Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Lögin sem ekki komust í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2014

Það ber að fagna framlagi visir.is semgreinilega hefur ákveðið að kynna öll þau lög sem ekki komust í keppnina í ár. Þeir ríða á vaðið hér með framlagi fyrrum borgarstjóra Ólafi F. Magnússyni sem segir að þetta lag hefði náð langt ef bara hefði við hlustað á það...

Alls voru 292 lög send inn í keppnina og á 10 þeirra var hlustað ef marka má þessa skýringu Ólafs F, að ekki sé hlustað á lögin sem send eru inn.  „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það" sagði Ólafur F og sýnir það að hann er ekki bitur maður.  

Nú eru því eftir 281 lag og ef það á að ná að fjalla um öll lögin fyrir keppnina á Rúv verða þeir á visir.is að hafa heldur betur hraðar hendur.

 PS. ég veit ekki hvenær mín 2 lög verða til umfjöllunar á síðunni, en það hlýtur að koma brátt að því. 

    

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband