Rétt skal vera rétt - EKKERT SVINDL

Ég tel það vera rétt að hið sanna í þessu máli komi fram.

Ég þekki þetta mál vel og veit hvað var ástæða þess að þessi saga fór af stað.

Ég er faðir þessa barns sem talað er um í greininni og þekki einnig þessa "konu" sem kom þessum orðrómi af stað fyrir misskilning.

Hún vissi af mér í útlöndum en ég fór einmitt þennan laugardag til útlanda. Ég tók ekki son minn með mér heldur fór hann á keppnina í sjónvarpssal á laugardagskvöld. Hún vissi ekki betur en að hann hafi farið með mér til útlanda og vinur hennar var þess fullviss að svo hafi verið... Það var þá sem hún sendi umræddann póst til einhverra í sínum vinahóp.

Þegar hún svo komst að hinu sanna þá sendir hún bréf á alla og leiðréttir misskilninginn. En það er náttúrulega þannig að bréfið er væntanlega þá þegar komið í ágætist "forward" til vina vinanna og svo framvegis. En ég tel að leiðréttingarbréfið hafi ekki fengið sömu "forward" þjónustu og hið fyrra.

Ég þekki vel til keppninnar og er að jafnaði í sjónvarpssal þegar keppnin fer fram. Ég hef tekið þátt þarna bæði á sviði og sent inn lög í keppnina og veit að það er ekki neitt svindl í þessu öllu saman.

Ég vill því biðja fólk um að breiða ekki út þennan misskilning, því sá skaði sem nú þegar er kominn er nægur.

Kær Kveðja
Stefán Þór Steindórsson


mbl.is Símakosningin er í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar slúðurkerlingar.. ... . ..........

Bla (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Ómar Ingi

Allar þessar svokölluðu réttmætu kosningar eru eitthvap skrítnar þegar staff á RUV getur sagt mér ár eftir á hver vinnur.

Ómar Ingi, 30.1.2009 kl. 23:04

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Stefán!

Það er nú ekki vegna þessa máls beint sem ég set inn línu hjá þér, heldur vegna annara orða þinna en söngvakeppninni tengt, sem þú lést falla á athugasendasvæði síðu Jens Kr. Guðmundssonar. Þar ertu nokkuð uppnumin við að leiðrétta þetta leiðindamál, og segist jafnframt eins og hér í pistlinum, þekkja mjög vel til keppninnar o.s.frv. hafir m.a. verið með og viðstaddur einhver skipti.

Þú treystir þér því samkvæmt þeirri þekkingu þinni til að rengja frásögn annars manns af reynslu gamalkunnugs listamanns, Guðmundar rúnars Lúðvíkssonar af að senda inn lag í keppnina og tíundar um leið reglur keppninnar sl. árin. Nú vill svo til að keppnin á sér orðið rúmlega tuttugu ára langa sögu þar sem margt hefur breyst m.a. að stafræna byltingin hóf innreið sína með geislaplötum. En fyrstu árin voru skilin inn á lögunum á snældum og með misjöfnum gæðum, nokkuð sem þú nefnir ekki né þekktir kannski ekki!?

Spurningin er því, hvaða forsendur þú hefur aðrar til að hrekja þessa frásögn annað en meinta þekkingu þína á reglum keppninnar hin seinni ár?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 23:25

4 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Magnús Geir Guðmundsson svo ég svari þér.

Já það er rétt að mér er fyrirhugað að leiðrétta þennan miskilning sem komið var af stað því nafn mitt var bendlað við þennan misskilning óbeint og vill ég því leiðrétta það sem ég veit fyrir víst að er svokölluð samsæriskenning.

Þegar ég rengdi frásögn listamannsins Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar þá gekk ég einfaldlega útfrá þeirri staðreynd hvernig keppnisreglur hafa verið síðustu allmörg árin. Keppnin er að sjálfsögðu yfir 20 ára og ég veit að lög voru á árum áður skilað inn á kassetttum (sem ég veit hvað er þakka þér samt fyrir) En ég leifi mér samt að setja spurningarmerki við svona "samsæriskenningar"

Að sjá hvort spóla hefur verið spiluð eða ekki er ekki eitthvað sem hægt er að færa neinar sönnur á. Hann hefur væntanlega séð að kassettan var á sama stað og hún var í byrjun og þá tel ég líklegt að það sé annarhvor endi kasettunnar. Þá spyr ég, spólaði nefndin ekki bara til baka þegar hún var búin að renna í gegnum kassettuna og fullvissa sig um að ekkert var þar á?

Svo ætla ég að taka allt sem Guðmundur Rúnar Lúðvíksson með ágætri varfærni enda maðurinn komið sér annarsstaðar í fréttirnar fyrir það eitt að vera ósáttur við störf dómnefndnar í lagakeppni. Ágætt að lagahöfundar taki bara ósigrinum því flestir sem senda inn lag tapa. Menn geta svo sagt sitt álit á lögunum sem unnu en að fara í að saka dómnefnd, framkvæmdaaðila og aðra tengda keppninni um óheillindi í starfi er einfaldlega rangt á meðan staðreyndir eru svona úr lausu lofti gripnar.

Ég hef tekið þátt í söngvakeppninni nú síðustu 2 ár og verið fyrir það viðloðinn keppendur á einn eða annan hátt og veit þvíhvernig keppnin hefur verið uppbyggð síðustu 5-6 árin. Ég veit um fjölda þann sem sendur er á hverju ári og fer hann vaxnandi (130 lög bárust árið 2007 og rúm 200 árið 2008 sem nú er verið að vinna úr) Hvort öll dómnefndin heyri öll lögin eða hvort þau taki sinn bunkann hver og sikti það versta út ætla ég ekki að fullyrða en eitt er að menn verða bara að taka því að tapa hvort sem það er vegna þess að lagið heillaði ekki einn eða fleirri.

Stefán Þór Steindórsson, 31.1.2009 kl. 09:06

5 Smámynd: doddý

mér finnst nú málið vera að bjarga heiðri krakkans sem á í hlut. hitt er annað, hvort spóla guðmundar hafi verið spiluð - það finnst mér aukaatriði.

pössum börn og ekkert rugl! kv d

doddý, 31.1.2009 kl. 15:55

6 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Það er nú líka það sem ég er að gera.. Þetta er sonur minn

Stefán Þór Steindórsson, 31.1.2009 kl. 16:42

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Komdu sæll á ný Stefán Þór!

Það verður að segjast, að ég er litlu nær um forsendur þínar fyrir því að blanda gömlu deilumáli Guðmundar R. Lúðvíkssonar inn í þetta leiðindamál er varðaði þig persónulega og son þinn!

Þú bætir raunar bara í og ert með getgátur til viðbótar um hans mál varðandi söngvakeppnina og vísar svo óljóst til einvhers annars deilumáls hans varðandi dómnefnd í lagakeppni, sem ef ég skil þig rétt, styrkir ekki beinlínis álit þitt á honum!?

Nú veit ég ekkert frekar en þú hvert sannleiksgildi þessarar frásagnar Sveins að meintri reynslu GRL er rétt eður ei og kannski eru vangaveltur þínar til að rökstyðja að bara sé um vonda samsæriskenningu að ræða, réttar. En þetta eru samt sem áður bara getgátur sem og að þú virtsit halda að reynsla þín af keppninni (5 til 6 ár segir þú hér) nægði til að rengja það sérstaklega að staðlað bréf hefði verið sent og snældan sömuleiðis til baka.Það er auljóslega rangt hjá þér. En til að leiðrétta smá misskiling þinn, þá átti ég alls ekki við að þú vissir ekki hvað snælda/kassetta væri, heldur einmitt virtist að þú hefðir ekki áttað þig á að þessi þekking þín á keppninni sl. árin, gilti ekki um mál GRL, væru engin rökstuðningur fyrir að hann hefði rangt fyrir sér.

Mér finnst því enn skorta forsendur þínar og þykir miður að þú hafir blandað hans máli, þótt það hafi komið við sögu í einni athugasend, inn í þitt.Slíkt er aldrei maklegt þegar menn geta svo ekki rökstutt slíkt nema með getgátum í viðtengingarhætti, "Ef og hefði"!

Annars langar mig í lokin, að minnast á tvennt í textanum hjá þér hérna í athugasendinni, benda þér í allri vinsemd á orðnotkun sem hreinlega á ekki við eða passar ekki.

Þú segir strax í fyrstu setningunni, að "þér hafi verið fyrirhugað að leiðrétta"

Samsetta sögnin að fyrirhuga merkir að einhver hlutur eða gjörð sé ákveðin með einhverjum fyrirvara, eða að eitthvað muni gerast á einvherjum tímapunkti í náinni eða fjarlægri framtíð.

Hins vegar (og ég geri ráð fyrir að það hafi verið það sem þú meintir?) var þér t.d. UMHUGAÐ eða þér var MIKIÐ Í MUN að leiðrétta vitleysuna með son þinn þarna á úrslitakvöldinu!

Hitt er svo, að "Staðreyndir séu úr lausu lofti gripnar" er einfaldlega ómöguleg hugsun, annað hvort er einhver hlutur staðreynd eða ekki!

Staðhæfingar geta hins vegar verið úr lausu lofti gripnar.

Magnús Geir Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 22:58

8 Smámynd: doddý

heyrðu magnús geir, þú ert rosalega "inn" í setningafræði og hefur greinilega góða tilfinningu fyrir ritmáli. á hinn bóginn mér finnst ég geta lesið úr þínum skrifum obboslega frústreraðan kadl. í rökfræðinni er það kennt að sá sem þarf að fara út fyrir efnið sé komin í málefnanlegt þrot ;)  kv d

doddý, 1.2.2009 kl. 13:46

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Frúin/ungfrúin sem hérna tjáir sig um undirritaðan, er greinilega vel að sér um mig, sjálfsagt næm eða jafnvel skyggn? Hún segist allavega geta með því einu að lesa í textan minn, kveðið upp ákveðin dóm um mig. SAmkvæmt honum veit hún meir um mig en ég sjálfur!

tek þó fram að ég vissi nokkurn vegin fyrir að ég væri karl!Hins vegar hef ég ekki hugmynd um hvað hún á við með niðurlaginu né hví hún var að tjá sig um rökfræði yfir höfuð!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 00:03

10 Smámynd: doddý

magnús ertu nojaður? kv d

doddý, 7.2.2009 kl. 18:59

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þarft ekki að spyrja, veist svarið betur en ég!

svo skil ég ekki svona útlensku!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.2.2009 kl. 00:26

12 Smámynd: doddý

doddý, 8.2.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband