Já og það skal ekki stoppa bara við textagerð, heldur stíga skrefið til fulls!

lydveldi72Ég er nú sammála að það sé of mikið af enskumælandi böndum á okkar íslandi í dag. En það að skikka tónlistarmenn til að semja eingöngu íslenska texta ef að þeir á annað borð hafa áhuga á að fá spilun á rás 2 er kanski ekki besta hugmyndin að mínu mati. Það er margt sem spilar inní. 

    Sú ákvörðun tónlistarmanna að syngja á ensku kemur ef til vill af ýmsum mismunandi ástæðum en mín skoðun er sú að íslendingar einfaldlega hafa ekki það vald á íslenskunni hvað varðar textagerð* og finnst útkoman oftar en ekki vera slæm og eiga auðveldara með að semja enska texta. Þetta má annaðhvort bæta eða bara horfa framhjá við textagerð, þegar allt kemur til alls eru ensku textarnir ekki fullkomnir og allsekki frumlegir oft á tíðum.

      Það er auðvelt að finna góðar línur á ensku og þar spilar inní það gríðalega magn af textum sem maður hefur heyrt í mörg ár og fyrir löngu eru greiptir inní undirmeðvitundina. Þar af leiðandi notum við oft setningar í ensku sem oft hafa heyrst áður en myndum ekki þora það á íslensku. Td myndi íslenskur tónlistarmaður án efa nota setninguna "Your blue eyes" í lagi sínu þó það hafi verið notað í ótal lögum en á íslensku myndi sami eintaklingur aldrei segja"bláu augun þín" því þá telur hann sig vera að stela úr öðru íslensku lagi. Þetta viðhorf gerir það án efa erfiðara að semja íslenskann texta.

      Margir tónlistarmenn halda að það sé ómögulegt að meika það á íslensku, eða líkt og Bubbi söng hér um árið  "Sumir syngja á  íslensku,  vá!  Æðislegt  flott. Ekki þykir mönnum það í  útlöndum gott. Nei, skrælingja mállýskur  meika ekki  sens, maður sem  syngur þannig  eignast aldrei  Bens."  Þarna er Bubbi (sem nú á dögum er talsmaður íslenskunnar og B&L) að tala um þá erfiðleika að meika það á íslenskunni erlendis og margir vita það eflaus ekki að hann fór nú þá leið eitt sinn að reyna að meika það  með erlendri útáfu af einni af plötum sínum en gekk ekki og heldur sig nú alfarið við ísland og tungumál þess. Þetta verð ég að segja að sé ekki satt. Það er allveg markaður fyrir íslenskann söng á erlendri grundu og Sigurrós sönnuðu það. Margir vilja nú meina að það sé alfarið tónlistarinnar þeirra að þeir komust svo langt en ekki textarnir og get ég fallist á það enda er það einmitt mergurinn málsins, það breytir ekki á hvaða tungumáli þú syngur, ef þú ert bara að gera flotta tónlist og ættu þessi bönd sem reyna að meika það erlendis að átta sig á því að það þarf bara að gera gæðatónlist til að fá áheyrn erlendis þar sem framboðið er svo miklu meira en eftirspurn. Jet Black Joe voru hvað heitastir á þeim tíma er þeir ákváðu að Ísland væri of lítið fyrir þá og fóru erlendis.. Ekki var það ferð til fjár þó þeir væru að syngja á íslensku. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir voru bara eitt lítið óþekkt band í potti fullum að slíkum böndum að slást um það sama, ástæðan fyrir velgengninni hér heima var að sjálfögðu að þeir stóðu einir að kjötkötlunum.

Einn stór ókostur fyrir okkur íslendingana er hve rosalegir smáborgarar við erum. Það eru allir frægir á íslandi fyrir ekki neitt eða fyrir það eitt að fara oftar að djamma en nágranninn (flugan, hverjir voru hvar) Þegar maður svo er orðinn frægur á Íslandi þá elur maður upp í sér þá trú að nú séu manni allir vegir færir og það að meika það í útlöndum sé eins auðvelt. Semjum bara á ensku og þá erum við orðinir heimsfrægir á örskammri stundu. Það eru bara nokkur prósent af íslenskum böndum sem geta þetta, bandið þarf þá að vera að gera eitthvað sem fólk tekur eftir líkt og Sigurrós var að gera á sínum tíma. Kakan er einfaldlega fullsetin í hinum stóra heimi og það þarf eitthvað extra til að ná athyglinni. Álfar frá Íslandi gátu það greinilega.

 Hvað ensku varðar þá hef ég séð englendinga klóra sér í hausnum oft yfir því sem íslenskir tónlistarmenn láta útúr sér í lögum sínum. Það er gott og blessað að skilja ensku, geta talað og skrifað hana en það gerir þig ekki að góðum höfundi enskra texta. Það er víst algengt að orðasambönd komi vitlaust út eða málfræðilega séu textarnir rangir en við vitum það víst bara ekki.. Þessar villur í bland við ljótann íslenskann hreim ofaná þetta hrafnaspark á ensku fælir frekar frá en hitt og þá hefði jafnvel verið betra ef hlustandinn hefði ekki skilið baun í textanum.  

Akkúrat hinn vinkillinn á þessu sem ég tala um að ofan er að Sprengjuhöllin er komin á skrið með frumraun sína og þar er sungið á íslensku og líkar mér vel. Ekki finnst mér þetta neinir snildar tónlistarmenn og ef þeir hefðu sungið alla plötuna á ensku væri þetta strax farið að rykfalla hjá mér. Þeir eru því að ná til mín á því að syngja á íslensku. Þetta er ekki ósvipað því sem ég er að segja með að erlendis þarftu ekki að vera að syngja á ensku til að ná til fólks, þar þarftu bara að láta tónlistina hrífa fólk þó svo að textinn sé svo eitthvað sem ekki skilst.

 

 *Að sjálfögðu  eru undantekningar að þessi og Bubbi Morthens og Stebbi Hilmars sem dæmi eru menn sem hafa fyrir löngu náð miklu valdi á móðurmálinu í textum sínum. 

 Sænska hljómsveitin KENT hefur gefið út plötur sínar á ensku og sænsku. Væri þetta kanski hugmynd fyrir íslendinga? Þá hefur hlustandinn möguleika á að velja. geisladiskurinn gæti evt. verið tvöfaldur með báðum útgáfunum.

 

Vonum nú bara að tónlistarmennirnir taki rétta ákvörðun. Ég er á þeirri skoðun að ef þú ætlar bara að vera tónlistamaður á íslandi þá gerir þú líkt og

Bubbi Morthens, Sálin Hans Jóns Míns, Ný Dönsk, SSSól, Todmobile, Sprengjuhöllin, Hjálmar, Ólöf Arnalds eða Baggalútur

Ef þú á annaðborð ætlar að verða þekkur í útlöndum gerir þú bara nógu góða tónlist og hefur textana líkt og þú vilt.

 

Kæra Rás2, þú ert útvarp allra landsmanna og skallt ekki setjast í dómarasæti hvað skal sagt og hvað ekki, td mætti þá leyfa pólska texta, litháenska og tælenska í réttu prósentutölu við fjölda þeirra á landinu er það ekki? 

Rás2 gæti einnig farið framá það að tónlistin yrði einnig eingöngu spiluð á hin gömlu góðu langspil og sög ef að það ætti að skikka fólk á annað borð við sköpun sína.

Réttast væri að hafa íslenskuna ráðandi en að banna íslenskum tónlistarmönnum að syngja á ensku er ekki minn tebolli og vonandi ekki þeirra heldur.

  


mbl.is Óskalög Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott færsla!

Ég er á því að ef þú vilt semja tónlist, þá semurðu eins og hentar þér best. Íslenskan er falleg, en fyrir textagerð tónlistarmanna má hún aldrei verða einhver skylda finnst mér.

Fínn punktur hjá þér með pólskuna, litháensku og tælenskuna

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband