Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hræðilegur tónleikastaður og slæm skipulagning

Ég hef heyrt eftir hverja einustu tónleika að þetta sé hræðilegur tónleikastaður og allsekki boðlegur.

En þá spyr ég, afhverju er fólk að láta bjóða sér þetta? Ef þú hefur ekki áhuga á að fara þarna skaltu þá ekkert kaupa þér miða á uppsprengdu verði til að hafa svo ekkert annað að segja um upplifun þína nema allt það slæma. 

Ég stóð þarna í Egilshöll og að sjálfsögðu líkt og aðrir þótti mér hitinn mikill en ég skil hinsvegar tónleikahaldara ágætlega eða í það minsta þeirra rök fyrir afhverju ekki var keyrð loftræsting á fullu, en málið er bara því miður að þeir klúðruðu þessu hræðilega því frá því að ég kom (18:00) og til kl 19:30 var ekki notaðar viftur sem eru í loftinu til að sjá um endurnýjun. Svo þarna um 19:30 var keyrður einn af ca. 15 blásurum í nokkrar mínútur og svo slökkt aftur áður en upphitunarbandið byrjaði sem hljómar svolítið kómískt og hefði mátt kalla Ellen og fjöldskyldu frekar stuðísetningaratriði í stað upphitunar því hitinn var nægur. 

Svo á milli atriði hefðu þeri líka getað keyrt loftræstinguna á fullu en gerðu ekki, Hversvegna? 

Eitt af því sem ég heyrði var að allann þann tíma sem tónleikagestir voru að furða sig á þessum hita öllum var að uppí í stjórnstöð hússins væru menn í samningaviðræðum um hvað opna ætti mikið því sjúkralið og lögregla vildu að sjálfsögðu opna sem mest fyrir loftræstingu og þar voru tæknimenn ósammála því ljós eru gagnslaus ef birta lekur inn eða reykur fer út því þetta gerir ljósin mun áhrifameiri td spotljós sem voru staðsett aftast í salnum.  Svo þegar rökkva tók var hægt að opna hurðar að einhverju leiti. 

 

Nú er það vitað mál að þetta hús var aldrei hannað fyrir svona viðburði en eflaust hefur verið hugsað um einhverskonar stórviðburði en ef að loftræstikerfið er svona hávært hefur ekki verið hugsað með öllum heilasellunum hvað varðar möguleika á tónleikahaldi. 

Ég hef samt oft staðið í svona hita og lét þetta því ekkert á mig fá. Á U2 í kaupmannahöfn eitt árið mældist 50 stiga hiti við loft í höllinni og 35 niðri við áhorfendur og þar var sem betur fer dreift vatni ókeypis og bjórbúllurnar önnuðu eftirspurn sem ekki er hægt að segja um í Egilshöll. 

Hvaða snillingi datt það í hug að hafa aðeins einn stað með bjór,vatn og gossölu? og það í þokkabót aftast í salnum og bara öðrumeginn, þannig að þeir sem höfðu borgað mest fyrir miðann þurftu að fara lengstu leiðina til að versla. A svæðið var stór hluti salarins og þar inn var ekki neinn vökva að hafa. Biðraðir voru langar og menn stóðu í uppundir klukkutíma í röð þegar verst var. Í þessum hita eykst salan á svona varningi og með almennilegum sölubásum hefði verið hægt að þéna enn meira en raunin var. Hvað var td vatnslslangan til að setja vatn í glös og dreyfa útí áhorfendaskarann jafnóðum? Já að sjálfsögðu hefði það minkað bjórsölu og því engum fégráðugum tónleikahaldara hér á landi dottið það í hug ennþá

Tónleikahaldari frétti það víst samdægurs að ekki mætti selja bjórinn í dósum og verð ég bara að segja loksins loksins komst ísland á sama fyrirkomulag og erlendis þar sem ekkert sem lokað getur vökva inni er leyfilegt, því er seldar tappalausar vatnsflösku og bjór í glösum því allir vita að einn hálfviti sem kastar svona uppá svið er búinn að skemma tónleikana fyrir öllum hinum og það höfum við sé hér á landi. 

En fyrst tónleikahaldari fékk þessar upplýsingar samdægurs hversvegna lagaði hann ekki búð sína að aðstæðum því þar var í sjálfu sér ekki stærðin sem var vandamálið heldur það að nú þegar hella átti öllum bjórdósum í glös við sölu hægðist heldur betur á dæminu, svo úr varð að undir lokin var farið að selja dósir. 

 Og svo er bílastæðavandinn þarna allveg frábær.

 Svona til að taka þetta saman fyrir tónleikahaldara þá er hér stikkorð. 

 Loftræstingu skal keyra framað tónleikum og milli atriða

Bjórbásar skulu vera margir ef von er á 13 þús manns

Vatnsslöngur skulu vera fyrir framan áhorfendur og á milli svæða þar sem starfsmenn geta fyllt glös og dreift.

Bílastæði eru ekki boðleg og kanski ráð að dreyfa umferðinni einhvernveginn td. með rútuferðum frá nærliggjandi stöðum.

 En það var eitt sem ekki var að þarna en það var Clapton sjálfur og hans hljómsveit. Þvílíkur snillingur. 

 


mbl.is Kæfandi hiti á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband