Erfitt að horfa framhjá honum í vali Íþróttamanns ársins

Það verður erfitt fyrir íþróttafréttamenn að horfa framhjá Gunnari þetta árið í vali á íþróttamanni ársins líkt og gert var síðasta ár. En reglur keppninar bjóða reynda uppá það að horfa framhjá honum en krafan er orðin enn meiri en hún var í síðasta kjöri. Íþróttafréttamenn segja af þessu fréttir og ættu því að geta valið hann.... Skora á íþróttafréttamenn að kjósa rétt þetta árið..

 

536747B
mbl.is Gunnar Nelson á heimslistann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Mér sýnist íþróttafréttamenn nú alveg horfa framhjá honum... þessi frétt er t.d. í almennum fréttum en ekki íþróttafréttum, eins og allar aðrar fréttir af Gunnari á mbl.

GK, 29.9.2010 kl. 20:07

2 identicon

Nokkuð viss um að hann geti ekki verið tilnefndur þar sem íþróttin er held ég ekki á skrá hjá ÍSÍ. Sama á við um snjóbrettaíþróttina og fleiri "jaðaríþróttir".

Fannar Páll Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 22:11

3 Smámynd: Ómar Ingi

Miðað við vitleysingana sem kalla sig íþróttafréttamenn hér á landi , þá er mjög auðvelt fyrir þá að líta fram hjá Gunna því hann stundar ekki það sem kallast gætu helstu íþróttir sem íslendingar stunda yfir höfuð. En við getum vonað !!

Ómar Ingi, 30.9.2010 kl. 00:40

4 identicon

Það hefur komið fram að hann er ekki gjaldgengur sem íþróttamaður ársins, þar sem hann stundar ekki "viðurkennda" íþrótt eins og hér hefur komið fram. Það er náttúrulega bara skandall, hvað er þessi drengur annað en íþróttamaður í fremstu röð?

Sigurður (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 07:55

5 identicon

Vandamálið með íþróttafréttamenn hérna heima er að þeir eru fyrst og fremst áhugamenn um fótbolta. Ég hef meira að segja heyrt einn spekúlantinn láta það út úr sér að hann hafi sem betur fer annað að gera en að fylgjast með erlendum handbolta.

Einhver íslenskur fótboltamaður sem situr aðallega á bekknum hjá einhverju erlendu félagi á jafn mikinn möguleika á að komast á topp 10 listann og íþróttamenn annarra greina sem standa jafnvel nokkuð framarlega á heimsvísu.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 11:42

6 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ég þykist nú vita það líkt ég benti á að íþróttin er ekki gjaldgeng en ég er að benda á að þetta hlýtur að fara að verða tekið til skoðunar núna..

Að láta hann ekki hafa séns á þessu vegna þess að félag hans Mjölnir er ekki aðili að ÍSÍ er fáranlegt. íþróttamaður ársins en ekki íþróttamaður ÍSÍ

En svo er það ekki rétt að íþróttafréttamenn horfi framjá honum. eftirfarandi fréttir eru allar undir íþróttir

http://www.dv.is/sport/2010/7/17/gunnar-nelson-efnilegasti-bardagamadur-heims-i-sinum-flokki/

http://www.dv.is/sport/2010/2/13/gunnar-nelson-berst-vid-osigradan-breta-i-kvold/

http://www.visir.is/gunnar-nelson-maetir-meistara-a-morgun/article/2009427328657

Stefán Þór Steindórsson, 30.9.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband