Veggjakrots gagnagrunnur á íslandi

Nú veit ég ekki hvernig lögreglan heldur þessu til haga hér á Íslandi en í Kaupmannahöfn Danmörku hefur um nokkurra ára skeið verið haldið úti gagnagrunnur sem heldur utanum veggjakrot sem gert hefur verið. Þarna er safnað saman öllu því veggjakroti sem tilkynnt er í formi mynda og því auðvelt mál fyrir lögreglu að sjá umfang skaðans þegar veggjakrotari næst. Með því einu að skoða gagnagrunninn er hægt að sjá hvar viðkomandi hefur áður verið og hægt er að dæma eftir því. Í þessum gagnagrunni dana sem Kaupmannahafnar kommuna í samstarfi við DSB (danska lestarkerfið) stendur að er talað um að því fleirri sem eru með í baráttunni á móti veggjakroti því betra.

http://systemgraffiti.dk/index.htm

Annað sem húseigendur geta gert er að hafa alltaf tilbúna málningu og mála yfir veggjakrot strax þegar það uppgvötast því ekkert kemur betur í veg fyrir áframhaldandi skemmdir ef að veggjakrotararnir sjá að það er til einskis og eingöngu sóun að eiða spreyi á viðkomandi hús. Gott væri kanski bara að taka fyrst mynd.

Svo má að sjálfsögðu reyna að virkja "löglegt veggjakrot" meira því það verður að segjast að þetta er mikil prýði ef vel er gert og á réttum stöðum.  



mbl.is Netvæðing veggjakrotsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband