Hljómar ekki vel

Á morgun hækka fargjöld í Strætó úr 280 krónum í 350 krónur. Síðustu ferðum á kvöldin fækkar einnig og fjárframlög til Strætó minnka. Ég spyr því í hvaða átt er verið að fara með strætó ? Mér sýnist þetta vera afturför á þjónustu sem var ekki góð að mínu mati. Það er eitthvað ekki að passa inní þessa áætlanir strætó við þá staðreynd að þeir hljóta að vilja fá fólk til að nota strætó. Það að hækka fargjöld og minnka ferðir getur ekki skilað auknum farþegafjölda heldur þverrt á móti fækkað þeim sem telja þetta sem hyggilegan kost. Td þegar 4 ferðast saman þá er ódýrara í mörgum tilfellum að taka bara leigubíl sem skilar fólki frá stað A - B án auka króka og aukins ferðatíma.
Allir í strætó
mbl.is Dýrara að ferðast með strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Davíðsson

Það er slæmt að dregið verði úr þjónustu en það þurfti að hækka fargjöld í strætó. Fargjöld fyrir fasta notendur er eftir sem áður með þeim ódýrustu á Norðurlöndum. Ég er alveg sammála því að styrkja þarf almenningssamgöngur, hafa fargjöld sanngjörn og samhæfð yfir allt höfuðborgarsvæðið og nágrannabyggðir á Vesturlandi, Suðurlandi og á Reykjanesi. Að styrkja almenningssamgöngur er samt svo miklu flóknara en bara að huga að þjónustu og verðlagningu Strætó bs. Ég tók það einhverntímann saman í bloggfærslu:

http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/919541/

Í bráð þarf að huga að þáttum sem auka samkeppnishæfni strætó gagnvart einkabílnum og bættri þjónustu strætó eins og hægt er. Til framtíðar þarf að huga að skipulagsmálum og fyrirkomulagi verslunar og þjónustu. Ef þetta er gert er svigrúm fyrir talsvert aukin hlut almenningssamgangna í samgöngum.

Árni Davíðsson, 2.1.2011 kl. 16:14

2 identicon

Í rauninni ætti hækkunin að vera mikið meiri. 83% af kostnaðinum við að reka strætó er í gegnum skattfé, fargjöldin dekka aðeins 17%. Mesti sparnaðurinn væri að leggja strætó alveg niður og þessar fáu hræður sem nýta sér hann verða að hjóla eða finna aðrar leiðir til að koma sér milli staða. Mikill minnihluti nýtir sér þessa þjónustu og því er ekki ásættanlegt að þeir sem ekki noti hana séu að borga fyrir hana.

ragnar (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 17:12

3 identicon

Tek undir það, leggja niður strætó og taka til í leigubílakerfinu.  Ef að væru reknar leigubílastöðvar eins og í UK og  USA þar sem allir eru á eins bílum, ódýrum, sparneytnum og einföldum þá væri hægt að ná leigubílatöxtum niður á það plan að það sé forsvaranlegt að taka leigubíl.  Við þurfum ekki að sitja í leðruðum benz fyrir 5000þús frá HFJ í RVK, og ennþá síður að borga jafn mikið fyrir far í 25 ára gamallri Chevolet Monzu.

Stebbi (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 19:04

4 identicon

Sammála Stebbi, leigubílakerfið hér er alltof flókið og samkeppnishamlandi. Erlendis er það þannig að stöðvarnar eiga bílana og ráða svo menn til að keyra þá. Þeir skila svo bílnum á stöðina að vakt lokinni og annar tekur við.

Þannig gæti ég t.d. keypt 100 Yaris bíla og ráðið svo menn á bílana. Þannig væri hægt að bjóða upp á ódýra leigubíla.

En það er ekki hægt hér því það er ríkið sem ákveður hverjir fá að keyra leigubíl og úthlutar bara ákveðnum fjölda leyfa. Síðan verða bílstjórarnir sjálfir að kaupa bílana og borga stórfé til leigubílastöðvarinnar fyrir að skaffa þeim kúnna.

Ragnar (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 21:08

5 identicon

Það er rétt að þeir kaupa bílana sjálfir og kaupa svo alltof dýra bíla í von um að fá meiri viðskipti út á lúxus.  Svo þegar þeir eru allir á hvínandi kúpuni út af fjárfestingu þá væla þeir allir saman í kór til að fá taxtana upp.  Ef að þessi útgerð væri gerð frjáls og hér kæmu alvöru leigubílastöðvar þá væri kanski hægt að taka leigubíl án þess að taka út nýtt veð á húsið og færri myndu keyra fullir heim um helgar.

Stebbi (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 22:01

6 identicon

Og enn hækka óbeinir skattar.....

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband