Löngu orðið tímabært að færa klukkuna í takt við sólina

Þetta hefur verið rætt svo oft en alltaf lítið fylgt á eftir umræðunni. Við værum þá í takt við önnur lönd sem færa sýna klukku fram og aftur eftir sumri eða vetri.

Þá þurfum við bara að læra þetta með garðhúsgögnin inn = klukkan aftur á bak um einn tíma og garðhúsgögnin út = klukkan færð fram um einn tíma.

Í framhaldi af refaumræðunni sem komin er með refi í Reykjavík er skemmtilegt að benda á að þegar klukkan er færð fram um einn tíma í Danmörku verða fleirri slys þar sem refir verða undir bílum en vikuna áður, enda refurinn ekki allveg að átta sig á því að allir skunda útá götu klukkutíma fyrr en venjulega. Þannig að svona klukkubreyting getur haft áhrif víða. 

Jill Stewart Clock. http://www.jillstewart.co.uk ath að myndin tengist ekki þessari færslu beint 


mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru að tala um að seinka henni varanlega ekki setja á sumartíma. Við þurfum lítið á sumartíma að halda hér.  ;)

karl (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 12:45

2 identicon

Það er verið að tala um að færa hana varanlega fram um 1 tíma.

Ekki sumar/vetrar ruglið sem var hér fyrir einhverjum árum.

Þannig að refirnir okkar ruglast lítið :)

bmg (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 12:47

3 identicon

Vissulega erum við ríflega klukkutíma of fljót hér á Íslandi m.v. hnattstöðu en það gerir bara ekkert til. Þessir flutningsmenn tillögunnar horfa bara til þess að það sé birta klukkutíma fyrr á morgnana en horfa ekki til þess að það dimmir líka klukkutíma fyrr síðdegis. Ég tel enga þörf á breytingum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 12:54

4 identicon

Þetta er gott mál! Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að "missa" 1 klst í lok dags, við munum hafa alltof mikla birtu á sumrin eins og verið hefur. Það er mun meira virði að þurfa ekki að rífa sig og krakkana uppúr rúminu í kolsvarta myrkni marga mánuði á ári.

Ásgeir (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:20

5 identicon

Hvað með að breyta bara hringitímanum á vekjaraklukkunni hjá þessu fólki sem þetta skiptir svona miklu máli fyrir. Problem solved of kostaði ekki gasilljónir og margra ára rugling.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:16

6 identicon

Aðrar þjóðir öfunda okkur af því að vera ekki að þessu klukkuhringli sem er úrelt fyrirbrygði. Það er alveg út í hött að vera hlaupandi út um allt hús tvisvar á ári breytandi klukkunni til þess eins að það dimmi fyrr á daginn. Í stað þess að hafa smá dagsbirtu þegar komið er heim sér fólk enga dagsbirtu. 

Arnar (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:24

7 identicon

Ég skil ekki þessa fælni Íslendinga við að færa klukkuna til 2var á ári. Ég bjór erlendis í nokkur ár og þetta var bara ekki eitt einasta mál.

 En að seinka henni finnst mér fáránlegt - frekar að flýta henni og vera þá allan ársins hring aðeins 1 tíma á eftir t.d. Norðurlöndunum og á sama tíma og Bretland.

Elín (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:34

8 identicon

@Elín: Engin fælni þannig séð. Það er bara lítið point í því að gera það hér á landi. Svo ekki sé talað um kostnaðinn nú til dags að standa í þeim breytingum. Aðeins meira en að breyta nokkrum klukkum.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:36

9 identicon

Þetta er góð tillaga og til fyrirmyndar að hún skuli lögð fram.

Að fá einn mánuð að hausti og einn mánuð að vori þar sem maður vaknar í björtu og fer til vinnu í björtu er mikið framfaraskref.

Þó það rökkvi fyrr seinnipart dags er ekkert á við þau lífsgæði að vakna fleiri daga í björtu.

hg (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 15:38

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta er góð tillaga og til fyrirmyndar að hún skuli lögð fram.

Að fá einn mánuð að hausti og einn mánuð að vori þar sem maður vaknar í björtu og fer til vinnu í björtu er mikið framfaraskref.

Þó það rökkvi fyrr seinnipart dags er ekkert á við þau lífsgæði að vakna fleiri daga í björtu.

Fyrir mínar sakir verð ég að vera ósammála þér, persónulega er ég á móti því að eyða öllum þeim ljósatíma sem við höfum á veturnar sofandi eða í vinnunni! Miklu betra að eiga bjartann klukkutíma eftir vinnu!

Enn eins og ég segi, mitt mat.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.12.2010 kl. 16:30

11 Smámynd: Einar Þórir Árnason

Það er ekki bara ljósið, það er líka loftslagið/hitastigið sem skiptir máli. Mér finnst vera ennþá nótt kl 7 eða kl 8, mér líður ömurlega hvern einasta dag sem ég þarf að vakna svona snemma sama hvenær ég fer að sofa um kvöldið. Klukkutími seinna munar öllu, það er bara þannig. Annaðhvort það eða fyrirtæki og stofnanir fara að seinka vinnutíma. Ég vil ekki þurfa að þjást útaf venjum annara. Ég bjóst ekki við því að þessi tillaga kæmi, ég ólst upp við það að íslensku þjóðinni sé skítsama um minnihlutann.

Einar Þórir Árnason, 14.12.2010 kl. 17:48

12 identicon

Tökum upp réttan tíma samkvæmt stöðu sólarinnar, að hádegi (kl 12) sé þegar sólin er hæðst á lofti.  Í dag er klukkan okkar um hálf tvö þegar sólin er í hádegisstað.

Hafi menn svo áhuga á vetrar og sumartíma þá er nóg að færa til mætingar og opnunartíma vinnustaða í stað þess að rugla með klukkuna.  Þetta hringl erlendis með klukkuna er líkt og að nota sentimetra á sumrin en tommur á veturnar.  Svo þarf alltaf að muna eftir að breyta tvisvar á ári öllum klukkum, sem eru út um allt og í allskonar tækjum.

Skrifstofa Alþingis hefur t.d. haft um nokkurn tíma opnunartíman 9-17 á veturnar en 8-16 á sumrin.  Einfalt og þarf ekki að færa alltaf til klukkuna.

Jóhannes (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 20:26

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég er þér alveg sammála Jóhannes með þetta fyrirbæri sem er "daylights savings time" þ.e. að færa til klukkuna tvisvar á ári, að mínu mati er þetta fáránleg iðja, ef menn þurfa meiri tíma til að nýta daginn þá bara vakna fyrr!

Hvað varðar að færa klukkuna hjá okkur þá finnst mér það persónulega óþarfi þar sem ég er meira fyrir að hafa ljós þegar ég er búinn að vinna, ekki á meðan ég er sofandi eða vinnandi!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.12.2010 kl. 23:43

14 Smámynd: Ómar Ingi

Heyr Heyr Stéfan

Ómar Ingi, 25.12.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband