Á að kjósa?

Fólkið sem kaus ráðamenn þjóðarinnar kaus þá ekki vitandi að allt myndi fara á þann veg sem nú hefur orðið raunin.

Þjóðin hefur síðan bankahrunið var ýtrekað sagt sína skoðun og óskað eftir kosninum. Við (þjóðin) höfum sagt ykkur upp og teljum að ykkar þriggja mánaða uppsagnafrestur sé liðinn. Það eru margi í þjóðfélaginu sem hafa þurft að yfirgefa vinnu sína eftir þá þrjá mánuði og reyndu ekki að sitja áfram í stól sínum enda skilar það eingu í fyrirtækjum landsins, annað virðist vera uppá teningnum hjá ríkisstjórninni. Takið þau nú ykkur til fyrirmyndar og víkjið.

Þið hafið möguleika á að fara í framboð og þá mun þjóðin kjósa ykkur ef hún telur ykkur vera best til þess fallin að ráða við þetta. Þið tönglist á því að þið séuð lýðræðislega kosin og í umboði þjóðarinnar. Það er rétt að þið voruð lýðræðislega kosin en nú er það sama fólk að segja ykkur mjög skýrt að hún vill ykkur burt. Lýðræði ætti að virka í þá áttina líka að mínu mati. Umboð ykkar er löngu þrotið og við skulum ekki fórna meiru en nú þ egar hefur verið fórnað í þessi átök. Þetta mun bara enda á einn veg og ég vona svo sannarlega að þetta stoppi núna. Mæli eindregið með að fólk skrifi undir á www.kjosa.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: doddý

hæ stebbi 

.. búin að skrifa undir og vona að þorgerður skilji að mótmælin sem hafa "truflað" hennar störf, beinast að henni og hennar samstarfsfólki.

ég hélt ég heyrði ofheyrnir þegar þessi kella sagði í fréttum áðan að "eðlilega" hugsaði hún um að sækjast eftir fomannssæti.

það er eins og þessir gráðugu andskotar séu hálvitar líka

doddy hefur talað

doddý, 23.1.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband