIÐ Í MIG LAGT". 

Þeir sem vel eru að sér í íslenskri tónlist (og jafnvel líka þeir sem eru allveg útá þekju í þeim efnum) áttuðu sig eflaust hvaðan þessi hending var fengið að láni. En þar virðist hnífurinn standa í kúnni, því Memfismafían hafði ekki gefið leyfi fyrir notkunn þessari og höfðu þeir því samband við lögfræðing sinn. BL gerði það eina rétta í stöðunni og tók auglýsinguna úr birtingu og auk þess afsaka þeir sig. Vel gert það. En svo er spurning afhverju markaðsstjóri BL vissi ekki að þetta mætti ekk? Hann lærði þú allavega af þessu og samþykkir næst ekki hvað sem er frá auglýsingastofunni sem í þessu tilfelli er ENNEMM

skaddadstyri

En svo fór að bera á svipuðum tilfellum í fjölmiðlum í dag og ljóst að mönnum í þessum bransa hefur þótt þetta viða skemmtilegt. mbl.is setti þessa frétt á vefinn í umfjöllun sinni um strand fluttningaskipsins Green Freezer við FáskrúðsfjörðMeð Skaddað stýri og laskaða vél.  

Vitna þeir þar að sjálfsögðu í lagið Syneta með Bubba Morthens sem hann samdi texta við erlent lag og fjallaði um strand Syneta sem strandaði á Skrúðnum við Fáskrúðsfjörð 2.jóladag 1986.

netflix

Og svo taka þeir snillingarnir sig til á facebooksíðu Nútímans að vitna líka í íslenskann texta í sinni frétt um Netflix og þær áætlanir stórfyrirtækja í skemmtanabransanum að láta loka á aðgang erlendis frá að Netflix veitunni í Bandaríkjunum. Það segja Nútíma menn Is it tue ?  Is it over  ? 

Það er greinilega gaman að vera blaðamaður á Íslandi í dag.. menn með tilvitnanir allveg hægri vinstri.  

 

Ég hlýt að finna fleirri svona fréttir. Þetta er stórskemmtilegt.

Að sjálfsögðu kom aldrei annað til greina að að vitna í eitt besta lag íslandssögunnar og texta Silviu Nótt í fyrirsögn við þetta blogg.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband