Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Oasis hættir !

Ég hef verið aðdáandi hljómsveitarinnar Oasis síðan ég heyrði þeirra fyrstu smáskífu. Eitthvað sem heillaði mig. Síðan þá hef ég oft reynt að sjá þá en alltaf eitthvað óviðráðanlegt valdið því að ég sæi þá ekki.. Í þrígang hef ég átt miða á tónleika til að sjá þá en alltaf farið út í veður og vind eða allt þar til í byrjun þessa árs þegar ég flaug til Kaupmannahafnar og sá þá spila í Forum. Það að Noel sé nú hættur stofnar að sjálfsögðu bandinu í mikla hættu enda höfundur alls þess besta sem bandið hefur átt.. Ég er allavega sáttur að hafa náð að sjá þá. Meðfylgjandi er myndband sem ég tók á tónleikunum í janúar og klippti saman

 


mbl.is Oasis saman aftur eftir fimm ár?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fyrstu tónleikarnir og annað rugl

Þetta virðist vera regla hjá blaðamönnum mbl.is..Að hafa vitlausar upplýsingar.
En fyrstu tónleikar U2 í þessari tónleikaferð voru í Barcelona í lok Júní... síðan þá hafa þeir spilað uþb 20 tónleika á írlandi,hollandi, svíþjóð,ítalíu, frakklandi,þýskalandi og póllandi að mig minnir.
Einnig held ég að Foo Figters hafi líka verið með 5000 færri gesti á wembley hér um árið.
mbl.is Aldrei fleiri á Wembley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband