Góður lokahnikkur hjá Palla á laugardag.

Það verður gaman að sjá hvernig þessi keppni endar. Keppnin í ár hefur einkennst einna helst af döprum lagasmíðum að mínu mati. Það eru lög þarna sem eru í lagi en þau eru ekki nema 2-3. Ég gangrýndi fyrirkomulag keppninnar þegar þetta byrjaði og þá einna helst það kerfi að 2 lög fara áfram og 2 sitja eftir eftir hvern þátt. Þetta gerir það að verkum að lag sem td situr eftir í þætti eitt er getur verið mun betra en lag sem fer áfram þættinum á eftir. Við ættum að taka okkur stærri þjóðir til fyrirmyndar og hafa eitt Grand kvöld og sleppa þessum undankvöldum. Önnur leið væri að hafa kerfið líkt og nú en bjóða uppá WIldcard fyrir þau lög sem dottið hafa út.
Þær dúllur Ragnhildur Steinun og Eva María hafa staðið sig vel að mínu mati og verið allstaðar á skalanum .... pínlegt og allt uppí fagmannleg.. það er akkúrat það sem svona keppni þarf að hafa.. fjölbreytileika. Og nú verður slegið upp veislu með Palla sjálfum í "græna" herberginu sem oftar en ekki er þó í öðrum lit.

Ég er nú þegar farinn að huga að lagasmíðum fyrir næstu keppni og vona ég að ég nái að komast í gegnum síminnkandi nálarauga nefndarinnar sem valdi í ár úr 218 lögum þau 15 lög sem komust í gegn auk þess sem Ögga var boðið að vera með. (svolítið skrítið að bjóða honum að mínu mati enda ekki verið gert áður að mér vitandi)

En það verður gaman að fylgjast með laugardagskvöldinu og sjá hver fer fyrir íslands hönd til Moskvu.
Ég gruna nú að það verði Elektra með lagið "Got No Love" eða lagið Lýgin Ein með Kaju Halldórsdóttur sem endar uppi sem sigurvegari. Þar á eftir mun eflaust Óskar Páll troða sýnu lagi sungnu af Yohanna "Is It True" og svo kemst Ingóinn örugglega í top 4 með "Undir Regnbogann" lag Hallgríms Óskarssonar


mbl.is Páll Óskar sér um „græna herbergið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur í alvöru einhver áhuga á Söngvakeppninni???? Það mun toppa væmnina þegar Páll Óskar verður í græna herberginu með sína þágufallssýki og þær ofmetnu stúlkur frammi. Oj bara.

Anna (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Það er nú staðreynd að þetta er vinsæll þáttur og það lýsir sér kanski best í því að yfirleitt heyrist mest í þeim sem eru á móti keppninni, þykja öll lögin vera léleg ár eftir ár og kynnarnir hræðilegir... En ég spyr mig, hvernig vita allir þessi sem hafa svona rosalega lítinn áhuga á keppninni svona vel allt um þetta... Málið er bara það að allir horfa á þetta og standa svo upp á eftir og gagnrýna herlegheitin allt þar til næsta helgi kemur.

Standið bara upp og viðurkennið áhuga ykkar á keppninni því lítið er kjánalegra en að tala niður til keppni sem maður horfir á ár eftir ár.

Ps. ef þetta svaraði spurningunni þinni ekki þá er svar mitt já ég hef einhvern áhuga á keppninni

Stefán Þór Steindórsson, 10.2.2009 kl. 14:05

3 Smámynd: doddý

ég er bara paunkari en hef líka áhuga á keppninni. ég hef áhuga á allri mjúsik þó ein sé betri en önnur. ég tek undir með þér stebbi að þær kynnar hafa staðið sig ákaflega misvel og oftast vel. þeir sem ekki hafa gaman af sjói og mjúsik geta auðvitað slökkt á rúv og horft á biggest lúser eða það sem hugar glepur  kv d

doddý, 18.2.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband