Hraðar á vinstri akrein en þeirri hægri?

50Nú langar mig aðeins að rifja upp umræðu sem átti sér stað vegna hraða á götum bæjarins.

Það var verið að ræða hvort vinstri akrein ætti að vera sú hraðasta en það er líkt og fólk gleymi umferðareglum í því samhengi.

Sumir segja að vinstri akrein eigi allavega ekki að vera hægari en hægri akreininin... RANGT. Það hefur ekkert með hægri akreinina að gera hvað þú átt að keyra hratt á þeirri vinstri. Reglur segja til um það hve hratt má keyra. (það er hringlótta skiltið með tölunni inní)

En samt eru óskrifaðar reglur í þessu og þær eru nokkurn veginn svona

Sú akrein sem er lengst til hægri er sú hægasta og sú hraðasta lengst til vinstri. Á milli þeirra á þetta svo að vera að stigmagnast frá hægri til vinnstri..

Segjum að hámarkshraði sé 80 þá má sá sem er á akrein lengst til vinstri vera á 80... það meiga allir aðrir líka en ætlast er til þess að fólk velji sér akrein við hæfi. Gamli afi sem ekur þessa götu velur kanski að keyra á 50 og þá fer hann á þá akrein sem er lengst til hægri. Ef fólki mislíkar það beygir það einfaldlega á þá næstu til vinstri.

Svo eru apar sem hanga aftan í rassinum á þeim sem ekur um á hámarkshraða og ætlast til að hann fari til hægri þar sem jafnvel fólk er að aka á 70..

Ártúnsbrekkan er ágætt dæmi..

Held að hámarkið þar sé 80 og akreinarnar er 4 talsins

Þá ætti þetta að líta nokkurnveginn svona ! 80 ! 70 ! 60 ! 50 !

Með þessu formi kemst fólk vonandi heilt á milli A og B... Og um leið pössum við uppá hvort annað með að hægja á apanum sem vill bruna upp brekkuna á 110.

Sýnum skynsemi fólk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband