Netorðin fimm frá SAFT

Eftirfarandi er tekið af heimasíðu SAFT www.saft.is og er holl lesning fyrir alla aðila og þá kanski ekki síður Hrannar B. Arnarson aðalega þá liðir fjögur og fimm

1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu

- - -

1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
Allt sem við gerum og segjum er endurspeglun á því hvernig við hugsum og hvað við sjáum í kring um okkur. Þó aðrir þekki okkur ekki vitum við alltaf sjálf hver við erum. Stundum veljum við að koma fram á Netinu undir dulnefni eða nafnlaust. Það getur stundum verið nauðsynlegt og stundum skemmtilegt, en við getum ekki verið nafnlaus eða undir dulnefni gagnvart okkur sjálfum. Þess vegna viljum við vera sátt við allt sem við gerum og geta litið í eigin barm án þess að líða illa.

2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
Það er auðvelt að nota Netið til að særa annað fólk. Ljót skrif eða myndbirtingar af öðrum eru ofbeldi gagnvart öðrum og geta valdið mikilli vanlíðan. Þær valda vanlíðan hjá þeim sem verður fyrir því og þær valda líka vanlíðan hjá þeim sem setur slíkt á Netið. Mörgum líður illa og eru með samviskubit vegna þess að þeir hafa sært aðra. Þegar við setjum ljótt efni á Netið um einhvern annan er það opið fyrir alla og það er aldrei hægt að taka það aftur. Hugsum okkur því vel um áður en við segjum eitthvað eða setjum efni á Netið sem getur sært eða meitt aðra manneskju. Komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.

3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
Það er nauðsynlegt að vita alltaf hvað maður er að gera þegar maður tekur þátt í einhverju á Netinu. Það getur verið hættulegt að vera í samskiptum við fólk sem maður þekkir ekki nema í gegn um Netið. Förum varlega þegar við gefum persónulegar upplýsingar um okkur á Netinu. Það getur valdið miklum vandræðum að setja upplýsingar um sig á Netið ef maður veit ekki hver fær upplýsingarnar. Margir hafa fengið vírus sem skemmt hefur tölvuna eða eru í miklum vandræðum með ruslpóst vegna þess að þeir hafa skráð sig inn á vefsíður sem þeir þekkja ekki og vita ekki hverjir halda úti.
Það er líka nauðsynlegt að athuga vel hvort hægt er að treysta upplýsingum sem fengnar eru af Netinu. Athugum hvaðan upplýsingarnar eru og hvort þær eru réttar áður en við notum þær.

4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
Það er ekkert einkalíf til á Netinu. Allt sem sett er þar inn er opið fyrir alla, alltaf. Ef við viljum ekki að allir sjái hvað við erum að segja eða gera skulum við ekki setja það á Netið. Hver sem er getur skoðað bloggsíður
og annað sem við setjum á Netið og auðvelt er að finna vefsíður. Hver sem
er getur líka náð í það efni sem við setjum á Netið og vistað það hjá sér.
Þess vegna þurfum við að hugsa okkur vel um áður en við setjum upplýsingar um okkur eða myndir af okkur eða öðrum á Netið. Þó við tökum þær út af vefsíðunum okkar getur hver sem er náð í þær meðan þær eru inni.

5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu
Við berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Það á við um Netið eins og allt annað. Þess vegna þurfum við að geta svarað fyrir allt sem við setjum þar inn. Hægt er að rekja tölvupóst og allar færslur sem settar eru inn á Netsíður. Það er ekki notaleg tilhugsun að þurfa að standa frammi fyrir foreldrum, skólastjórnendum, vinnuveitanda eða jafnvel lögreglunni og þurfa að svara fyrir eitthvað sem við hefðum ekki átt að setja á Netið. Munum líka að lögin í landinu gilda líka um það sem fólk gerir á Netinu.


mbl.is Fésbókarsíðan ekki opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og talað frá mínu hjarta.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er flott.  Má ég kópería þetta og nota annarsstaðar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:45

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Glæislegur pistill Stebbi minn - þetta á nú hver einasti aðili sem eitthvað þekkir til í netsamskiptum og internet vafri að vita.

Bestu kveðjur til þín vinur

Gísli Foster Hjartarson, 13.1.2010 kl. 11:59

4 identicon

Innilega sammála.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 12:38

5 Smámynd: Ómar Ingi

Já ef fólk mundi nú reyna að fara eftir þessu væri netið skárra

Ómar Ingi, 13.1.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband