Hvað er til ráða við Hásteinsvöll?

 Það liggur fyrir frá KSÍ að ekki verði gefið undanþáguleyfi fyrir leikjum ÍBV ef liðið fer upp um deild og spili í úrvalsdeild sumarið 2009.Leyfiskerfi KSÍ setur kröfu á að lið í efstu deild spili meðyfirbyggða stúku og það hafa Eyjamenn ekki. 

Vestmannaeyjabær hefur nú þegar eyrnamerkt 300 milljónir til byggingu knattspyrnuhúss og skal því ÍBV velja hvort taka eigi af þeim peningum fyrir byggingu stúku eða bærinn komi ekki að byggingunni. 

Þá tel ég að leita megi annarra leiða og skoða hvað nú þegar stendur við Hásteinsvöll. 

Við Hásteinsvöll er steypt stúka sem rúmar 535 í sæti og hægt væri að nýta það og eingöngu byggja þak yfir. Þetta væri ódýrara en að fara í allveg nýja stúku þó svo að kostir þessháttar mannvirkis væru ýmsir. Svoleiðis mannvirki kostar á bilinu 80 -100 milljónir en þar væri einnig búningaaðstaða, salerni, skrifstofur  og ýmis önnur  þægindi. Við höfum Týsheimilið nú þegar þar sem búningaaðstaða, salerni skrifstofur og ýmis önnur þægindi og því má leggja upp með ódýrari mannvirki. Þak yfir stúkuna okkar.

Hér er hugmynd mín af uppbyggingu sem gæti gagnast og auðveldara væri að fjármagna þetta en fjármögnun á byggingu ýmissa hluta sem nú þegar eru til staðar. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband