Vitað mál - Nýtt fyrirkomulag árið 2009 ?

Þetta er hefur nú verið vitað og ekkert nýtt í þessu.. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að 2 undankeppnir eru nú haldnar í stað einnar og að lönd hvors kvölds um sig meiga aðeins kjósa í sínum riðli.. Þetta gekk vel í ár og verð ég að segja fyrir mitt leiti að næstum öll bestu lögin komust uppúr riðlunum en þau lakari sátu eftir.

En hvað er til ráða? Lítil hugmynd hér.

Það er ekki auðvelt mál að standa að keppni milli þessara þjóða og ætlast til að almenningur séu allir tónspekingar og kjósi eftir gæðum laga og flutningi þeirra.

Ég vill sjá íslendinga td hætta að gefa bara norðurlöndunum stig bara af því að þetta eru nágrannar okkar því að öll þessi lönd eru ekkert nágrannar okkar heldur bara þau lönd sem standa okkur næst í menningu eða ómenningu..

Við ættum öll að sameinast á næsta ári í að kynna fyrir alþjóð að við ætlum að gera vísindalega tilraun sem gæti í framtíðinni hjálpað keppninni..

Við eigum að gera sjónvarpsauglýsingar þar sem duglegir tónlistarmenn koma með lítil "tips" hvernig eigi að meta gæði laga. Td hvað fólk á að horfa á í flutningi laganna og þessháttar... Við erum lítil þjóð og getum því nýtt okkur það til góðs .... svo á lokakvöldi  Eurovision á næsta ári þann 16.maí munum við öll sem eitt kjósa útfrá þessum forsendum.. Gaman verður þá að sjá hvað gerist þá.. 


mbl.is Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru þrír möguleikar í stöðunni:

a)  Halda Western-Eurovision Song Contest og skilja eftir Tyrkland, öll 15+ rússalöndin, öll 8+ júgóslavíulöndin og nágranna þeirra sem geta haldið sína keppni á sínum jafnvægisgrundvelli.

 b) Banna fólki að kjósa þau lönd sem þau eiga landamæri að en það yrði eiginlega stormur í vatnsglasi að gera það og sísta hugmyndin af þessum þremur.

c) að norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Ísland (Finnar teljast ekki með) skipti sér upp í 3-8 lönd hvert (dæmi: Svíþjóð 1, Svíþjóð 2, Svíþjóð 3, Svíðþjóð 4 osfrv) og sendi inn fjölda laga í því samræmi en með því móti getum við snúið við ójafnvæginu sem skapast hefur í Austur-Evrópu undanfarin 10-15 árin, en með útbreiðslu Rússlands og Júgóslavíu út um alla Evrópu hefur keppnin orðið að keppni í hvaða kúltúr er mest yfirráðandi.  Eftir keppnina er síðan hægt að færa löndin í sömu skorður og Norðurlandaþjóðirnar verða aftur þessi 4 lönd sem áður voru :) 

Svo er líka fjórða leiðin......að hætta að senda lög í keppnina því ég sé í raun aldrei tilganginn í að vera með í einhverju sem maður á 0% líkur á að vinna áður en keppnin hefst.  Tapsár?  Nei, langt því frá.  Vil bara að allir hafi jafna möguleika til að vinna. 

eikifr (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband