Miðinn minn í strætó.

busticketBorgaði í morgunn með nýuppfærða strætóappinu á snjallsímanum mínum í strætó. Appið eða snjallsímaviðbótina sem leyfir mér að borga fargjaldið í gegnum farsímann minn. Algjör snilld ef þú spyrð mig.
Þurfti reyndar að útskýra þessa tæknivæðingu vinnuveitandans fyrir
vagnstjóranum sem fussaði og sveiaði í fyrstu eftir að hafa sagt "hvað
er þetta?" eftir að ég hafði sýnt honum flotta farsímann minn með nývirkjuðum farmiðanum á skjánum. Þetta var spurning sem ég svaraði honum vinsamlega, og spurði
hvort þeir væru ekki upplýstir um þessa nýjung.

Undir skiltinu "VIÐRÆÐUR VIÐ VAGNSTJÓRA BANNAÐAR") stóð ég hjá fróðleiksfúsum vagnstjóranum og fór yfir það hvernig ég keypti miða, borgaði með kreditkorti og svo loks virkjaði miðann þegar ég steig uppí vagninn. "þetta er nú bara fyrir einhverja tölvunarfræðinga" sagði hann krúttlega. En mér sýndist hann hafa séð ljósið og mun eflaust taka næsta farsímaveifandi strætónotenda fagnandi öllu fróðari um hvað tæknin er komin langt á veg.

Tökum strætó, því það er stuð, líka fyrir snjallsímanotendur. 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband